Dagsbrún var einu sinni verkalýðsfélag...

.... en núna er Dagsbrún ekkert tengd íslenskri verkalýðsbaráttu nema kannski til að sækja einhverja ímynd í nafnið meðal íslenskt almennings. Það er eilífur skopparaleikur með nöfn á þessum félögum sem eru að sameinast og sundrast örar en ég get fylgst með. Stundum held ég að þessi nafnaleikur sé einhver hluti af plottinu svona til að rugla okkur litlu hluthafana. Þetta segi ég nú bara út af beiskju vegna þess að ég strengdi þess heit á sínum tíma þegar útgerðarmönnum var fenginn í hendur kvótinn á íslenskum fiskimiðum að ég skyldi reyna að eiga minn skerf í miðunum og aflaheimildunum og einsetti mér að kaupa parta í íslenskum hlutafélögum sem ættu aflaheimildir þangað til ég væri komin upp í einn þrjúhundruðþúsundasta hluta af aflaheimildum landsins. Ég keypti hlutabréf í Eimskip sem þá hafði lengi, lengi keypt upp fiskveiðifyrirtæki og mér virtist það vera góð leið til að eiga minn part í fiskistofnum á miðunum, já þessum sömu og stendur í lögum að eigi að vera sameign íslensku þjóðarinnar.  Mér fannst líka svo flott að treysta Eimskip, var það kannski ekki óskabarn þjóðarinnar og sjálfstæðistákn. Svo gufaði Eimskip einhvern veginn upp og splundraðist í önnur félög  og málað var yfir merki félagsins í fyrrum húsi þess í miðbænum.  Nú er eitthvað annað félag  með útlensku nafni Avion Group sem er að taka yfir nafnið Eimskip og ég held að það sé eins skylt Eimskipafélaginu gamla og hin nýja Dagsbrún er skyld verkalýðshreyfingunni.

En ég verð bara pirruð þegar ég les viðskiptafréttir eins og þessar frá Dagsbrún: "Gjaldfært virðisrýrnunartap vegna viðskiptavildar, kostnaður vegna endurskipulagningar félagsins og gjaldfærður stofnkostnaður vegna 365 Media vegur þyngst á uppgjörstímabilinu (fyrstu níu mánuði ársins) eða um 3.691 milljónum króna."

Ég verð pirruð vegna þess að mér finnst þessi frétt sem núna er á mbl.is ekki vera á mannamáli. Ég geri ráð fyrir að þetta sé beint úr fréttatilkynningu félagsins en er virkilega hægt að ætlast til að almenningur skilji svona orðalag?  Eða er það einmitt tilgangurinn með þessum viðskiptafréttum að gera þær svo flóknar og fagmálslegar að engir skilji og botni í hringiðu viðskiptalífsins og þess ferlis sem núna stjórnar öllu flæði peninga og gæða um Ísland?


mbl.is Afkoma Dagsbrúnar versnar um 5.232 milljónir milli ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæl Salvör.

Góð hugleiðing. Já ætli þetta sé ekki " hagfræðin sem ekki kann að tala " .

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 30.11.2006 kl. 01:22

2 identicon

Þörf huleiðing og athyggliserður vinkill þetta með sameign þjóðarinna.  Láttu heyra í þér varðandi fleyri málfni t.d. lífeyrissjóðina sem eru í eygu almennings en almenningur hefur lítið um það að segja hvar eru ávaxtaðir, kannski var eitthvað ávaxtað í Dagsbrún?

Magnús.

Magnús Sigurðsson (IP-tala skráð) 30.11.2006 kl. 07:11

3 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Já, það er áhugavert að skoða hvert fjármagnið flæðir úr lífeyrissjóðunum og hvernig ráða því hvar er fjárfest. Ég held reyndar að minni lífeyrissjóðir hafi þann hátt á að fela fjármálafyrirtækjum ávöxtun og fjárfesta í sjóðum sem þykja ekki hafa mikla áhættu. Ég hugsa að þar sé nú Dagsbrún ekki.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 30.11.2006 kl. 13:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband