Að falsa tölur

Ennþá er haldið  áfram þeirri iðju sem íslenskt viðskiptalíf er gegnsýrt af. Það er iðjan að falsa tölur, að láta skuldir á einhvern dularfullan hátt líta út eins og eignir. Skuldarar eða öllu heldur þeir sem eiga skuldir skuldara  geta möndlað með fyrirtækin og selt þau fram og til baka til annarra skuldara eða til sjálfs sín og þannig falsað ennþá meiri tölur. Núna er líklegt að þessi iðja fari fram með vitund og vilja ríkisbankanna þjóðvæddu. 

Ef ég  skil málið rétt þá eru  allir frjálsir fjölmiðlar á  Íslandi að verða gjaldþrota því þeir  eiga ekkert nema skuldir og nú er komið að skuldadögum .  Í gær var kynnt tillaga sem sögð var komin frá Jóni Ásgeir um fyrirtækið Rauðsól sem keypti þann hluta pressunnar sem eitthvað pólitískt gildi hefur. Þetta var að hluta  verið að færa frá einum vasa til annars á sama manninum en þetta var meira. Þetta leit í fljótu bragði út eins og undanskot eigna rétt fyrir gjaldþrot. Jón Ásgeir hefur sjálfur sagt að sá sem á skuldir fyrirtækis ráði rekstri þess. Þetta sagði hann þegar hrægammurinn breski Green kom hérna með Jóni Ásgeir í einkaþotunni og vildi kaupa eignir Baugs.  Mér skilst  að eitthvað lán hafi verið komið á gjalddaga og Þess vegna sé  Jón  Ásgeir að kaupa núna. Að því er fólk  telur ekki með eigin  peningum heldur með peningum sem hann fær að láni í bankakerfinu. Ef svo   er  þá  má  spyrja  hvers  vegna  verið  sé  að  bjarga  einstökum fjölmiðlum   núna, hvers vegna er  það  gert? Hver verður rekstrargrundvöllur þessara fjölmiðla í hinu nýja Íslandi og ætla stjórnvöld að gera eitthvað til að tryggja þann rekstrargrundvöll?

Það er vissulega mikilvægt í hvaða hendum stjórn á öllum frjálsum fjölmiðlum á Íslandi  er og það hefur skipt öllu máli í stjórnmálabaráttu að hafa stuðning fjölmiðla. Sá sem stýrir fjölmiðlum getur leitt umræðuna og búið til sannleikann.  En fjölmiðlar hafa svo sannarlega tekið þátt í fölsuninni á raunveruleikanum undanfarin ár. Þeir hafa blekkt okkur á þann hátt sem eigendur þeirra vildu að þeir blekktu okkur og það hefur ekki verið stunduð nein sannfærandi rannsóknarblaðamennska á Íslandi.

Það er eiginlega lýsandi fyrir fjölmiðlun á Íslandi í dag hvernig sagt var frá mótmælunum á síðasta laugardag. Nú er ég ein af þeim sem ekki tók þátt í þessum mótmælum einmitt út af því að ég óttaðist að þarna yrðu skrílslæti sem ég vil ekki taka þátt í - en margir mættu en það virðist vera samantekin ráð þeirra sem stýra fjölmiðlum á Íslandi að beita einhvers konar þöggun á þessi mótmæli og gera lítið úr því sem þar fór fram.  Fjölmiðlar nútímans eru hamfarapressa sem vill sjá blóð og æsing og yfirleitt magnar það upp ef einn maður stendur með skilti og hrópar.

En núna látast þeir ekki sjá fólkið.

Fjölmenn mótmæli

Hvernig þessi frétt breyttist Myndir - print screen.


mbl.is Ekki áhugi á sameiningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef ég á fjölmiðil læt ég hann að sjálfsögðu ekki flytja neitt um mig nema ég skoði það og nú getur samfylking aldeilis hrósað happi fjölmiðlalögin náðu ekki í gegn þökk sé þeim og forseta vorum. Hvað skyldi hann hugsa núna. Ekki hópast blaðamenn að honum að spyrja

Guðrún (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 13:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband