Fugl dagsins er margæs

MargæsMargæsir eru fargestir á Íslandi, fljúga hérna yfir á leið sinni til varpstöðvanna á heimskautasvæðum Kanada. Þær safna forða hérna áður en þær leggja upp í flugið yfir Grænlandsjökul. Ég skrifaði grein um margæs inn á íslensku Wikipedia í gær því þá fór ég í heimsókn í Sjálandsskóla í Garðabæ. Skólinn er staðsettur við sjóinn og einmitt þarna yfir Álftanesið og strandlengjuna við Faxaflóa fljúga margæsirnar yfir á leið sinni til og frá varpstöðvunum. Nemendur í skólanum  fylgjast með margæsunum, þeir skoða líka lífríkið í sjónum og fjörunni og í skólanum er stórt fiskabúr þar sem við blasa fiskar og krabbar. 

11648868012023Krístín sagði okkur frá því hvernig hún notar ferðir margæsanna sem kveikju í upplýsingatækni. Það hafa verið settir sendar á nokkrar margæsir og það er hægt að fylgjast með ferðum þeirra á korti á Netinu. Krakkarnir í Sjálandsskóla geta því fylgst með hvenær margæsirnar fljúga yfir vor og haust

Ég ætla að reyna að hafa það sem venju   þegar ég heimsæki skóla  að skrifa grein á Wikipedia um eitthvað efni sem tengist skólanum og námsumhverfi þar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband