8 strákar og 5 stelpur

Fyrir hvað er borgin Lianyungang í Kína  fræg í dag... eða öllu heldur illræmdust allra borga í heiminum?

Þetta virðist nútímaleg borg sem ætlar sér að verða vinsæll alþjóðleg baðstrandarborg sem trekkir að túrista og fjármagn eins og segir í þessum texta:

Lianyungang is one of the first 14 coastal cities opening to the outside world, a perfect city for investment environment, one of ten port cities in China, a communication hub, an excellent tourist city in China and one of three trade centers in Jiangsu Province. Lianyungang has predominant location and enormous development potential, aiming to become an international seashore city, modern harbor city and a famous tourist city with mountains and sea gathering around.

En myrku hliðarnar á borginni eru ekki þessar háleitu fyrirætlanir heldur er það tölfræðin.  Það er eitthvað í meira lagi skrýtið þarna, hvergi nokkurs staðar er kynjahlutfallið ömurlega. Af börnum undir fjögurra ára aldri þá eru 163.5 strákar og 100 stelpur. 

Sjá nánar greinina China to act on gender inbalance og greinina China warned on gender imbalance

Þetta er sterk vísbending um að  meyfóstum sé eytt í milljóna tali og stúlkubörn séu myrt. Þetta er dæmi um hryllilega útrýmingarherferð á fólki á grundvelli kynferðis. Það er furðulegt hve litla eftirtekt þetta vekur í fréttum og umfjöllun hérlendis að víða um heim er konum og meybörnum mismunað mikið og svo hrottalega eingöngu vegna kynferðis og þær pyntingar og þau dráp byrja í móðurkviði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Stella Gissurardóttir

Þetta eru hræðilegar tölur - maður getur vart þakkað nógsamlega að vera fæddur hérna megin á hnettinum, stoltur af sínum stelpnahópi. Það þarf að skera upp herör gegn þessum morðum.

Guðrún Stella Gissurardóttir, 26.8.2007 kl. 15:29

2 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Áhugavert að heyra hvernig þetta er í Nicaragua. Það er víða þar sem litið er á meybörn eins og aukaafurð og konur eins og vinnudýr og framleiðslutæki og  leg utan um fóstur sveinbarna.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 28.8.2007 kl. 06:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband