Vinnubrögđ Svans Kristjánssonar og heiđur háskólans

Svanur Kristjánsson hefur ađra sýn á skyldur sínar sem háskólakennara en ég. Svanur er prófessor í stjórnmálafrćđi viđ Háskóla Íslands og hefur kennt viđ háskólann í 35 ár. Svanur skrifađi nýlega ţessar tvćr greinar:

Hannesarmáliđ 2008 og HÍ

Hannesarmáliđ 1988 og sjálfstćđi Háskóla Íslands

ţessi skrif Svans eru langt í frá eđlileg skrif prófessors sem hefur kennt viđ háskólann í 35 ár og bera hvorki vott um faglega og hlutlausa orđrćđu né ţá yfirsýn og nćmi  og fćrni sem ćtla mćtti ađ svo reyndur háskólamađur hefđi.  Mér virđist Svanur einnig ekki hafa orđspor háskólans eđa sinnar háskóladeildar ađ leiđarljósi ţegar hann kýs ráđast  á tvo samstarfsmenn sína viđ Félagsvísindadeild.

Í lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna ţá er svohljóđandi grein (14 grein):

Starfsmanni er skylt ađ rćkja starf sitt međ alúđ og samviskusemi í hvívetna. Hann skal gćta kurteisi, lipurđar og réttsýni í starfi sínu. Hann skal forđast ađ hafast nokkuđ ţađ ađ í starfi sínu eđa utan ţess sem er honum til vanvirđu eđa álitshnekkis eđa varpađ getur rýrđ á ţađ starf eđa starfsgrein er hann vinnur viđ.

Ég get ekki séđ annađ en Svanur hafi brotiđ gegn ţessari grein um skyldur sínar í starfi. Hann varpar vísvitandi rýrđ á ţađ starf og starfsgrein sem hann vinnur viđ og rćđst á tvo samstarfsmenn á opinberum vettvangi. Ţađ er undarleg hegđun. Í engu einkafyrirtćki og engum einkareknum háskóla myndi starfsmanni líđast ađ vega svona heiftarlega á opinberum vettvangi ađ hagsmunum ţeirrar stofnunar sem borgar honum kaup.  

Svanur Kristjánsson reynir ađ kasta frćđimannskufli yfir skrif sín en honum tekst ţađ afar illa. Hann er of tengdur ţeim  málum sem greinar hans fjalla um og honum tekst ekki ađ leyna óbeit og óvild í garđ Hannesar. Raunar er ţađ ekki nýtt ađ Svanur Kristjánsson sé ekki vel hćfur til ađ tjá sig um mál sem tengjast Hannesi bróđur mínum og til mun vera álit lögmanna einmitt um ţađ  mál. Andrés Magnússon skrifar eftirfarandi í pistlinum Heiđur háskólans

"Á sínum tíma lét dr. Hannes ţau orđ falla á deildarfundum ađ vegna persónulegrar óvildar vćri Svanur vanhćfur til ađ fjalla um sín mál, sem aftur varđ til ţess ađ dr. Svanur leitađi til Háskólarektors og krafđist úrskurđar um málefniđ. Rektor leitađi ţví til lögmannanna Háskóla Íslands, ţeirra Gests Jónssonar og Harđar F. Harđarsonar, en ţeir gáfu út ţađ skriflegt álit „ađ Svanur Kristjánsson [vćri] vanhćfur til ađ fjalla um mál innan stjórnmálafrćđinnar sem varđa hagsmuni Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar.“"

Í annarri greininni ţá veitist Svanur ađ tveim starfsfélögum sínum í stjórnmálafrćđi ţeim Ólafi Harđarsyni og bróđur mínum Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni. Í hinni greininni rifjar Svanur upp tuttugu ára gamalt mál sem varđar skipan bróđur míns í embćtti 1988  og setur fram sína sýn á hvađ gerđist ţá og sína röksemdafćrslu og segir m.a. um ráđningu bróđur míns fyrir tuttugu árum: "Af ţessum orđum er ljóst ađ Hannes Hólmsteinn hlaut lektorsstöđu viđ Háskóla Íslands eingöngu vegna skođana sinna og hugmynda en ekki frćđilegra eiginleika."

Ţađ er undarleg og barnsleg greining prófessors međ 35 ára reynslu viđ kennslu í háskóla á atburđarás viđ stöđuveitingu fyrir tuttugu árum. Málsatvik  voru ţá ţessi: Auglýst  var lektorsstađa áriđ 1988 og međal umsćkjenda voru Hannes og Ólafur Harđarson. Á ţessum tíma  hafđi Hannes lokiđ doktorsprófi í stjórnmálaheimspeki frá  Oxfordháskóla  ţremur árum fyrr eđa áriđ 1985 og lokiđ cand.mag. próf í sagnfrćđi. Ólafur Harđarsson hafđi ţá eingöngu lokiđ meistaraprófi en hann  lauk síđar doktorsprófi eđa sex árum eftir ađ lektorsstađan var auglýst eđa áriđ 1994. Ólafur er hinn mćtasti frćđimađur og fékk seinna stöđu viđ Félagsvísindadeild eins og Hannes og er nú prófessor og deildarforseti ţar.  

Svanur Kristjánsson prófessor sem hefur kennt viđ háskólann í 35 ár  ćtti ađ vita ţađ manna best ađ samanburđur á námsferli Hannesar og Ólafs á ţeim tíma sem lektorsstađan var auglýst var Hannesi mjög í vil. Ţađ er  einn helsti mćlikvarđinn á gćđi náms í háskólum ađ kennarar ţar hafi doktorspróf.  Svanur ćtti manna best ađ vita ađ ef Ólafur Harđarson hefđi veriđ búinn ađ ljúka doktorsprófi á ţessum tíma ţá hefđi samanburđur milli hans og Hannesar veriđ allur annar og mjög erfitt hefđi veriđ ađ rökstyđja ađ Hannes hefđi veriđ tekiđ fram yfir Ólaf. Ţetta mál var hápólitískt áriđ 1988 og ég efa ekki ađ ţađ hafi veriđ vilji menntamálaráđherra ađ koma málum svo fyrir ađ inn í stjórnmálafrćđi í háskólanum vćru menn hliđhollir markađshyggjuöflum. Ţađ var hins vegar fráleitt eina atriđiđ sem varđ til ţess ađ Hannes fékk lektorsstarfiđ og Svanur Kristjánsson veit ţađ fullvel eins og ég ţó hann kjósi núna ađ grafa upp tuttugu ára mál og bera á borđ einstök undarlega valin atriđi úr ţví máli  í ţví augnamiđi ađ sparka í samstarfsmann sinn liggjandi ţegar hann liggur vel viđ höggi eftir nýuppkveđinn hćstaréttardóm.

Í seinni grein Svans ţá setur Svanur fram vćgast sagt undarlega túlkun á orđum Ólafs Ţ. Harđarssonar en Ólafur mun ekki hafa viljađ tjá sig um mál Hannesar viđ dagblađ á Íslandi ţegar háskólarektor hafđi skrifađ bréf. Eiginlega er orđrćđa Svans svo skrýtin ađ ţađ er ekki eins og ţar tali prófessor sem kennt hefur viđ háskólann í 35 ár heldur frekar eins og  mađur sem hefur blindast af einhvers konar ţráhyggju og grautađ í stjórnsýslulögum og pikkađ upp orđ á stangli án ţess ţó ađ skilja um hvađ hann er ađ tala. Ţessi grein lýsir miklum dómgreindarskorti. Hvernig í ósköpunum á ţađ ađ gera deildarforseta vanhćfan til ađ gegna starfi deildarforseta ađ hann vilji ekki tjá sig um mál í fjölmiđlum, mál sem augljóslega er ekki deild hans og fagsviđi til neins álitsauka. Burtséđ frá ţví hvađa skođun Ólafur kann ađ hafa á dómi hćstaréttar og afbrotaferli Hannesar í heimi gćsalappanna ţá ţjónar ţađ augljóslega ekki hagsmunum Félagsvísindadeildar ađ blása ţađ mál meira upp í fjölmiđlum. 

Hér er smábrot af ţessum undarlegu skrifum Svans um deildarforseta:

"Morgunblađiđ leitađi eftir viđbrögđum forsvarsmanna deildar Hannesar Hólmsteins, félagsvísindadeildar, viđ dómi Hćstaréttar yfir prófessor viđ deildina. Í frétt blađsins 5. apríl sl. sagđi m.a.: „Ólafur Ţ. Harđarson, forseti félagsvísindadeildar, hefur lýst sig vanhćfan til ađ fjalla um mál Hannesar og vildi ekki tjá sig um bréf rektors í samtali viđ Morgunblađiđ í gćr."

Jafngildir afsögn

Ólafur Ţ. Harđarson prófessor hefur veriđ deildarforseti félagsvísindadeildar undanfarin sjö ár en aldrei upplýst deildarmenn um vanhćfi sitt gagnvart Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni. Hannes Hólmsteinn hefur hins vegar gegnt ýmsum trúnađarstörfum í deildinni, kennt skyldunámskeiđ í stjórnmálafrćđi, setiđ í dómnefndum, veriđ varaformađur í námsnefnd í stjórnmálafrćđi og ekki síst (í ljósi dóma um frćđistörf hans): hann var um tíma ritstjóri Íslenskra félagsrita sem er frćđilegt tímarit félagsvísindadeildar.
Yfirlýsing Ólafs Ţ. Harđarsonar jafngildir ađ mínu mati afsögn hans úr starfi deildarforseta og setu í háskólaráđi ţví eđli málsins samkvćmt getur yfirmađur í opinberri stofnun ekki veriđ vanhćfur gagnvart einstökum undirmönnum sínum en jafnframt viđhaldiđ stöđu trúverđugs yfirvalds. Einnig ćtti ađ vera ljóst ađ Ólafur Ţ. Harđarson getur ekki međ trúverđugu móti gegnt neinni stöđu yfirmanns viđ Háskóla Íslands á međan Hannes Hólmsteinn er ţar kennari. En hér munu limirnir sjálfsagt dansa eftir höfđi skólans."

Getur veriđ ađ prófessor í stjórnmálafrćđi sem kennt hefur viđ háskólann í 35 ár haldi ađ ţađ hafi einhverja réttarlega ţýđingu og valdi vanhćfi ađ deildarforseti í einhverri deild í háskólanum vilji ekki tjá sig um mál í fjölmiđlum?

Ţađ gerir ekki annađ en rýra orđspor Háskóla Íslands og orđspor Félagsvísindadeildar ađ fjalla um málefni í deildinni á ţann hátt sem Svanur Kristjánsson gerir. Ţađ er erfitt ađ gera sér í hugarlund hvađ vakir fyrir Svani međ ţessum skrifum. Ţađ er alla vega ekki ađ kveikja umrćđu um hvernig Háskóli Ísland og sú deild sem Svanur starfar viđ geti tamiđ sér betri vinnubrögđ eđa hvađ séu góđ frćđileg vinnubrögđ og hvernig ţekkingarsköpun verđur til í háskólum og hvert sé hlutverk háskóla í nútíma samfélagi. Ég ćtla hér ekki ađ varpa fram ţeirri skýringu sem mér finnst líklegust ađ stýri skrifum Svans Kristjánssonar -  ég hef sem betur fer sett sjálfri mér siđareglur fyrir ţetta blogg og meginkjarninn í ţeim er ađ reyna ađ láta ekki rćtna og fyrirlitlega orđrćđu breyta minni eigin orđrćđu ţannig ađ ég tjái mig á sama hátt. 

Ég efa ţađ ekki ađ Svanur Kristjánsson á ađ baki glćstan rannsóknarferil eftir ađ hafa kennt viđ háskólann í 35 ár.  Ég vona ađ ég geti lćrt af  hinum vönduđu frćđimannsvinnubrögđum hans. En ţađ hefur ekki fariđ fram hjá neinum ađ Svanur hefur ákveđnar skođanir í stjórnmálum og hefur veriđ virkur ţátttakandi á sviđi stjórnmála. Ţađ kann ađ hafa haft áhrif á vísindaleg vinnubrögđ hans. Ţađ hafa ekki allir veriđ sáttir viđ vinnubrögđ Svans í opinberri orđrćđu á Íslandi

Ég var ađ lesa áđan grein á bloggi eins Framsóknarmanns Jóns Einarssonar um orđrćđu Svans Kristjánssonar áriđ 2004 en ţá var Svanur ađ tjá sig um framsóknartengd málefni í RÚV. Ţađ er gaman ađ bera ţessi skrif saman viđ skrif Svans núna, ţetta eru hvort tveggja vandlćtingargreinar um frćđileg skrif og heimildanotkun. Ég hef mikinn áhuga á ađ skođa ţetta viđtal viđ Svan frá árinu 2004 og skođa hvort sá grunur minn sé réttur ađ viđtaliđ sé tekiđ viđ hann sem frćđimann í stjórnmálafrćđi.

Ţessi grein Jóns heitir Rógburđur í Ríkisútvarpinu og er frá 12. nóvember 2004. Hún er svona:

"Í gćr var í kvöldfréttatíma Ríkisútvarpsins birt brot af viđtali viđ Svan nokkurn Kristjánsson, titlađan prófessor í stjórnmálafrćđi.  Viđtaliđ birtist í heild í ţćttinum Spegillinn eftir fréttirnar.  Af efni viđtalsins mćtti halda ađ líklegra sé ađ sérgrein Svans séu bókmenntir, ţá sérstaklega skrök- og ýkjusögur.  En Svanur setti fram alls kyns fullyrđingar um Framsóknarflokkinn og fjármál hans og var ađ reyna ađ tengja flokkinn og Olíusamráđsmáliđ.  Ekki vísađi hann ţó í neinar heimildir eđa lagđi fram neitt til stuđnings fullyrđingum sínum. Ţess í stađ vísađi hann í ónefnda heimildarmenn, sem hann sagđi ađ vćru “traustir”.  Á sama hátt og Gróa á Leiti notađi farsann “Ólyginn sagđi mér” til ađ reyna ađ fá fólk til ađ trúa hviksögum sínum.

Ţegar ég byrjađi í Háskóla Íslands voru nýnemar settir í svo kölluđ Forspjallsvísindi til ađ kynna fyrir ţeim og kenna ţeim vísindalegar ađferđir.  Eitt af ţví sem einkennir vísindalega ađferđ er tilvitnun í heimildir.  Ţađ er gert til ţess ađ ađrir, sem vilja kynna sér réttmćti fullyrđinga og framlagđra kenninga, geti fariđ ofan í heimildirnar.  Kannađ réttmćti ţeirra.  Ţađ er meira ađ segja ţannig í Háskólanum ađ frćđiritgerđir verđa ađ innihalda nokkuđ nákvćma tilgreiningu heimilda.  Ţađ ţýđir ekkert ađ setja í heimildatilvísun í frćđiritgerđ orđ eins og “ólyginn sagđi mér” eđa “lítill fugl hvíslađi ađ mér”.  Sá sem ţađ gerir fćr falleinkunn.  Á sama hátt er tilvísun til “traustra” heimildamanna án nánari tilgreiningar ekkert annađ rógur.

En hvađ gengur virđulegum stjórnmálafrćđiprófessornum til?  Hvađa hag hefur hann af ţví ađ setja fram róg af ţessum toga?  Er ţađ gert til ađ öđlast virđingu frćđasamfélags stjórnmálafrćđinga?  Varla, enda sjá ţeir strax ađ engar heimildir fylgja fullyrđingunni.  Er ţađ ţá gert í flokkspólitískum tilgangi, til ađ koma höggi á Framsóknarflokkinn?  Ţví verđur ađ svara játandi, enda augljóst.  Svanur Kristjánsson hefur ekki svo komiđ í spjallţátt ađ hann taki ekki upp hanskann fyrir Samfylkinguna.  Ég veit svo sem ekki hvort hann er flokksbundinn í ţeim flokki, hef ekki heimildir um ţađ.  En hann hagar sér eins og hann sé ţar innvígđur.

Ţađ verđur ekki annađ séđ en ađ framganga Svans Kristjánssonar hafi sett blett á nafn Háskóla Íslands.  Menn hljóta ađ spyrja sig hvort ţađ teljist ásćttanleg vinnubrögđ hjá frćđimönnum í stjórnmálafrćđi viđ Háskóla Íslands ađ ţeir, blindađir af hatri á Framsóknarflokknum, setji fram rógburđ án ţess ađ leggja fram snefil af gögnum eđa heimildum ţví til stuđnings?  Eru forystumenn Háskólans sáttir viđ svona vinnubrögđ?  Ef svo er, ţá hlýtur mađur ađ spyrja sig hvort ţetta sé framtíđin?  Ađ stúdentar geti héđan í frá bara sleppt heimildavinnu og spunniđ eitthvađ upp?  Ég held ekki.  Svanur Kristjánsson er fallinn á prófi í stjórnmálafrćđi og vísindalegum vinnubrögđum.  Einkunn 0,0.  Hans hćfileikar liggja greinlega annars stađar, nánar til tekiđ í skáldsagnagerđ.

Ţessa vikuna hefur einn  ţjóđţekktur mađur sagt af sér vegna yfirsjóna sinna.  Á Svanur Kristjánsson ađ sitja áfram í embćtti prófessors eftir svona vinnubrögđ?  Almenningur borgar fyrir Háskóla Íslands.  Almenningur á kröfu á ađ frćđimenn viđ Háskóla Íslands, sem fá laun greidd af fé skattborgaranna, ástundi vísindaleg vinnubrögđ.  Ţađ er ţví eđlileg krafa almennings ađ Svanur Kristjánsson setji fram sannanir fyrir máli sínu, en segji ella af sér.

Jón Einarsson

 Hér eru tenglar í umrćđu sem sprottiđ hefur um greinar Svans

Heiđur háskólans 

Framlag Svans til 100 háskólalistans

Svanur um Hannes og háskólann.

 Óţćgilegt ađ hafa dćmdan prófessor, segir Ólafur, en sér ekki hvađ vćri ađ …

Segir Svan ófrćgja Hannes Hólmstein 

 Hannesi til hálfvarna

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiđur

úff...ţetta er löngu komiđ út fyrir nokkurt sem eđlilegt getur talist, ég er leikmađur í háskólamálum og vantar kannski yfirsýn en ţetta er orđiđ andstyggđ og rótin augljós.

Ragnheiđur , 23.6.2008 kl. 18:40

2 Smámynd: Guđrún María Óskarsdóttir.

Salvör.

Ég tek undir allt ţađ sem ţú hér gagnrýnir varđandi ţetta og tel ađ ţú hafir lög ađ mćla í ţessu efni.

Viđkomandi ćtti ađ snúa sér ađ pólítik fremur ađ sjá má.

kv.gmaria.

Guđrún María Óskarsdóttir., 23.6.2008 kl. 23:52

3 Smámynd: Auđun Gíslason

Ţađ er ţá altént ljóst ađ ţessi bróđir ţinn Salvör er sekur um ađ hafa brotiđ lög um réttindi og skyldur opinbera starfsmanna, sem ţú vísar í.  Er ekki svo?  Dómur hćstaréttar yfir honum hlýtur ađ vera honum til álitshnekkis og vanvirđu, ekki satt?

Auđun Gíslason, 24.6.2008 kl. 00:36

4 identicon

Virđingavert af ţér ađ verja bróđur ţinn en sorrí. Hann kom sér einn og óstuddur í ţá ađstöđu ađ skrif Svans eru réttlćtanleg og í raun sanngjörn.

Bróđir ţinn er ţarfur mađur sem margt gott hefur látiđ af sér leiđa. Hann er á hinn bóginn ekki vandađur frćđimađur og ćtti ekki ađ vinna sem háskólakennari.

Hann er fyrst og fremst harđdrćgur áróđursmađur sem ćtti ađ finna kröftum sínum viđnám sem lobbíisti eđa á auglýsingastofu.

Prófessor Mambó (IP-tala skráđ) 24.6.2008 kl. 11:02

5 identicon

Úfff ... lektórsmáliđ einu sinni enn.  Nú ćtla ađ ég setja plötu međ Duran Duran á fóninn.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráđ) 24.6.2008 kl. 12:52

6 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Sćl Salvör

 Leiđinlegt ađ stjórnmálafrćđin sé í skötulíki í HÍ ţegar svona ađstćđur ríkja. Ég tek ekki afstöđu, er hreinlega ekki dómbćr á máliđ ţar eđ ég hef ekki kynnt mér ţađ til hlýtar, en veit bara ađ stríđsástand sem ţetta innan deildar er óbćrilegt fyrir alla ađila og ekki til ţess falliđ ađ bera hróđur frćđistarfs ţess sem ţar er stundađ og er ađ mörgu leyti mikilvćgt fyrir íslenskt samfélag áfram. Hitti bróđur ţinn á flugvellinum í Rio de Janeiro í vor,  hann er viđkunnanlegasti mađur.  

Anna Karlsdóttir, 26.6.2008 kl. 01:18

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband