Ævisaga Hannesar

Fréttablaðið 21. nóv - Ævisaga HannesarÍ Fréttablaðinu í dag  (bls. 46) þá er umfjöllun um ævisögu Hannesar fyrsta bindi og er fátítt að bækur óþekkra ævisagnaritara eins og þetta ritverk Óttar Martins Norðfjörð fái svo mikla umfjöllun. Virðist umfjöllunin álíka mikil að vöxtum og stærð og bókin sjálf.  Þetta er náttúrulega líka meira í anda þeirra tískustrauma sem hafa verið í ævisagnaritun undanfarin ár, það eru miklu fleiri sem lesa og grufla í alls konar heimildarvinnu varðandi verkin og spá í hver sagði hvað og hver mátti afla upplýsinga um hvað og hver mátti vitna í hvað hver sagði við hvern og hvernig má hafa eftir orð annarra og hver ætti bara að halda kjafti.

Verk Óttars er sennilega listrænn gjörningur hans og óska ég honum alls hins besta á skáldbrautinni, hann hefur samið einnar blaðsíðu sögu og mun eflaust sækja um skáldalaun í opinbera sjóði til frekarri afreka á næstu árum.

En ég  vona að þessi umfjöllun í Fréttablaðinu sé ekki einhvers konar liður í því að klekkja frekar á Hannesi, mér sýnist það vera nóg komið og æði ójafn leikur. Auðmenn á Íslandi hafa möguleika á að tryggja að umfjöllun um sig og fjölskyldu sína sé þeim þóknanleg og það hefur meira segja komið fram í fjölmiðlum að þeir  hafa reynt að kaupa upp dagblöð beinlínis til að leggja þau niður vegna þess að þeir firrtust vegna umfjöllunar um fjölskyldusögu.

Eins hafa fjölskyldur þjóðþekktra rithöfunda sem stóran hluta af sínum starfsferli voru styrktir til skrifa sinna af almennafé gefið þjóðinni skjalasöfn þeirra við hátíðlega athöfn en svo hefur komið á daginn að þessi þjóð  var bara þeir sem fjölskyldan hafði velþóknun á og þetta var bara gjöf til fárra útvalinna.

Það hefur reyndar engin bók undanfarin ár fengið jafnmikla umfjöllun og fyrsta bindið af ævisögunni sem Hannes skrifaði um Halldór Laxness. Eftir einhverja áratugi verður þessi umræða eflaust notuð sem dæmi um tíðarandann á Íslandi rétt eftir árþúsundamótin.  

Myndin hér til hliðar er skjámynd af frétt Fréttablaðsins bls. 46 í dag 21. nóvember 2006. Um rétt minn (eða réttleysi) til að birta þessa mynd og vitna í þessa umræðu Fréttablaðsins þá má benda fólki á að lesa um höfundarétt á Internetinu

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband