17.8.2007 | 11:09
Framsókn fundin
Staksteinar Morgunblaðsins hafa eins og aðrir landsmenn haft þungar áhyggjur af því að við Framsóknarmenn höfum ekki haft okkur nógu mikið í frammi, sjá t.d. þennan pistil Hvar er Framsókn?
Þeir spyrja þar hvort að Framsóknarflokkurinn sé bara Björn Ingi Hrafnsson og benda réttilega á mikilvægi þess hér sé stjórnarandstaða. En það er að færast aftur líf í Framsóknarflokkinn eftir kosningarnar og nú um helgina verður landsþing framsóknarkvenna. Eygló Harðardóttir í Vestmannaeyjum sem einmitt er ein af moggabloggurum býður sig fram í formennsku. Vonandi nær hún kjöri, bæði er Eygló mikill kvenskörungur en svo finnst mér ekki síður mikilsvert að konur úr sjávarplássunum taki virkan þátt í stjórnmálalífinu á Íslandi og hafi áhrif. Það er ástæða til að hvetja allar konur sem vilja byggja upp öfluga stjórnarandstöðu og taka undir hugsjónir Framsóknarflokksins til að taka þátt í kvennahreyfingu Framsóknarflokksins.
Vefsíða landsambands framsóknarkvenna er http://www.lfk.is
Bjarni Harðarson Framsóknarþingmaður hefur lagt land undir fót í sumar og flakkað um heiminn í leit að Framsóknarmönnum. Hann er núna í Perú og þar er hann búinn að finna nokkra sem líta út eins og Framsóknarmenn bernsku hans, sjá bloggið hans I riki iturvaxinna Framsoknarmanna
Já. Fréttir af andláti Framsóknarflokksins eru stórlega ýktar.
Svo má fylgjast með skrifum margra framsóknarmanna á bloggi.
Þingmenn Framsóknar
- Agnes Ásta Woodhead
- Anna Kristinsdóttir
- Björn Ingi Hrafnsson
- Bryndís Gunnlaugs
- Eggert Sólberg Jónsson
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Eysteinn Jónsson
- Fanný Guðbjörg Jónsdóttir
- Gestur Guðjónsson
- Gunnar Bragi Sveinsson
- Gunnlaugur Stefánsson
- Helga Sigrún Harðardóttir
- Herdís Sæmundardóttir
- Hlini Melsteð Jóngeirsson
- Jakob Hrafnsson
- Kjartan Már Kjartansson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Margrét Katrín Erlingsdóttir
- Marsibil Sæmundardóttir
- Pétur Gunnarsson
- Ragnar Bjarnason
- Salvör Gissurardóttir
- Stefán Bogi Sveinsson
- Sveinbjörn Eyjólfsson
- Sveinn Hjörtur Guðfinnsson
- Sæunn Stefánsdóttir
- Valdimar Sigurjónsson
Býður sig fram til formennsku í Landssambandi framsóknarkvenna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:46 | Facebook
Athugasemdir
Framsóknarflokkurinn er algjör tímaskekkja og ætti að leggja niður, sá flokkur hefur gert minna gang en ógagn gegnum tíðina, þannig er nú það bara.
Skarfurinn, 17.8.2007 kl. 14:01
Ususs-suss-suss, þessi listi yfir framsókanrbloggara virkar á mig eins og skrá yfir íbúa í kirkjugarði.
Jóhannes Ragnarsson, 17.8.2007 kl. 14:49
Framsóknarflokkurinn er ekki dauður, en ef honum tekst ekki að móta sér skýra stefnu, ekki síst í sjávarútvegsmálum, þá er ekki að búast við því að hann nái sinni fyrri stærð.Eygló Harðardóttir hefur talað fyrir þjóðnýtingu á fiskveiðiauðlindinni, hún hafði sömu stefnu og Kristinn H. Gunnarsson, meðan hann var í framsóknarflokknum.Ríkisvæðing atvinnuvega er allsstaðar á undanhaldi, sjávarútvegs sem annars, og myndi leggja landsbyggðina í rúst,fyrst Vestmannaeyjar.Ég hef ekki orðið var við mikinn stuðning við stefnu Eyglóar Harðardóttur í samtölum mínum við Vestmannaeyinga,eða fólk almennt í sjávarplássunum í suðurkjördæmi.
Sigurgeir Jónsson, 19.8.2007 kl. 10:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.