Steingrímur betur tengdari inn í norsk stjórnmál en norski forsætisráðherrann

Það er skynsamlega mælt hjá Þorgerði Katrínu að nú séu tímar þar sem verði að endurskoða afstöðu sína. Það er grafalvarleg staða komin upp og það þarf að leysa úr henni á þann hátt að skaðinn sé sem minnstur til lengdar fyrir íslenskt þjóðfélag. Það er augljóslega fyrsta verk að horfast í augu við stöðuna, hrunið efnahagskerfi þjóðar og örmynt sem enga framtíð virðist eiga í hnattvæddum heimi. Það kann að vera að krónan veiti skjól um tíma og geti gert hagstjórn hérna auðveldari á krepputíma a.m.k. til skamms tíma litið  (hvaða annað þjóðfélag getur lækkað í einu vettvangi kaup allra um helming og verðfellt allar eignir almenning um helming í einu vettvangi?)

EBE er augljós kostur en það tekur tíma að semja um aðild og aðild að myntbandalagi fæst ekki fyrr en stöðugleiki er kominn á hérna.  Hugsanlega eru aðrir kostir í stöðunni sem taka skemmri tíma t.d. tenging við aðra gjaldmiðla svo sem norsku krónuna. Þetta sýnist frekar æskilegur kostur ef samningar næðust við Norðmenn.

Einn af okkur í vinafélagi norsku krónunnar er Steingrímur Sigfússon formaður Vinstri Grænna. Steingrímur er ansi yfirlýsingaglaður þessa daganna, hann veit miklu betur en íslenski forsætisráðherran hvernig á að stjórna Íslandi. En ekki vissi ég að hann vissi líka miklu betur en norski forsætisráðherrann hvernig á að stjórna Noregi. Steingrímur J. Sigfússon fullyrðir að í gegnum tengsl sín við Noreg   þá viti  hann að Norðmenn muni ganga að myntbandalagi við Ísland. Það er nú ekkert smágaman að hafa hérna á skerinu íslenskan stjórnmálaleiðtoga sem er betur tengdari inn norsk stjórnmál heldur en sjálfur forsætisráðherra Noregs Stoltenberg sem  útilokar norska krónu á Íslandi

 Mikið verður gaman þegar við verður komin í EBE og Steingrímur fer að hafa vit fyrir allri framkvæmdastjórn EBE og segja þeim hvernig þeir eigi að stjórna.Grin


mbl.is Tilbúin að endurskoða afstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ég mæli eindregið með því, Salvör góð, að þú hlustir á viðtalið Egils Helgasonar við Steingrím J. í dag.

Hafirðu hlustað á viðtalið, sem ég býst ekki við, ráðlegg ég þér eindregið að hlusta á það aftur ... og aftur. Svo skaltu skrifa pistil. 

Jóhannes Ragnarsson, 2.11.2008 kl. 21:29

2 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Mér þykir þú sjálf allyfirlýsingaglöð Salvör. Tek undir með Jóhannesi og mæli með því að þú hlustir á viðtalið, í fyrsta sinn eða aftur og aftur og aftur...

Greta Björg Úlfsdóttir, 2.11.2008 kl. 22:21

3 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Jóhannes, ég bið þig að athuga hve yfirlætisfull og rustaleg þessi athugasemd þín er, ég má alveg tjá mig um orðræðu Steingríms þó ég hlusti ekki á Silfur Egils og sem betur fer þá þarf ég ekki að spyrja þig hvenær ég skrifa pistil. Ég vil biðja þig að skoða drottnunaraðferðir skv. Berit Ás á blogginu hennar Sóleyjar. Svo getur þú nú kannski líka  fengið einhverja hugljómun með því að rýna fast í myndina af Agli Helgasyni í eigendastúkunni í West Ham.

En vonandi getur þú fundið þér annað farveg fyrir geðillsku en níðast á moggabloggurum og heimta að þeir horfi aftur og aftur á eitthvað sem þér finnst skipta máli. Horfðu bara sjálfur á það sem þú vilt og endilega tjáðu þig um það á þínu bloggi. 

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 2.11.2008 kl. 22:34

4 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Salvör: Þetta er alveg hárrétt athugasemd hjá þér. Steingrímur er búinn að gera sig hálf hlægilegan með þessu norsku krónu gamla sáttmála kjaftaæði sínum!

Hvað var Steingrímur annars búinn að semja um að við fengjum mörg kaupskip á ári?

Guðbjörn Guðbjörnsson, 2.11.2008 kl. 22:46

5 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Þó þú hafir ekki beint orðum þínum til mín, Salvör, þá mun þetta verða í fyrst (held ég) og síðasta skipti sem ég dirfist að tjá skoðun mín hér í athugasemdakerfi við bloggið þitt, þar sem þar leyfast greinlega engin önnur skoðun en skoðun höfundar.

Ég er hissa á að þú skulir ekki einfaldlega loka fyrir athugasemdir, en þá gætu jábræður náttúrlega ekki lýst yfir ánægju sinni með skrif þín, sá væri hængur á.

Greta Björg Úlfsdóttir, 3.11.2008 kl. 00:28

6 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Guðbjörn: Hugmyndin um norsku krónuna er alls ekkert hlægileg, hún er þvert á móti afar skynsamlegur kostur fyrir Íslendinga... að því gefnu að Norðmenn fallist á það... sem reyndar orð forsætisráðherra Noregs gefa ekki tilefni til að álykta að þeir geri.

Svo skaltu fara þér hægt í að tala um kaupskip til Íslands skv. Gamla sáttmála. Það er sennilega seinni tíma sögufölsun að þau ákvæði hafi verið.  Skrifuð hefur verið doktorsritgerð á frönsku sem rennir stoðum undir að Gamli sáttmáli sé seinni tíma uppfinning til að fá betri samningsaðstöðu við Danakonung. 

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 3.11.2008 kl. 01:14

7 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Gréta: Ég hef athugasemdir opnar fyrst og fremst til að fá vitræna umræðu um það sem er efni bloggsins. Athugasemdir á bloggi eru hins vegar ekki eins og umræðukerfi, það er sá sem heldur út blogginu sem stýrir aðgangi þar. Það er hins vegar svo að margir kverúlantar hundelta fólk í athugasemdum og þess vegna hafa margir gefist upp  á að leyfa athugasemdir.  Ég hef sem betur fer sloppið við það að mestu enda blogg mín meira pælingar en hörð pólítísk skrif. Ég lít á blogg fyrst og fremst sem þroskatæki fyrir sjálfa mig, tæki þar sem ég hugsa upphátt og færi hugsanir mínar og skynjanir í texta.

Það hefur ekki mikil áhrif á mig hvað öðrum finnst um það sem ég skrifa og ég reyni að elta það ekki. þess vegna var ég óþarflega hvefsin þegar fólk er að halda því fram að ég eigi að lesa eitthvað eða horfa á eitthvað áður en ég skrifa. Ef það væru ráðleggingar sem gefnar væru af góðum hug þá er reyndar ekki ástæða til annars en að taka því vel.  Ég skyldi þessar athugasemdir hins vegar ekki svo.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 3.11.2008 kl. 01:25

8 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Gott blogg hjá Sóley um drottnunaraðferðirnar fimm:

Drottnunaraðferðirnar fimm

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 3.11.2008 kl. 01:29

9 identicon

Afsakið að ég kem með athugasemd, sem tengist ekki innihaldi bloggsins. Bið þig, Salvör, að fletta upp í íslenskri orðabók og skoða mismuninn á orðunum "vetfang" og "vettvangur" af gefnu tilefni í upphaflega blogginu.

Nöldrari (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 07:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband