10.5.2008 | 13:08
Sellufundur hjá infokommúnistunum
Ég fór á fund í gærkvöldi á Hressó með stjórn FSFÍ eða félags um stafrænt frelsi á Íslandi. Félagið stefnir að því að halda ráðstefnu 5. júlí næstkomandi og aðalnúmerið á þeirri ráðstefnu er Eben Moglen sem er mikill gúrú allra sem nú fylkja sér um þann málstað að vilja meira frelsi og opnara umhverfi í stafrænni framleiðslu og stafrænni dreifingu gagna. Áður hefur Stallmann komið til Íslands á vegum sömu aðila.
Hér er mynd af stjórninni Freyr, Hallgrímur, Tryggvi, Steinn og Smári.
Hér eru myndir frá fundinum
Ekki eru nú allir í þessari hreyfingu hrifnir af því að vera bendlaðir við kommúnisma, sumir segja þetta eiga meira skylt við anarkisma. Ég segi að þetta sé hin nýja samvinnuhreyfing 21. aldar. En þessi hreyfing er í mótun og kannski ekki ennþá orðin til, það eru allir skynsamir menn að hugsa það sama en það á eftir að sameina kraftana í eitthvað samstillt átak til að breyta samfélaginu.
Hér er ný grein um Infokommúnisma hjá First Monday.
Info- communism?Ownership and Freedom in the digital economy
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 13:11 | Facebook
Athugasemdir
Greinin hjá First Monday er mjög góð, en ég kann samt betur við að tala um infoanarchy. Munurinn verandi fyrst og fremst það hvar valdið yfir gögnunum liggur. Í kommúnuskilningnum liggur hann hjá "öllum", en í anarkistaskilningnum liggur hann hjá "engum", svo að maður einfaldi málið allsvakalega.
Ég lofaði að senda þér nokkra linka, get alveg eins gert það hér:
- Fyrst, um infoanarchy á Wikipedia.
- Fjallað um Oekonux á Wikipedia.
- Vefur Oekonux, sem verður í Manchester í Mars 2009.
- Vefur FSCONS, sem verður í Göteborg í Október.
- Greinin mín, "Digital Fabrication as a Catalyst for Freedom".
- Global Swadeshi Network - hópur fólks sem vill tryggja staðvært frelsi og efnahagslegan stöðugleika með hönnunarsamvinnu á heimsvísu.
- Greinin mín, "Uppræting skorts með forritun efnisheimsins".
- Verkefnið sem ég stýri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands.
Svo þurfum við að fara að koma okkur upp þessu bókasafni eins og við ræddum um. Takk fyrir góðan fund og góða umfjöllun.Smári McCarthy (IP-tala skráð) 10.5.2008 kl. 19:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.