The Secret

Ég fór í verslunarferð í gær, keypti tónlist og mynddisk. Það er viðeigandi að kaupa tónlist hérna í Austin, þetta er tónlistarhöfuðborg heimsins, hér eru árlega heimsþekktar tónlistarhátíðir og hér gekk Janis Joplin um garða. Ég  keypti mynddiskinn The Secret og svo keypti ég tónlist með Lila Downs. Ég vissi ekkert um þessa söngkonu en nafnið minnti mig á Lilju Eysteins svo ég valdi hana úr búnkanum og hlustaði á nokkur lög. Ég vildi kaupa spænska tónlist svo ég gæti æft mig í spænsku. Hér í Austin er þriðjungur íbúa spænskumælandi en í San Antonío snýst það við, þar eru tveir þriðju hlutar spænskumælandi.

Mynddiskurinn The Secret er með því heitasta í sjálfshjálpar- og nýaldarfræðum hérna. Hann tengist The Law af Attraction sem gengur út á að nota hugarorkuna á jákvæðan hátt. Bæði Larry King o og Oprah Winfrey hafa nýlega gert þætti um þessa speki og það er óbrigðult merki um að þetta er tískustraumurinn í Ameríku. Ég ætla að reyna að kynna mér þessar kenningar eða ráðleggingar án þess að ana beint í fordóma og afskrifa þetta sem trúarvingl. Sálfræðingar hafa lýst þessari bók eins og "pseudoscientific, psychospiritual babble." Ég  spái  í hvers vegna svona kenningar eru vinsælar og hvaða tómarúm þær fylla í sál þeirra sem aðhyllast þær. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sylvía

The Secret er góð, kostar ekkert að vera jákvæður etc..

Sylvía , 3.4.2007 kl. 22:13

2 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

JÁ hafðu bara hugann opinn og vertu jákvæð. Tómarúmið er kannski ekki alveg tómt ....aðlöðunarlögmálið er mjög virkt lögmál og virkar fínt hafi maður ekki fordóma gegn því. Leyndir fordómar geta hindrað. Hef svo oft upplifað svona aðlöðun að ég gef þessu grænt ljós.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 4.4.2007 kl. 00:13

3 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Ég er nýbúin að sjá The Secret og finnst hún æði. Sjálf hef ég notað fullt af þessari hugmyndafræði í minni praktík. Ég pantaði myndina fyrir 2 mánuðum og hún er enn ekki komin. Fyrirtækið er þó löngu búið að taka af kreditkortinu mínu þannig að ég er orðin býsna óþolinmóð. Myndin var reyndar á köflum nokkuð poppuð t.d. þessar senur með peningatékka inn um lúguna. Hugmyndafræðin er hins vegar solid, svo oft hefur maður fundið einmitt hvað hugarorkan er rosalega sterk. Þetta eru alvöru galdrar

Kolbrún Baldursdóttir, 4.4.2007 kl. 10:24

4 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Kvitt, góða Salvör. Sjálfur er ég vondur í músík.

Hlynur Þór Magnússon, 4.4.2007 kl. 12:45

5 identicon

Datt inn á þetta blogg fyrir slysni, get ekki setið á mér. 

Ég bið ykkur að athuga aðeins bakgrunn ,,vísindamannanna" sem koma fram í myndinni. Ekki allir hafa sannar gráður í þeim fræðum sem þeir segjast sérfræðingar í og eðlisfræðingarnir, amk annar þeirra, hefur ekki birt jafningja ritrýnt efni í 20 ár og hefur einangrast frá félögum sínum í fræðunum. Merkilegt hvað quantum physics er annars orðið mikið töfraorð í sjálfshjálpar- og nýaldarfræðum, svo ég vitni í bloggarann.

Jákvæðni er alltaf góð en það þarf ekki að búa til delluvísindi til að fræða menn um það. Slíkt finnst mér grafa undan boðskapnum um jákvæðni. 

kv. Guðrún

bestaskinn@gmail.com 

guðrún (IP-tala skráð) 4.4.2007 kl. 12:45

6 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Hæ Guðrún, ég sá í Wikipedia greinunum og í ýmsum öðrum greinum að það hefur verið  bent á  brotalamir í þessum fræðum. Ég held reyndar að þetta sé að mörgu leyti heilbrigð skynsemi, það er sennilega ágæt strategía í lífinu að vera jákvæður. 

Ef til vill hjálpar svona speki okkur betur í lífinu en það sem haldið er að okkur í gegnum ríkistrú. Það er áhugavert að bera þetta saman við t.d. því sem haldið er fram um mátt bænarinnar. 

En ég held að það sé ekkert að því að hlusta á fólk sem ekki hefur birt jafningjaritrýnt efni eða sem vitnar í hluti sem ekki eru skráðir í  biblíuna. Hér dettur mér í hug ljóðlínur úr kvæðinu um Jón hrak en um hann sagði "hugði ei sannleik hóti betri, hafðan eftir Sankti Pétri, heldur en húsgangurinn á hann rækist.." 

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 4.4.2007 kl. 16:56

7 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Sæl Salvör Það er fínt að vera jákvæður og tileinka sér Pollýönnu þegar að eitthvað bjátar á, hinsvegar eru galdrar nýaldatrúarinnar þar með talið The secret allt annar hlutur,  hvaðan kemur krafturinn sem fólk magnar upp til þess að fá tékkinn sendan í pósti?

Guðrún Sæmundsdóttir, 13.4.2007 kl. 12:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband