Þjóðstjórn er það eina skynsamlega í stöðunni

Ég er svartsýn og kvíðin. Það er ástæða til að vera það. Ég verð ekki ennþá vör við að stjórnvöld aðhafist neitt að gagni í þeim miklu þrengingum sem nú dynja yfir Íslendinga. Geir forsætisráðherra benti ekki á neina lausn í ræðu sinni í þingbyrjun.

Eina sem forsætisráðherra sagði okkur er að ástandið á eftir að birtast okkur verra. Samt má alls ekki tala um hversu slæmt ástandið er því svo mikil sprengihætta ku vera núna í riktinu sem Ísland hefur í útlöndum að hver frétt og neikvæð umræða getur valdið keðjuverkum. Þess vegna hamrar efnahagsráðgjafi ríkisstjórnarinnar á því að við séum rík og þróuð. Hann segir :"Við erum iðnvætt ríki, það fimmta ríkasta í heimi miðað við landsframleiðslu á mann. Við vinnum nú að ýmsum aðgerðum til að auka lausafé í hagkerfinu.." Þetta með hvað við erum rík og iðnvædd minnir eitthvað svo mikið á forsætisráðherra okkar hann Geir sem hamraði fyrir hálfum mánuði  á því að það væri engin kreppa samkvæmt skilgreiningum hagfræðinga, bara mótvindur. Þorgerður Katrín sagði á þeim tíma að ekkert hefði komið til tals að ríkisstjórnin kæmi inn í mál bankanna.

Ég hef ekki trú á íslensku ríkisstjórninni. Ég held að hún skilji ekki nógu vel hve alvarleg staðan er núna. En ég held að ástandið sé svo alvarlegt að það sé illa varið tímanum í að ráðast á ráðamenn. Það er besta leiðin að sem flestir komi að því að finna sem bærilegasta lausn.

Svona er umræðan núna um ísland í  enskumælandi heimi

Iceland: When Too Big To Fail Becomes Too Big To Rescue

"Last year, Moody's briefly gave all of Iceland's major banks, including Glitnir, a triple-A rating, on the grounds that if they ever got into trouble, the Icelandic government would bail them out. After much ridicule, Moody's changed its mind. Clearly, it was silly to treat Iceland's banks as though they were just as creditworthy as the sovereign.

Fast-forward to today, and Iceland has indeed bailed out Glitnir. But here's the thing: Iceland's credit default swaps are now suggesting that the sovereign itself is a distressed credit.

Contracts on Iceland's debt jumped to 17.5 percent upfront and 5 percent a year to protect 10 million euros ($13.8 million) of bonds.

This is not how triple-A sovereigns behave. It's as though the analysts at Moody's were only able to see one step ahead, and not two: they could anticipate that Iceland would bail out its banks, but they couldn't anticipate that when a tiny country bails out a bank whose assets vastly exceed the country's own GDP, then the sovereign itself loses much creditworthiness. One scary datapoint: the assets of Kaupthing Bank amount to 623% of Iceland's GDP, which is possibly why its own credit default swaps are trading somewhere over 2500bp.

How bad can things get in Iceland? Here's what one local emailed Tom Braithwaite:

They are fighting powers that they are powerless to fight. It's like tackling a storm raging in the sea with a teaspoon.
The main supermarket can't get imported goods because they have no currency. The shops are half empty. One of the store managers has advised people to start hoarding. We're running out of oil. And winter came last night - about a month early.

Received opinion has it that if Iceland backstops the Icelandic banks, then the other Nordic countries, or someone, will backstop Iceland. Which might be true: we'll find out "very soon". But there's no news yet."

Já, við skulum muna að við erum iðnvætt ríki, það fimmta ríkasta í heimi og hér engin kreppa.Alls staðar búast menn við miklu dýpru kreppu, Paul Krugman spáir í hvort við séum ekki bara við brúnina á hyldýpinu já þessa grein  Paul Krugman: Edge of the Abyss
mbl.is Boðar aðgerðir til að auka lausafé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þjóðstjórn. ERTU ekki að grínast. Sú staðreynd að Dabbi heldur að það sé góð hugmynd segir mér að það er hið versta mál.

zoe (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 18:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband