Kvenna(k)völd hjá Framsókn

Ég fór á kvennakvöld hjá Framsókn í Reykjavík í gærkvöldi. Hér er mynd af þremur efstu mönnum á lista flokksins í Reykjavík suður, þeim Sæunni ritara flokksins sem er í öðru sæti, Árelíu sem er í 3. sæti og Jónínu Bjartmarz umhverfisráðherra sem er í 1. sæti. Þetta eru allt konur sem ég þekki af dugnaði og heiðarleika og sem öflugar talskonur fyrir mannréttindum og skynsamlegri stjórnsýslu.

Þær fluttu allar ávörp á fundinum. Jónína ræddi þar af einlægni um umfjöllun sem var í Kastljósi í gærkvöldi og tengist fjölskyldu hennar. Það var augljóst að hún tekur þessa umfjöllun mjög nærri  sér enda er hér hörð atlaga að trúverðugleika hennar sem stjórnmálamanns. Vonandi tekst henni að vinna þannig úr þessu máli að það verði henni ekki fjötur um fót. Ég held að best sé að upplýsa alla um sem flestar hliðar þessa máls, það er í sjálfu sér engu að tapa við það.  Það er ekki nema gott um það að segja að fjölmiðlar og almenningur séu á varðbergi fyrir því að einhverjir fái sérmeðhöndlun í kerfinu af því þeir séu tengdir valdsmönnum. Það er upplagt að nota þetta tækifæri til að upplýsa almenning hvernig farið er með umsóknir um ríkisborgararétt og hvaða vinnureglur þeir hafa sem yfirfara slíkar umsóknir og sérstaklega hverjum þeir hafni. Ég átta mig ekki alveg á þessu máli og reyndar sérstaklega ekki hvers vegna Jónínu er stillt upp sem sökudólgi. Eftir því sem ég skil þetta mál þá munu einstaklingar sem fengu ekki ríkisborgararétt á venjulegan hátt hafa sótt um undanþágu og því verið vísað til einhverrar nefndar. Þar munu þrír þingmenn hafa farið yfir umsóknirnar og mælt með því að 18 einstaklingar fengju ríkisborgararétt og það síðan verið lagt fyrir alþingi. Það eru nú þessir þrír þingmenn sem ættu að standa fyrir máli sínu - er þetta eðlileg afgreiðsla frá þessari þingnefnd? Formaður nefndarinnar segir nefndarmenn ekki hafa vitað um að umsækjandinn tengist fjölskyldu Jónínu sb þessa frétt:

Dómsmálaráðherra veitir íslenskt ríkisfang að fenginni umsögn frá Útlendingastofnun. Telji ráðuneytið eða Útlendingastofnun skilyrðum ekki mætt er umsókninni synjað. Þá geta umsækjendur sótt um undanþágu hjá allsherjarnefnd Alþingis.

Þrír nefndarmenn, Bjarni Benediktsson, Guðjón Ólafur Jónsson og Guðrún Ögmundsdóttir, fóru yfir umsóknirnar og lögðu til að 18 einstaklingar fengju íslenskt ríkisfang en ráðuneytið og Útlendingastofnun höfðu áður lagst gegn því í öllum tilvikum.

Fleiri myndir frá kvennakvöldi og opnun á kosningamiðstöð Framsóknarflokksins. 

 

Frambjóðendur í Reykjavík suður að plotta 

IMG_0437

Glæsilegar mægður.  


Andlitsmálunin hjá Framsókn slær allt út.
Ef græni kallinn kemst ekki áfram í vor þá er appelsínugult næst. 


Leyfið þúsund blómum að blómstra hjá sígræna flokknum.

 
Sumardagurinn fyrsti. Allt að byrja að grænka.


Kvenhetjur í Framsókn


mbl.is Nefndarmenn hafi tekið fram að þeim hafi verið ókunnugt um tengsl Jónínu og umsækjandans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valgerður Halldórsdóttir

Mér sýnist Framsóknarflokkurinn eigi glæsilegar konur - vildi að ráðherra hefði munað eftir ykkur þegar hann skipaði í stjórn Landsvirkjunnar í vikunni!  

Valgerður Halldórsdóttir, 27.4.2007 kl. 15:18

2 Smámynd: Aðalheiður Sigursveinsdóttir

Sæl Salvör

þarna hefur greinilega verið mjög gaman. Til hamingju með formann stjórnar Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar sem utanríkisráðherra skipaði í gær!

Aðalheiður Sigursveinsdóttir, 27.4.2007 kl. 16:11

3 Smámynd: Aðalheiður Sigursveinsdóttir

Linda B. Bentsdóttir framkvæmdastjóri er formaður nýrrar stjórnar FLE sem kjörin var á aðalfundi félagsins í gær. Fráfarandi formaður, Gísli Guðmundsson sem og Haraldur Johannessen stjórnarmaður gáfu ekki kost á sér til endurkjörs eftir að hafa setið í stjórn félagsins frá upphafi. Linda hefur ekki setið áður í stjórn FLE. Magnea Guðmundsdóttir var áður í varastjórn en tekur nú sæti í aðalstjórn. Aðrir stjórnarmenn voru endurkjörnir: Ellert Eiríksson, varaformaður, Jakob Hrafnsson og Eysteinn Jónsson. Nýir varastjórnarmenn eru Björk Guðjónsdóttir og Petrína Baldursdóttir. 

Nýi stjórnarformaðurinn, Linda B. Bentsdóttir, lauk kandídatsprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands 1992. Hún er framkvæmdastjóri hjá Inn Fjárfestingu ehf. og situr í stjórn Askar Capital hf. Þar áður starfaði hún sem forstöðumaður og síðar staðgengill framkvæmdastjóra Frjálsa fjárfestingarbankans hf. á árunum 2000-2006.

Aðalheiður Sigursveinsdóttir, 27.4.2007 kl. 16:33

4 Smámynd: www.zordis.com

Glæsilegar konur svo ekki verður um villst!  Gaman að gera sér glaðan dag og mér sýnist litla ljónið á myndinni vera alsælt með förðunina .... Góða helgi!

www.zordis.com, 27.4.2007 kl. 18:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband