Kastljósviđtaliđ viđ vídeóbloggarann

Ég fékk mínar fimm mínútur af frćgđ í Kastljósinu fyrir viku síđan. Ţađ var ég kölluđ vídeóbloggari og sýnt vođa fyndiđ og viđvaningsleg vídeóskot af blogginu mínu, annađ ţar sem ég er ađ prófa viđtal viđ frćđimann frá Lithauen sem kom í heimsókn til okkar og hitt ţar sem ég er tapa mér í vídeóeffektunum og töfra fram eldglćringar og sjó á skrifstofu minni. Ég náttúrulega held kúlinu og segi ađ ţetta sé partur af vídeóbloggmennskunni ađ sjást ađ ég kann lítiđ á grćjurnar og hef litlar og aumingalegar grćjur,  svona eins konar vídeoblogg dogma.  Ţađ er nú reyndar ekki alveg sannleikur, mér finnst mjög gaman af ţví ađ hafa góđ verkfćri og gott hráefni til ađ vinna úr viđ svona vídeólistsköpun og býđ í ofvćni eftir ađ smágrćjurnar verđi betri. Stafrćnu myndavélarnar eru orđnar góđar en ennţá er langt í land ađ hljóđ og vídeó sé af viđunandi gćđum í svona youtube/ustream umhverfi.

hér er viđtaliđ, ég tók ţađ upp á ustream ţví ţađ hverfur í gleymskunnar dá af vef RÚV eftir 2 vikur.

 Ef ţetta spilast ekki ţá vistađi ég ţađ líka hérna: Kastljósviđtaliđ viđ mig (vistađ á Íslandi) 

Ég geymi ţetta upp á vídeóbloggsögu Íslands svo ađ ţegar Egill Helgason uppgötvar vídeóblogg ţá geti ég sýnt fram á ađ ţađ hafi veriđ til áđur. En eins og allir vita ţá gnćfir Egill yfir íslenskum fjölmiđlaheimi og lýsir íslenskum veruleika í bókmenntum og stjórnmálum ađ  ađ hlutirnir eru ekki til fyrr en hann hefur komiđ  auga á ţá eđa fariđ ađ experimenta sjálfur. Ţannig fann Egill upp bloggiđ á sínum tíma.

En ţađ er spennandi ađ ef til vill verđa allir eđa flestir komnir međ einhvers konar vídeóútsendingar og sína eigin rás á Internetinu eftir einn áratug.  Ţegar ég var lítil stelpa var vinsćlt skemmtiatriđi á skólaskemmtunum ađ leika leikţátt ţar sem útvarpsţáttum hafđi slengst saman og út kom mikill ruglingur. Ţetta fannst okkur alltaf jafnfyndiđ  og ţađ ţó ég sé alin upp í ţeim veruleika ađ ţađ var bara alltaf hlustađ á eina rás, ţađ hét ađ hlusta á útvarpiđ og ţađ var náttúrulega ţađ sem núna heitir Rás 1. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband