Hverjir eru færir um að vera í sjálfstæðri búsetu? Þeir sem fylla ísskápinn?

Það hefur verið umræða í fjölmiðlum síðustu daga um aldraða sem hafa farið inn á spítala, komið út, eru ennþá veikir og farlama og staulast um heima hjá sér af litlum mætti og eiga erfitt með að fá næringarmikinn og góðan mat. Þetta er í kjölfar rannsóknar sem byggir á fólki sem allt er háaldrað og hefur flest lent á spítala vegna byltu eða falls og er svo lasið að ekkert þeirra getur farið út í búð. Þetta er hópur sem verður að reiða sig á aðstoð annarra og það er fróðlegt að sjá hvernig hún er veitt af nærþjónustunni og líka hvernig umfjöllun fjölmiðla er um þennan átakanlega heilsufarsvanda. Í stað þess að ráðast að rótum vandans, að því að skoða hvað veldur því að veikt fólk fær ekki aðstoð sem það þarf þá hefur núna í nokkrum fjölmiðlaviðtölum verið sagt oftast en einu sinni að þetta sé fólk sem sé ekki fært um að búa í sjálfstæðri búsetu, það þurfi að reisa fleiri hjúkrunarheimili til að  skella fólki þar inn.

Hér er úrklippa úr fyrsta viðtalinu sem sýnir tóninn og skilningsleysi og fjölmiðlaumfjöllun þar sem fréttamaður virðist vera fyrirfram sannfærður um að lausnin sé að roskið fólk hætti að búa heima hjá sér. 

 

Það er athyglisvert að fólk sem ekki hefur tök á að fara út í búð virðist ekki fá aðstoð og eina aðstoðin sem fólki býðst virðist vera þrif einu sinni eða tvisvar í mánuði. Hvort er hagkvæmara og eykur lífsgæði eldri borgara meira að byggja fleiri hjúkrunarheimili eða að veita meiri aðstoð á heimilum?

Hér er viðtal við formann landsambands eldri borgara þar sem þetta er sagt:

""Fólk sem ræður ekki við að fylla á ísskápinn sinn og ná sér í mat á ekki að búa eitt heldur flytja á hjúkrunarheimili"

Það er skrýtið að slíkt orðalag sé haft er eftir formanni landssambands eldri borgara.

fylla-isskapinn

Ég bara trúi því ekki upp á formann landssambands eldri borgara að hún hafi sagt að fólk sem ekki fyllir ísskápinn sinn eigi ekki rétt á að vera sjálfs síns, búa í sjálfstæðri búsetu. Í þessari frétt á RÚV kemur fram ákaflega einkennilegt viðhorf til aldraðs fólks sem ekki borðar nógu mikinn og næringarríkan mat. Eftir formanni eldri borgara eru höfð þessi orð "Fólk sem ræður ekki við að fylla á ísskápinn sinn og ná sér í mat á ekki að búa eitt heldur flytja á hjúkrunarheimili, að sögn formanns Félags eldri borgara."

Þetta er alveg fáránlegt. Ef það eru næringarvandamál hjá eldra fólki sem er nýkomið af spítala eftir að hafa verið flest lagt þar inn vegna byltu og falls, næringarvandamál sem stafa af því að fólk á erfitt með að ganga um, veigrar sér við að fara á klósett og fram í eldhús og glímir við ýmsa öldrunarsjúkdóma.

Lausnin er ALLS; ALLS EKKI að sparka í gamalt fólk og segja að það eigi ekki rétt á að vera sjálfs sín og nú þurfi að byggja fleiri hjúkrunarheimili til að pakka fólki þar saman. Vandamálið er ekki að fólk sé farlama og eigi erfitt með hreyfingar og aðdrætti. Vandamálið er samfélag og félagskerfi og hjálparkerfi við fólk sem býr heima hjá sér. Lausnin er ekki fleiri hjúkrunarheimili sem eru rándýr í rekstri og taka sjálfsákvörðunarrétt frá þeim sem þar dvelja. Það er engin þörf á fleiri stofnunum. Það er þörf á meiri aðstoð á þeim vettvangi sem aldraðir kjósa sem ég hugsa að sé oftast á heimilum.

Þeir aldraðir sem vilja ættu að eiga kost á því að fá inn á hjúkrunarheimili en ég held að flestir þó þeir verði lasnir og eigi erfitt með hreyfingar kjósi að búa sem lengst á heimilum sínum. Það er mikilvægt að greina hvað það er sem veldur því að fólk getur það ekki lengur og líka hvað þarf til að fólk geti það. Af hverju leyfir fólk sér að tala um aldrað fólk eins og böggla sem eigi að vista á stofnunum?

 

Sjá viðtölin hér:
http://www.ruv.is/spila/ruv/kastljos/20180314-0
http://www.ruv.is/frett/eldra-folk-byr-eitt-en-raedur-ekki-vid-thad

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála og hverju orði sannara. Ég segi eins og móðir mín sáluga sagði alltaf, að manni líður best heima hjá sér, ekki síst þegar maður er lasinn. Foreldrar mínir vildu aldrei fara á elliheimili, og móðuramma mín, sem var hjá okkur á heimilinu, þegar ég var unglingur, var þar til dauðadags. Móðir mín sagði alltaf, að í sinni fjölskyldu hefði tíðkast, að fólk væri í skjóli sinna til dauðadags, og gat ekki hugsað sér að láta móður sína á stofnun. Henni myndi líða best hjá okkur, þangað til hún fengi að fara. Þess vegna talaði móðir mín alltaf um, að hún vildi helst deyja heima, en því miður gat ekki af því orðið. Ég var einkabarn foreldra minna, og hélt heimili með þeim, og sé ekki eftir þeim tíma, þó að stundum hafi það verið erfitt, enda ég þá í háskólanámi. Faðir minn veiktist svo um kvöld og var fluttur á Landsspítalann til rannsóknar, en dó fljótlega eftir komuna á spítalann. Móðir mín dó úr krabbameini einu og hálfu ári eftir á Landakotsspítala, sem þá var sjúkrahús, og lá þar ekki lengi, uns hún dó. Nú er ég ein á heimili og er hátt á sjötugsaldri, heilsan sæmileg, en allra helst vildi ég geta verið heima, eins lengi og hægt er og fá þá þjónustu, sem ég get fengið þar. Það verður svo að koma í ljós, hvernig síðustu ár mín verða í þessum heimi, en mín skoðun er sú, að á meðan fólk mögulega getur og er með sæmilega fótavist, þá á það að vera heima hjá sér, og best væri, að sem flestir gætu verið í þjónustuíbúðum og þurfa ekki að fara á spítala, fyrr en allt um þrýtur og það nánast að dauða komið. Annað finnst mér óverjandi.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 16.3.2018 kl. 12:05

2 identicon

Sæl Salvör. Takk fyrir pistilinn. Það er algerlega fáránlegt að vilja senda fólk á hjúkr.heimili ef það getur eldað og þvegið sjálft, þarf enga aðstoð nema við erfið húsverk, og að einhver sæki það á bíl, fari með það að kaupa mat og aðstoði svo við að bera pokann í íbúðina. Frænka mín vann við einmitt þetta í kaupstað úti á landi. Ég held nú að þessi þjónusta sé í boði í Rvík, fólk bara þekkir ekki rétt sinn. Svo er hægt að panta heimsendingu á mat o.fl. hjá sumum búðum hér, bæði í síma og á netinu. Hjúkr. heimili taka ekkert við fólki nema það sé orðið mjög veikt og ófært um að vera eitt. Þórunn er reyndar ekki formaður FEB í Rvík og nágrenni, nýkjörinn form. þess félags er Ellert Schram, sem er fyrrv. þingmaður og veit vonandi betur en að segja svona vitleysu.

Ingibjörg Ingadóttir (IP-tala skráð) 16.3.2018 kl. 12:26

3 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Tskk fyrir athugasemdina Guðbjörg Snót.  Það er hverju orði sannarra að fólk (alla vega flestir) vilja halda eigið heimili eins lengi og mögulegt er. Það er gott fyrir okkur sem erum ennþá ekki mjög gömul að hugsa fram á við og sjá fyrir okkur hvernig þjónustu við viljum og þurfum og hvar við viljum búa þegar heilsan er ekki eins góð og í dag. 

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 16.3.2018 kl. 17:49

4 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Takk fyrir athugasemdina Ingibjörg. Vonandi mun Ellert Schram gæta hagsmuna aldraðra, ekki síst þeirra sem vilja ráða hvar þeir búa á efri árum.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 16.3.2018 kl. 17:50

5 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Það er eitt í þessari umræðu sem kannski er lika orsök þess að ekki er fyllt á Ísskápinn.

 MARGT eldra fólk á ekki fyrir mat.

 Það er ekki bara aldraðir- ungt fólk verður farlama af sjúkdómum eða meiðslum- en máðir þessir hoppar eru að farast úr HUNGRI.

 HER VIRÐIST þurfa að fara í mál við RÍKIÐ SEM ER AÐ SVELTA FÓLK EN LÆTUR SEM EKKERT SE OG HÆKKAR LAUN SIN  ÁN NOKKURA VANDRÆÐA.

 MÓTMÆLI EINHVER ÞESSUM ORÐUM MÍNUM get eg sannað það að ungt fólk vistað með lágmarks húsaleigu t.d. í Hátúni- á ekki fyrir mat nema smáaura eftir að reikningar hafa verið greiddir. EG VEIT ÞAÐ- EG SÁ ÞAÐ.

Erla Magna Alexandersdóttir, 16.3.2018 kl. 18:06

6 identicon

Góð grein en samt er ástæða til að leiðrétta eitt: Þórunn er ekki formaður félags aldraðra, hún er formaður Landssambands eldri borgara. Stærsta félagið í landssambandinu er Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni með 11 þúsund félagsmenn. Þórunn var áður formaður þess en núverandi formaður er Ellert Scram.

Finnur Birgisson (IP-tala skráð) 16.3.2018 kl. 20:26

7 identicon

Takk fyrir að taka þessi mál fyrir Salvör.

Það þýðir augljóslega ekki að vera með fallegar hugmyndir um að fólk fái að búa heima í lengstu lög ef engin er eftirfylgnin eða fjármagnið eins og reyndin er að sýna. 

En það breytir þvi ekki að fólk getur reyndar verið jafn lystarlaust heima hjá sér og á hjúkrunarheimilum. 

Lífið er margbrotið og manneskjurnar með. Ungar sem aldnar. 

Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 16.3.2018 kl. 20:58

8 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Takk fyrir athugsemdina Finnur. Ég lagaði það og breytti í landsambands eldri borgara.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 18.3.2018 kl. 16:33

9 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Sigrún, ég held að það sé alveg rétt. Það er ekki víst að ástandið batni neitt þó fólk sé á vistheimilum sem flest búa við mikinn starfsmannaskort og eru ábyggilega ekki alltaf allan daginn að huga að því að fólk borði. En það er sennilega betur fylgst með fólki þar. Ekkert samt því til fyrirstöðu að hafa sömu aðstoð með fólki í heimahúsi.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 18.3.2018 kl. 16:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband