Garđúrgangur...ţađ er nú ekki ađalrusliđ

Gaman ađ sjá Villa borgarstjóra hamast međ hrífuna ađ raka garđinn sinn. Hann hlýtur ađ búa í öđru hverfi en ég ef garđaúrgangur er ađalvandamáliđ í hans garđi. Í mínum garđi hérna í Laugarneshverfinu er mesta drasliđ í garđinum alls konar plast og pappírsdrasl sem hingađ fýkur og stráist yfir garđinn í hvert skipti sem einhverjir vindar blása.  Vor í Reykjavík er tíminn ţar sem runnarnir blómstra plastblómum og ţar sem sígarettustubbarnir liggja eins og hráviđi um allt. Ţađ sem mér finnst átakanlegast er hvernig ástandiđ er viđ opinberar stofnanir og skóla.

Vor í Reykjavík - Plastblómin bruma á trjánum
Vor í Reykjavík. Plastblómin blómstra á runnum og trjám.

Ég átti leiđ framhjá Menntaskólanum í Hamrahlíđ um síđustu helgi og ţar blöktu plastdrćsur í hverjum runna, ástandiđ viđ skólann var svona eins og ađ koma á vígvöll eftir útihátíđ um verslunarhelgi. Ţađ eru mörg hundruđ ungmenni sem ganga (keyra?) ţar um á hverjum degi, af hverju dettur engum í hug ađ taka til á lóđinni?  

Mesta vandamáliđ í sambandi viđ umgengni í Reykjavík eru svćđi viđ opinberar stofnanir og fyrirtćki. Ţađ er alveg magnađ hvernig stórfyrirtćki í glćsilegum húsakynnum leyfa draslinu ađ flćđa og ţeytast um allt. Núna ţegar reykingar eru víđa bannađar innanhúss ţá er oft ţađ fyrsta sem mćtir manni viđ andyri viđ stofnanir einhvers konar reykingastampar og sígarettustubbar út um allt. Sem betur fer er sums stađar viđ skóla líka búiđ ađ banna reykingar á skólalóđ, ég tók eftir ađ ţađ er stórt skilti á Verslunarskóla íslands sem segir ađ reykingar séu bannađar ţar.

Óska svo borgarstjóranum til hamingju međ afmćliđ í dag! 


mbl.is Vorhreinsun í Reykjavík hefst um helgina
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er sammála og Það var virkilega ósanngjarnt þegar  verið var að kenna fráfarandi borgaryfirvöldum um óhreina borg. Brekkan hérna í neðra Breiðholti þar sem ég bý er alveg eins og í fyrravor öll útbíuð í rusli. Það er ekki nóg að láta mynda sig með bros á vör með ruslapoka! Ruslið er alveg jafn mikið um alla borg Og það verður almennt ekki þrifið fyrr en krakkarnir í vinnuskólanum fara í það. Þannig hefur það verið í þau 40 ár sem ég hef búið hér Þetta vissu menn líka í fyrravor en kusu að nota ómerkilegan áróður sem nú kemur þeim í koll.

Bergljót Ađalsteinsdóttir (IP-tala skráđ) 27.4.2007 kl. 05:40

2 identicon

Ég var einmitt að tala um þetta við mömmu áðan. Hefurðu gengið framhjá utanríkisráðuneytinu við Rauðarárstíg? Þar sést varla í runnana fyrir rusli. Ógeð alveg.

Hrafnhildur (IP-tala skráđ) 27.4.2007 kl. 13:02

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband