Samskiptatækni nýrra tíma

Samskiptatækni er ekki orð sem við notum um þegar líkamar fólks snertast eða einn snertir yfirborð sem annar hefur komið við eða þegar fjöldi fólks er þétt saman í almenningslestum eða vinnustöðum eða félagslífi. En það bendir allt til þess að við þurfum að koma okkur upp tækni og vinnubrögðum til að lifa og starfa í veröld þar sem smitefni getur dreifst á milli fólks og valdið alvarlegum veikindum. Það mun ekki ganga að stöðva þjóðfélög eins og nú er gert, það þýðir  heimskreppu sem aldrei linnir. Ef ekki finnst bóluefni eða læknislyf þá verðum við að leggja af marga siði og taka upp nýja samskiptatækni. Hér er skopmynd af þeim möguleikum sem við höfum til að heilsast í staðinn fyrir handaband og faðmlög.
Gary Warvel Handshake Alternatives

En við þurfum að breyta vinnubrögðum okkar í fleiru en að forðast faðmlög og handabönd. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband