Kastljósviðtalið við vídeóbloggarann

Ég fékk mínar fimm mínútur af frægð í Kastljósinu fyrir viku síðan. Það var ég kölluð vídeóbloggari og sýnt voða fyndið og viðvaningsleg vídeóskot af blogginu mínu, annað þar sem ég er að prófa viðtal við fræðimann frá Lithauen sem kom í heimsókn til okkar og hitt þar sem ég er tapa mér í vídeóeffektunum og töfra fram eldglæringar og sjó á skrifstofu minni. Ég náttúrulega held kúlinu og segi að þetta sé partur af vídeóbloggmennskunni að sjást að ég kann lítið á græjurnar og hef litlar og aumingalegar græjur,  svona eins konar vídeoblogg dogma.  Það er nú reyndar ekki alveg sannleikur, mér finnst mjög gaman af því að hafa góð verkfæri og gott hráefni til að vinna úr við svona vídeólistsköpun og býð í ofvæni eftir að smágræjurnar verði betri. Stafrænu myndavélarnar eru orðnar góðar en ennþá er langt í land að hljóð og vídeó sé af viðunandi gæðum í svona youtube/ustream umhverfi.

hér er viðtalið, ég tók það upp á ustream því það hverfur í gleymskunnar dá af vef RÚV eftir 2 vikur.

 Ef þetta spilast ekki þá vistaði ég það líka hérna: Kastljósviðtalið við mig (vistað á Íslandi) 

Ég geymi þetta upp á vídeóbloggsögu Íslands svo að þegar Egill Helgason uppgötvar vídeóblogg þá geti ég sýnt fram á að það hafi verið til áður. En eins og allir vita þá gnæfir Egill yfir íslenskum fjölmiðlaheimi og lýsir íslenskum veruleika í bókmenntum og stjórnmálum að  að hlutirnir eru ekki til fyrr en hann hefur komið  auga á þá eða farið að experimenta sjálfur. Þannig fann Egill upp bloggið á sínum tíma.

En það er spennandi að ef til vill verða allir eða flestir komnir með einhvers konar vídeóútsendingar og sína eigin rás á Internetinu eftir einn áratug.  Þegar ég var lítil stelpa var vinsælt skemmtiatriði á skólaskemmtunum að leika leikþátt þar sem útvarpsþáttum hafði slengst saman og út kom mikill ruglingur. Þetta fannst okkur alltaf jafnfyndið  og það þó ég sé alin upp í þeim veruleika að það var bara alltaf hlustað á eina rás, það hét að hlusta á útvarpið og það var náttúrulega það sem núna heitir Rás 1. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband