Hvað ef Annþór bloggaði?

Baggalútur flytur okkur þessa skemmtilega frétt um aftöku Blogg-Böðvars:

baggalutur-bloggbodvar100ara

Blogg-Böðvar var náttúrulega einn af þjóðsagnahetjum okkar, furðulega gleymdur þangað til Baggalútur minnti okkur á tilveru hans. Sagnfræðingar hafa meira velt fyrir sér bloggi Jóns Sigurðssonar og svoleiðis opinberra hetja.

 

Annþór

 Handrukkarinn Annþór  Karlsson var í fréttum nýlega vegna þess að hann strauk úr varðhaldi og fór huldu höfði um tíma og bauð vinum sínum í 32 ára afmælisveisluna sína. Hann fann band og  hoppaði niður af annarri hæð og strauk. Hann er þrekvaxinn og með ljóst hár. Annþór er talinn hættulegur.

Þessi flótti er nú það manneskjulegasta sem ég hef séð um Annþór fyrir utan náttúrulega sunnudagsskólabrosið á myndum af honum, það er erfitt að trúa því að hann sé eins vondur eins og af er látið þegar maður horfið á þetta bros og pælir hvað honum er umfram um að gleðja vini sína með afmælisveislu. En hann var handtekinn á afmælinu sínu. Dáldið öðruvísi en á mínu afmæli þegar Kastljóskrúið mætti og tók viðtal við mig út af minni bloggtjáningu.

Svarthöfði líkti nýlega Annþóri við Grettir Ásbjörnsson fornkappa okkar og það var nokkuð góð lýsing. Sennilega hefði Grettir lítið getað fótað sig í nútímanum og helst haft ofan af sér við að hræða fólk og lemja og ræna og rupla.  Samfélag okkar er ekki sérlega hliðhollt berserkjum sem vilja feta beinu brautina en hafa litla færni í öðru en að beita valdi og lúskra á samborgurum.  Hann  hefur langan afbrotaferil sem hófst fyrir alvöru þegar hann var fimmtán ára. Hann lemur fólk og limlestir, flytur inn dóp og gerir mestanpartinn eitthvað sem ekki er löglegt. Ég held ekki að áframhaldandi dvöl á Litla Hrauni geri Annþór neitt betri. Dagblaðið í dag er með ágæta úttekt um fangelsismál og bendir á hve margir fangar hreinlega deyja í betrunarvistinni, það eru 47 fangar látnir  og þeir koma svo sannarlega ekkert betri út aftur.  Það er fróðlegt að bera saman Litla Hraun og Breiðavík varðandi árangur af dvölinni.

Ég velti fyrir mér hvort ein leið til að bæta fangelsin, sérstaklega bæta möguleika fanga til að koma út betri menn sé ekki að þeir fái að tjá sig. Ég held að blogg sé ein leið til þess. Við reyndar sjáum að akkúrat núna þá eru margir af mest lesnu bloggurum landsins einmitt að skrifa lífsögu mikilla hörmunga, glímu við sjúkdóma og nokkur blogg sem ég les eru frásagnir mæðra sakamanna og fíkla eins og Annþórs.  Ég held að þessi blogg hjálpi fólki að takast á við erfiðar aðstæður. 

Ég held að það myndi hjálpa Annþóri og öðrum sakamönnum í haldi að blogga. Það myndi líka segja okkur hinum frá hvernig líðan og aðbúnaður er á þessum stöðum þar sem svo margir deyja. Ég hugsa að Annþór myndi blogga á litríkari hátt en Össur Skarphéðinsson en ég held að stórkarlalegar lýsingar á bloggi séu minna meiðandi en ef handrukkari mætti heim til þín. 

 


mbl.is Holskefla lögsókna vegna bloggmmæla?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Auðun Gíslason

Þú ert ekki hrædd við málsókn?  Nú á að skerða tjáningarfrelsið.  Byrjað með nýjum lögum um þingsköp (málfrelsið skert).  Málsóknir gegn bloggurum (þori ekki að nota "málsóknir vælukjóa", nema í sviga og innan gæsalappa).  Svo á  að skerða jafnan rétt til framhaldsskólanáms.  Skerðing á mannréttindum.  Hvað er í gangi?  "Eniga, meniga.  Allir eru að tala um peninga."  Nú á allt að snúast um peninga.  Málfrelsið, rétturinn til náms, aðgangurinn að heilbrigðiskerfinu.  Ef þú átt ekki peninga, þá geturðu gleymt þessum réttindum.  Er það framtíðin?

Auðun Gíslason, 29.2.2008 kl. 16:28

2 Smámynd: Auðun Gíslason

Önnur leið til að bæta árangur "betrunarvistarinnar" gæti líka verið að "leyfa" mönnum að strjúka annað slagið.  Það væri að sjálfsögðu tengt bloggskrifum þeirra.  Í báðum tilvikum gætu þeir "komið útúr skápnum" með sinn innri mann!

Auðun Gíslason, 29.2.2008 kl. 16:34

3 Smámynd: Gísli Ásgeirsson

Í þessu samhengi má rifja upp þegar Bryggjutröllin blogguðu fyrir nokkrum árum og þótti það ekki vel séð. Ég er auðvitað fylgjandi því að sem flestir setji hugsanir sínar á blað ef þeim er fróun í því, en framboðið af vandamálabloggum gæti orðið svo mikið að lesendur og samúð kynni að skorta.  Sjúkdómsblogg er háð undirtektum og meðvirkni lesenda, er yfirlett gersamlega gagnrýnilaust hvað viðkomandi sjúkling varðar. Í tilfelli fanga myndi ég auka sálfræðiþjónustu og stuðning eftir megni.

 P.S. Ásmundur var faðir Grettis.

Gísli Ásgeirsson, 29.2.2008 kl. 19:21

4 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Gísli:  Blogg Bryggjutröllanna var mjög sjarmerandi, þetta voru ungir strákar á Kvíabryggju sem voru að reyna að halda kúlinu. Þeir voru frekar rustalegir í sinni tjáningu, töluðu mest um hormónatengd málefni. En ég held að það hafi hjálpað þeim að hafa tengingu við samfélagið að blogga. Því miður var sú tjáning stöðvuð á sínum tíma.

Ég held að það sé ágætt að sakamenn bloggi. Þeir blogga náttúrulega eins og þeir eru sem karakterar og mér fannst bryggjutröllin vera nákvæmlega eins og nafnin svona beljakar með litlan heila en mér fannst þeir hafa vissan sjarma og vera manneskjulegri en þessi mynd sem snýr að okkur í fjölmiðlum. Þetta voru strákar sem voru í erfiðum aðstæðum en þeir voru að reyna að bera sig mannalega. 

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 29.2.2008 kl. 19:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband