Áfram Eygló - taka tvö

Það er vissulega sorglegt  fyrir Framsóknarmenn að sjá á eftir foringja sem við berum virðingu fyrir og þykir vænt um en það er líka gleðilegt að nú fær Eygló tækifæri til að spreyta sig á Alþingi. Eygló lenti í fjórða sæti  í prófkjöri Framsóknarmanna  á eftir þremur körlum en Hjálmar sem stefndi á fyrsta sætið en lenti í þriðja ákvað að taka ekki sæti á listanum.  Eygló  var hins vegar ekki færð upp um  sæti, að ég held út af einhverjum byggðasjónarmiðum, einhverjum (Hjálmari sem vildi ekki vera á listanum?)  fannst mikilvægt að fólk tengt Suðurnesjum væri í þriðja sæti. Eygló skrifaði bloggið Karlaplott og þúfupólitík og ég  skrifaði þá bloggið  Áfram Eygló

Ég skrifaði 22.1.2007 þegar reynt var að þrykkja Eygló niður um sæti á framboðslista eftirfarandi klausu þar sem ég bar saman þá tvo Vestmanneyinga sem núna sitja á þingi þ.e. Eygló Harðardóttir og Árni Johnsen og hve misjafnlega auðvelt var fyrir þau að komast í þá valdastöðu. :

Það er nú umhugsunarvert að einmitt núna um helgina þá var tilkynnt að annar Vestmanneyingur Árni Johnsen myndi sitja sem fastast í  sæti á lista Sjálfstæðismanna skv. niðurstöðum prófkjörs hjá þeim. Ég hvet fólk til að bera nú saman Vestmanneyinganna Eygló og Árna og hvaða ástæður menn finna fyrir að þau eigi ekki að vera á lista í þeim sætum sem þau hafa barist fyrir og fengið styrk í prófkjöri í. 

Mér finnst þetta sýna í hnotskurn hvað er að gerast í íslenskum stjórnmálum. Annars vegar er gífurlegt umburðarlyndi við karlmann sem orðið hefur uppvís að spillingu og  fjársvikum og iðrast einskís og kallar gjörðir sínar tæknileg mistök og hins vegar er lagt ofurkapp á að bregða fæti fyrir konu sem hefur vegnað vel í prófkjöri. Það sem aðallega er fundið henni til foráttu er að hún búi í Vestmanneyjum.

Það er nú umhugsunarvert að einmitt núna um helgina þá var tilkynnt að annar Vestmanneyingur Árni Johnsen myndi sitja sem fastast í  sæti á lista Sjálfstæðismanna skv. niðurstöðum prófkjörs hjá þeim. Ég hvet fólk til að bera nú saman Vestmanneyinganna Eygló og Árna og hvaða ástæður menn finna fyrir að þau eigi ekki að vera á lista í þeim sætum sem þau hafa barist fyrir og fengið styrk í prófkjöri í. 

Mér finnst þetta sýna í hnotskurn hvað er að gerast í íslenskum stjórnmálum. Annars vegar er gífurlegt umburðarlyndi við karlmann sem orðið hefur uppvís að spillingu og  fjársvikum og iðrast einskís og kallar gjörðir sínar tæknileg mistök og hins vegar er lagt ofurkapp á að bregða fæti fyrir konu sem hefur vegnað vel í prófkjöri. Það sem aðallega er fundið henni til foráttu er að hún búi í Vestmanneyjum.

 

Það er nú dáldið segjandi fyrir ástandið í samfélaginu að núna þegar illa árar í þjóðlífinu og illa árar hjá Framsóknarflokknum þá komast konur til valda. Nú setjast tvær ágætar Framsóknarkonur þær Helga Sigrún og Eygló á þing í staðinn fyrir Guðna og Bjarna.  Það er svo sannarlega ekki þannig ástand að líklegt sé að þingmenn Framsóknarflokksins taki við sigurlaunum eftir þetta kjörtímabil. 

Það er erfitt að vera ljóðrænn þegar svona erfiðar aðstæður eru í samfélaginu og í flokknum sem maður starfar í en það er ef til vill við hæfi að skrá hér inn ljóð eftir Ingibjörgu Haraldsdóttir

Þetta er sams konar ljóð og Konan sem kyndir ofninn minn (sjá bloggið Svartir svanir á Íslandi) nema ljóð Ingibjargar er skrifað út frá sjónarhóli konunnar.

Það er svona:

Kona

Þegar allt hefur verið sagt
þegar vandamál heimsins eru
vegin metin og útkljáð
þegar augu hafa mæst
og hendur verið þrýstar
í alvöru augnabliksins
-kemur alltaf einhver kona
að taka af borðinu
sópa gólfið og opna gluggana
til að hleypa vindlareyknum út.

Það bregst ekki.


mbl.is Eygló tekur sæti á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband