21.8.2008 | 08:55
Skuldirnar hjá OR og ofsagróðinn hjá Pons
Skuldir hlaðast nú upp hjá Orkuveitu Reykjavíkur og eigið fé fyrirtækisins gufar upp hraðar en öflugasta gufuaflsvirkjun getur afkastað - erlendar skuldir sem voru 86 milljarðar í byrjun árs eru núna orðnar 125 milljarðar. En það er mikilvægt að við höfum í huga að það hefur ekkert breyst til að þessari stöðu sé náð - nema að íslenska krónan hefur verið í frjálsu falli.
Ég vona að þessi bága reikningslega staða Orkuveitunnar verði ekki notuð sem réttlæting til að selja eignir Reykvíkinga. Það er nú alveg öruggt mál líka að lausafjárþurrð sem alls staðar er núna hjá fjárfestum veldur því að það er afleitur tími til að selja eignir. Nema náttúrulega til manna sem kunna svona reikningskúnstir eins og Pálmi í Fons, kunna að láta ofsagróða birtast á réttum augnablikum með því að selja sama dótið til sjálfs síns. Orðið á götunni er með ágætis innlegg um nýjasta púslið í stórviðskiptum Pálma í Pons, sjá þessa grein Íslandsmet Pálma ógilt sökum meðvinds en þar fær Pons út ofsagróða með því að selja verslunarkeðjuna Iceland. Er kannski líka hægt að fá út reikningslegan ofsagróða með því að selja auðlindir frá fyrirtækjum hérna á Íslandi?
Erfið fjárhagsstaða OR | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:56 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.