Viđspyrna fyrir Ísland

Ég hlustađi á blađamannafund ríkisstjórnarinnar áđan og fyrstu viđbrögđ eru ađ mér finnst allar ađgerđir sem eru fyrirhugađar skynsamlegar og uppbyggjandi. Sérstaklega var gott ađ heyra ađ stjórnvöld átta sig vel á ţví ađ efnahagsleg áhrifa Covid-19 eru gríđarleg og margt gerist í umheiminum sem íslensk stjórnvöld hafa ekki neina stjórn á en mun  hafa gríđarleg áhrif á almenning á Ísland og lífskjör hérna. 

Séreignarsparnađur er hamfarasparnađur

Ég rifja upp tímann í kringum Hruniđ 2008 og hvađa áhrif ađgerđir stjórnvalda höfđu á breytni mína og fjármál. Ég tók ţá út yfir langt tímabil séreignarsparnađ minn  eins og leyft var í ađgerđum ţá og viđ vorum ţá međ hús í byggingu og urđum mjög skelft eins og allir húsbyggendur. Ég vildi ađ viđ lokuđum bara húsinu á byggingarstigi, ţađ var eins og ađ kasta peningum í sjóinn ađ halda áfram húsbyggingu sem sífellt lćkkađi í verđi. Ađgerđir stjórnvalda ţá eins og "Allir vinna" og breyting á endurgreiđslu virđisaukaskatts  voru ţá eitt af ţví sem varđ til ţess  ađ viđ héldum áfram međ húsbygginguna.

Ţađ hefur reynst skynsamlegt ađ hvetja allt vinnandi fólk til ađ leggja hluta af tekjum sínum í séreignarsparnađ. Ţađ kemur sér vel ţegar ábjátar.

Ef til vill er réttara ađ kalla séreignarsparnađ hamfarasparnađ.

Ađ gefa öllum peninga

Ég er sérlega hrifin af ađgerđum sem eru fyrir alla  og eru ekki tengjutengdar t.d. eins og barnabótaauki (eđa var hann tekjutengdur?) og ađ senda öllum stafrćnt peningjagjöf til ađ ferđast um Ísland. Ţetta eru ađ vísu litlar ađgerđir en ég vona ađ ţađ verđi eitthvađ slíkt gert aftur og í stćrra mćli. Í algjöru sjokkástandi ţegar atvinnulíf hefur lamast eins og var hér í kringum Hruniđ ţá komu upp hugmyndir međal hagfrćđinga ađ senda öllum ákveđna peningaupphćđ. Sigmundur Davíđ formađur Miđflokksins talađi fyrir ţeirri hugmynd hérna og útskýrđi nokkuđ vel og ţađ er einmitt ţetta sem ríkisstjórn Donald Trump ćtlar ađ gera í Bandaríkjunum og ég hugsa ađ fleiri ríkisstjórnir reyni ađ gera  ef ţćr hafa bolmagn til.

Fólk gapir oft af undrun og yglir sig í fordćmingu ţegar stungiđ er upp á ađgerđum eins og ađ senda öllum peninga án ţess ađ fólk setji einhverja vinnu, vöru eđa ţjónustu á móti eđa án ţess ađ sýna fram á ađ ţađ líđi skort. En ţađ ađ dćla peningum út í samfélag er hagstjórnarađgerđ á krepputímum, ráđ til ađ koma lömuđu kerfi af stađ. Og ţađ er bara skynsamlegra ađ setja ţađ beint til fólks. Ţađ er kallađ eftir slíkum ađgerđum víđa. Hér er ritstjórnargrein í New York times 18. mars 2020 sem kallar eftir ađ senda strax $2000 tékka til allra Bandaríkjamanna og hér er vídeó frá CNN um fyrirhugađar tékkasendingar.

Ţađ eru gríđarlega háar upphćđir lagđar núna í ađgerđir, svo miklar af tekjum ríkisstjóđs ađ ţađ er alveg ljóst ađ ţetta verđur ekki hćgt til langframa. En hamfaraástand er ekki langframi. Og ríkisstjórnir sem eru í löndum sem hafa sjálfstćđan gjaldmiđil búa yfir vopnum sem hjálpa núna.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guđmundur Ásgeirsson

Einu ríkisstjórnirnar sem skortir "bolmagn" til ađ prenta peninga eru ţćr sem hafa afsalađ sér ţeim hluta fullveldis ríkja sinna.

Guđmundur Ásgeirsson, 21.3.2020 kl. 15:14

2 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Ţađ er vissulega betra á hamfaratímum fyrir ríkisstjórnir ađ hafa eigin gjaldmiđil. Eđa búa til einhvers konar ígildi gjaldmiđla (t.d.skömmtunarseđla). En ţađ er ekki víst ađ ţađ virki til lengri tíma litiđ eđa sé heppilegt.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 21.3.2020 kl. 16:07

3 Smámynd: Guđmundur Ásgeirsson

Ţađ er ekkert bara betra á hamfaratímum ađ hafa eigin gjaldmiđil heldur er ţađ alltaf betra og heppilegra til lengri tíma litiđ. Ríki sem hefur afsalađ sér peningalegu fullveldi sínu er nefninlega ekkert ađ fara ađ endurheimta ţađ á neinum hamfaratímum.

Guđmundur Ásgeirsson, 21.3.2020 kl. 16:12

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband