Sjokk kapítalismi

Það er margt sniðugt í skrifum Miltons Friedmans t.d. kenningum hans um verðbólgu og hugmyndir hans um skólanám sem  er svipuð hugmynd og frístundakortin sem núna eru hjá Reykjavíkurborg þ.e. að þeir sem njóti menntunarinnar ráðstafi sjálfir styrk eða niðurgreiðslu. En taumlaus frjálshyggja er  trúarbrögð hinna ríku eða þeirra sem halda að þeir séu í forréttindastöðu eða líklegir til að komast í forréttindastöðu í lífinu, trúarbrögð til að réttlæta að fátækt og umkomulaust fólk sé svipt mannréttindum og aðgangi að gæðum þessa heims.

Það er nýkomin út áhugaverð bók um sjokk kapítalisma. Þetta virðist áhrifamikil bók ef marka má þetta myndskeið um bókina:

 

 Sjá viðtal og upplýsingar um höfundinn Naomi Klein

The Shock Doctrine: Naomi Klein on the Rise of Disaster Capitalism

 

http://www.naomiklein.org/main


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Var einmitt að hlusta á viðtal við hana á democracy.now - ég gerði einu sinni stuttan þátt um hana í útvarpið og "No logo" þetta er flott kona.

María Kristjánsdóttir, 18.9.2007 kl. 19:42

2 Smámynd: Sigurður Karl Lúðvíksson

Þvílíkur og annar eins misskilningur á frjálshyggju Salvör, þetta er skelfilegt að heyra. Og að líkja þessu við trúarbrögð er ennþá skelfilegra. Höfum það á hreinu hver almennur skilningur á trúarbrögðum er, en það er að taka sem heilagan sannleik, ósönnuðum eða jafnvel algjörlega ósannanlegum fullyrðingum eða staðhæfingum. Frjálshyggja er ekkert slíkt, heldur er frjálshyggja hrein og bein hagnýting á þeirri þekkingu sem vísindamenn hafa aflað í hagfræði, og er því eins óskylt trúarbrögðum og hver önnur vísindagrein. Hlutverk hagfræðinnar er að deila út, á sem allra hagkvæmasta hátt fyrir sem flesta, takmörkuðum auðlindum jarðarinnar. Niðurstaða hagfræðinnar er einfaldlega í stórum dráttum, frjálshyggja, þú ættir að kynna þér það áður en þú blammerar svona fullyrðingum, þó þú þurfir ekki endilega að vera sammála því sem hagfræðin segir.

Ég skora á þig að finna eina klausu þar sem frjálshyggjan leggur til að fólk, ríkt eða fátækt, umkomulaust eða annað, sé svipt frelsi, nákvæmlega ekkert er fjarri sannleikanum um frjálshyggju. Nú verður þú líka að passa þig á að falla ekki í þá gryfju að ætla að frjálshyggja sé einungis kapítalismi, svo er alls ekki. Frjálshyggja er kapítalismi, þ.e frjálst markaðshagkerfi, ásamt algjöru frjálslyndi, frelsi allra til að lifa lífi sínu án þvingana og afskiptum annarra, en leggur til að hart sé tekið að þeim sem hefta frelsi annarra eða beitir þá ofbeldi. Það sem Naomi Klein er að tala um er ekki frjálshyggja, heldur stjórnlyndur (þ.e fasískur) kapítalismi og hagsmunagæsla ríka fólksins í gegnum alræðisvald stjórnvalda. Það er alls ekki í anda frjálshyggjunnar, enda er einn hornsteinn hennar að ríkið á ekki að hafa völd til þess að geta hampað ákveðnu fólki og brýtur gegn heilagasta (fann ekki betra orð, hehe) lögmáli frjálshyggjunnar, að þú megir gera það sem þú vilt á meðan þú skerðir ekki frelsi annarra, né beitir þá ofbeldi.

Það má vera að við höfum sitthvoran skilninginn á orðinu frjálshyggja, en mér finnst eins og þú sért að rugla þessu saman við einhverskonar auðhyggju og íhaldsstefnu, þ.e að frjálshyggjan sé að slá skjaldborg með kúgunum umhverfis ríkt fólk, þetta er alls ekki rétt og það hryggir mig mjög að sjá þennan ofboðslega útbreidda misskilning. Ég vil hvetja þig eindregið til þess að lesa t.d stefnuskrá frjálshyggjufélagsins með opnum hug, ég et ekki með neinu móti útskýrt hana hér í fáum orðum. Ég er alveg eins viss um að þú sért ósammála ýmsu þar, en því sem þú lýsir er ekki frjálshyggja, heldur ríkisvædd einkahagsmunahyggja, allaveganna eins og ég upplifi hana

Kær kveðja

Sigurður Karl Lúðvíksson, 18.9.2007 kl. 22:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband