15.11.2007 | 20:43
Raddþræðir
Ég er að prófa nýja græju hjá voicethread.com þar getur maður skráð sig inn (það er ókeypis) og byrjað að taka sjálfa sig upp. Það er líka hægt að hlaða inn myndum og ég hlóð inn tveimur myndum til að prófa það. Það á líka að vera hægt að hlaða inn vídeó en það virkaði nú ekki hjá mér.
Þessi græja er hugsun til nota með nemendur og fyrir kennara að ég held. Krakkarnir geta tekið upp sögurnar sínar. Þetta virðist mjög aðgengilegt og gæti ekki verið einfaldara.
Það virkaði þrælvel að líma þetta inn á blogg strax í fyrstu atrennu. Það fer sjálfkrafa á næstu mynd þegar þetta spilast. Þetta kom hins vegar risastórt á bloggið, best að prófa að setja þetta inn í minni útgáfu, best að velja "Put a small version on your site or blog":
Vonandi kemur þessi seinni í skaplegri stærð. Ég hugsa að sjálfgefna stærðin sé svona stór af því þetta er kerfi sem litlir krakkar geta unnið og þau eru að segja sögur.
Þetta voicethread.com er dæmigert fyrir þau verkfæri eða netþjónustur sem nú spretta upp. Ef maður er með ókeypis skráningu þá má maður mest geyma 75 mb og þrjá raddþræði og mest 30 mínútur af vídeó.
Ég rakst á þessa sniðugu græju þannig að á netnámskeiði sem ég er í Kanada þá voru þátttakendur beðnir að kynna sig þegar þeir byrjuðu námskeiðið með að taka upp eitthvað sem þeir sögðu og setja inn mynd.
Hérna fann ég svo dæmi um voicethread hjá notanda sem setti inn söguna sem litla stelpan hans talaði inn á. Mér sýnist hægt að nota þetta með ungum börnum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:54 | Facebook
Athugasemdir
Þetta væri ég til í að prófa
Rósa Harðardóttir, 15.11.2007 kl. 20:47
Skráðu þig bara snöggvast og prófaðu. Eina sem þú þarft er míkrófónn sem virkar. Þetta var afar einfalt.
Salvör Kristjana Gissurardóttir, 15.11.2007 kl. 20:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.