Fimm netfundadagur

breeze1Þetta er sex fundadagur. Það sem af er þessum degi hef ég farið á fjóra netfundi og einn venjulegan gamaldags fund í fundarherberginu í Bolholti. Þar minntumst við þess að það eru 10 ár síðan fyrsta kennslukerfið var tekið í notkun í KHÍ. Það var kerfi sem hét Web Course in a Box, ég prófaði það á námskeiðum 1998. Núna einkennist fjarnámið hér við skólann af því að hér er notað Web CT kennslukerfið. Ekki hefði mig grunað hvað miklar breytingar hafa orðið á bara einum áratug.  fyrir utan alla þessa netfundi í dag þá hef ég líka tekið þátt í  umræðum og sent tilkynningar til nemenda inn í WebCT í dag.  

Eftir korter fer ég svo á síðasta netfund dagsins.

Fyrst fór ég á fund í kerfinu operator11.com með nemendum sem voru að koma úr vettvangsnámi, þau sögðu frá hvernig þeim gekk á vettvangi og hvað þau sáu þar. Svo fór ég á fund með fólki sem er að undirbúa Nordplus umsókn, sá fundur fór fram í kerfinu Breeze frá Adobe fyrirtækinu. Svo fór ég á útsendingu þar sem nemendur á öðru námskeiði voru með netkennslustund í ustream.tv. Það voru 12 sem fylgdust með útsendingunni. Það gekk mjög vel.

mebeamSvo kíkti ég aðeins inn á spjall þar sem nemendur hittust eftir netútsendinguna á mebeam.com sem er svona vídeóspjall þar sem allir geta verið í mynd á sama tíma.  Svo byrjar núna rétt bráðum seinasti fundur dagsins í operator11.com

Núna eru allir nemendur mínir með vefmyndavél og hljóðnema en svona netfundir eru samt frekar nýir af nálinni og oft klikkar tæknidótið eða virkar svo illa að það er ekki hægt að notast við það.

Á morgun fer ég til Kaupmannahafnar á NERA ráðstefnuna.

 Skjámyndir úr breeze og mebeam.

 

Svona upp á Nostalgíuna þá lími ég hérna inn bréf sem ég sendi fyrir akkúrat 10 árum (5. mars 1998) til samstarfsmanna eftir að Sólveig Jakobsdóttir hafði bent á mjög sniðugt kennslukerfi á vefnum. Það fjallar um kennslukerfi sem er að ég held það fyrsta sem prófað var í íslenskum skólum. Ég man að nemendum fannst mjög sérstakt að það væri hægt að taka próf á vefnum. Ég prófaði þetta kerfi fyrst á námskeiði í mars 1998. Núna eru mörg kennslukerfi í notkun á Íslandi t.d. Web CT og Blackboard, Moodle, Its Learning, Ugla og mörg fleiri. Þetta er einkenni á því tímabili sem er í hámarki núna í netvæðingu skólakerfisins.

En sem sagt fyrir 10 árum var þetta ákaflega nýstárlegt. Hér er bréfið:

From: Salvor Gissurardottir [mailto:salvor@khi.is]
Sent: 5. mars 1998 14:54
To: fjarkenn2@ismennt.is
Cc: Salvor Gissurardottir
Subject: Námsumhverfi á vef - Web Course in a Box

 

Sólveig sendi okkur í dag slóðina http://www.madduck.com/ og bað um

umræður um þetta verkfæri.  Ég bregst hér með við:

 

Ég skoðaði WCB (svo er kerfið skammstafað) bæði sem nemandi og kennari.

Mér leist vel á suma hluti, sérstaklega virtist kerfið vera einfalt og

aðgengilegt.  Þetta er svona námsumhverfi til að halda utan um námskeið,

þ.e. birta á vefsíðum, lexíur (kennslubréf), umræður, krossapróf,

námskeiðsáætlanir og fleira.  Hægt var að tengja þetta öðrum vefsíðum og

svo setja myndir á vefsíður sem gerðar eru í þessu kerfi.  Afar einfalt

er að gera vefsíður.  Það er bara að hafa ritvinnslukerfið sitt opið og

skjal þar sem flytja á vefsíðu og líma það svo inn í WCB.  Svo er hægt að

kalla á mynd.  Ég prófaði að búa til smánámskeið (sjá vefslóð:

http://www.madduck.com/wcb/schools/TST/sdd/instruct/490/index.html það

verður að gefa upp notendanafn og lykilorðið instruct ) og það gekk bara

vel þó ég kynni ekkert á kerfið, ég setti inn námáætlun, tímaplan, helstu

slóðir og tvö kennslubréf og bjó svo til umræðulista fyrir námskeiðs

(vefumræður)  þetta tók skamma stund.

Fyrirsagnirnar koma á ensku, veit ekki hvort hægt er að breyta því.

 

Þetta kerfi byggir á hefðbundum "metaphor" þ.e. líkir eftir námskeiði í

venjulegum bandarískum háskóla.

 

Mér finnst þetta einfalt kerfi og auðlæranlegt, umhverfið var fallegt,

stílhreint og aðlaðandi.  Ég varð við þessa litlu prófun hjá mér ekki vör

við neina stóra ókosti. Veit ekki hvernig það virkar fyrir stóra

nemendahópa t.d. heila árganga í staðbundnu námi í KHÍ

 

Einn afar stór kostur er við þetta kerfi

**** Það er ókeypis *****

Þetta þýðir að það er sáralítið áhætta að prófa það, ef það gengur vel þá

geta aðrir skólar notað það og kostnaður stendur ekki í vegi fyrir notkun.

 

Ég held það væri mikill fengur að nota svona kerfi, ekki síst vegna þess

að það er þörf á einhverri staðlaðri uppsetningu á vefsíðum.

 

ÉG býð mig fram í að prófa þetta kerfi í raunverulegum tímum, þetta

passar afar vel í námsþætt sem ég er með á næstunni sem heitir

Námsumhverfi á veraldarvefnum.

 

Til þess þarf að setja  kerfið upp á "server" hér í KHÍ.

Það get ég ekki gert, það er verksvið kerfisþjónustu.

 

Ég ætla því að biðja um að kerfið verði sett upp.

Gaman væri að vita hvort einhverjir aðrir vildu setja upp námskeið eða

litla námskeiðsþætti í þessu kerfi.

 

kær kveðja,

Salvör

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Ég hef verið að halda fundi á skype með samstarfsfólki hér heima, í Skotlandi, Færeyjum, Noregi og Grænlandi samtímis. Það gekk hörmulega fyrst en hefur gengið betur undanfarið. En þessi kerfi sem þú ert að benda á virka betur eftir því sem mér sýnist er hægt að sækja þau í niðurhali án þess að borga offjár fyrir þau?

Anna Karlsdóttir, 5.3.2008 kl. 18:05

2 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Breeze frá Adobe er rándýrt en það er nú eitt besta kerfið. Öll hin eru ókeypis eins og er. Það er líka til kerfi sem heitir dimdim sem er opinn hugbúnaður. Þessi ókeypis kerfi sem við erum að nota er sum dáldið brothætt og t.d. virkar ekki allt í operator11 í augnablikinu og ég veit ekki hvort að nýir notendur geta sett upp fundi þar.

Annað vídeóspjallkerfi sem opnað var  í vikunni er http://www.orgoo.com/chat/index.php

orgoo eða mebeam virka þannig að ekkert þarf að hlaða neinu niður. Skype þarf að hlaða niður og hefur aðeins brattari námskúrfu þó það sé einfalt. 

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 5.3.2008 kl. 18:31

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Aldeilis nóg að gera hjá þér, góða ferð til Köben.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.3.2008 kl. 22:37

4 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Já, þetta er ótrúlega skemmtileg tækni.

Steingerður Steinarsdóttir, 6.3.2008 kl. 09:52

5 Smámynd: Lára Stefánsdóttir

Þetta er mjög mikilvæg tækni og gerir okkur kleift að taka þátt í meira samstarfi hér heima og erlendis. Ég benti til dæmis á að ef ákveðin nefnd sem ég starfa í hefði keypt sér fjarfundabúnað þegar starfið hófst hefðu þau sparað töluvert vegna flugkostnaðar míns á fundina sem hefði fallið niður. Hinsvegar hefur staðan oft verið þannig að menn ákveða frekar að hafa okkur landsbyggðartútturnar ekki með til að spara í stað þess að nýta nútímatækni.

Lára Stefánsdóttir, 6.3.2008 kl. 11:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband