Sjæse. Ég var í vænu þunglyndi eftir einkunnirnar sem duttu inn í gær svo ég ákvað að fara í hangsið mitt, slot machines á Betsson, og setti þar einhverja þúsundkalla undir og spilaði í rúman klukkutíma og hvað annað en vann ég allt í allt 126.000 krónur! Díses og ég sem vinn aldrei neitt. Hahaha úff hvað ég get notað þetta ;o)
Var einmitt í vandræðum með að fara og tuða í Lín út af prófinu.
Ekki lengur!!
Er farin á subway að halda upp á þetta.
7.6.2007 | 16:01
Femínistafélagið - fjórði aðalfundurinn
Hér eru 54 myndir frá aðalfundi Femínistafélags Íslands 2007 sem haldinn var í gærkvöldi á Hallveigarstöðum. Hér er sjálfkeyrandi myndasýning.
6.6.2007 | 16:48
Nýja Ísland í Debrecen í Ungverjalandi
4.6.2007 | 10:35
Sjómannadagurinn í Búdapest - hetjugarðar,hryllingshús, minningarreitir, kastalar og lesbíur
Það er öðruvísi að halda upp á sjómannadaginn hérna í Búdapest heldur en í Grindavík eða við Reykjavíkurhöfn. Hér er ekki menning hafsins og hér eru engar strandir sem mæta úfnum úthöfum. Í miðri Evrópu fjarri öllum ströndum er grejsa hirðingjaþjóðinnar Ungverja og í gegnum landið flæðir fljótið Dóná.
Hér er ég fyrir utan Hryllingshúsið í Búdapest á sjómannadaginn 2007 ásamt stúlku frá Istanbúl sem er í doktorsnámi í Utrecht.
En hérna var sjómannadagurinn hjá mér eins og áður dagur minninga og dagur þar sem vatnið speglar ímynd mína. Það voru þó ekki mínar eigin minningar heldur minningar ungversku þjóðarinnar og endurskrifun á sögunni með augum valdhafanna sem flæddu um hug minn og vatnið sem speglaði minningar og ímynd var ekki Atlandshafið heldur elvan Dóná.
Á sjómannadaginn fórum við í kynnisferð um borgina undir leiðsögn Adreu Peto.
Við skoðuðum hetjutorgið og horfðum upp á erkiengilinn Gabríel sem gnæfir yfir ættbálkahöfðingjunum sjö og sumar sögðu að þar yrði fínt að skipta honum út fyrir gyðjuna þegar sá tími kæmi. Það er alltaf verið að skipta út styttum og brjóta niður minnismerki og búa til nýjar sköpunarsögur um mannkynið og þjóðirnar. Þetta torg er Arnarhóll þeirra Ungverja og við hann er tengd upprunasaga þjóðarinnar, það var á svipuðum tíma og Ingólfur fann sínar öndvegissúlur sem fyrsti ungverski höfðinginn kom á bakka Donár og leit yfir fagurt land og gott til búsetu og ákvað að setjast þar að.
Leið okkar lá svo í Andrássy strætið nr. 60 en þar er Terror Háza minningasafn eða hryllingssafn um ógnarstjórnir annars vegar nasista og hins vegar kommúnista. Þar er dregin upp mynd af sögunni frá síðari heimsstyrjöldinni eins og Ungverjar nútímans vilja heyra hana. Það var einkennilegt að ganga þar um að heyra söguna sagða út frá þessu sjónarhorni, sjá hvernig sagan var teygð og toguð og bjöguð í máli og myndum til að passa inn í minningar nútímans. Sagan var líka teygð í orðsins fyllstu merkingu, ljósmyndir af Stalín og Lenín eru teygðar á þverveginn þegar gengið er inn um hliðið í sýninguna um kommúnistastjórnina. Þó að sagan sé bjöguð og endursögð frá einu sjónarhorni þá er hún að hluta til sannleikur. Húsið var á sínum tíma miðstöð leynilögreglu Nazista og síðar Stasi og í kjallaranum eru raunverulegar fangageymslur og pyndingarklefar.
Við skoðuðum kastalann á hæðinni í Buda og málverkasafnið þar með dýrgripum ungversku þjóðarinnar. Elstu myndirnar voru flestar af bardögum og sókn og sigrum Ungverja yfir Mongólum og Tyrkjum. Á einni myndinni sem lýsti fornri orustu benti Andrea okkur á að sigurvegararnir veifuðu ungverska fánanum jafnvel þótt orustan hafi átt sér stað mörg hundruð árum áður en þessi þríliti fáni varð til. Fyrir framan kastalann er dýrlegt útsýni yfir Dóná og þinghúsið á hinum bakkanum.
Við fórum í styttugarðinn sem er minningareitur fyrir styttur og minnismerki frá kommúnistatímanum, svona grafreitur fyrir styttur sem sýna hugmyndir og persónugervinga hugmynda sem ekki eru tignaðar lengur í vestrænu og markaðsþenkjandi Ungverjalandi.
Ferðin um Búdapest endaði við basiliku heilags Stefáns en þar er helgidómurinn allur á einni hendi, heilagri hendi St. Stefáns sem þar er varðveitt og er þessi líkamspartur borinn um kirkjuna á háheilögum dögum.
Ég fór svo út að borða á veitingastað í miðbænum í Búdapest með fjórum konum úr Athena netinu. Þær stunda allar kynjarannsóknir, tvær þeirra vinna við upplýsingaveitur um kvennasögur og tvær þeirra prófessorar í kynjafræði. Við borðuðum á veitingastað sem helgaður var goðsögninni um Kentárus sem var hálfur maður og hálfur hestur. Við ræddum um kynjamisrétti og kynjamismunum og samkynhneigð en báðir prófessorarnir eru lesbíur og aktívistar. Önnur þeirra gegnir reyndar líka prófessorstöðu í samkynhneigð við háskólann í Amsterdam en það mun vera eina staðan í heiminum á því fræðasviði. Hún hefur rannsakað sögu kvenna í Indónesíu og Afríku.
Sjómannadagurinn í ár var heimsókn á minningarreiti ungversku þjóðarinnar og ég hugleiddi hvernig minningar þjóðar verða til og hvernig minningaþræðir einstaklinga tvinnast um minningar þjóða. Hugurinn hvarflaði á slóð minna eigin minninga við Íslands strendur og ég hugleiddi að hvernig minningarreitir og tilbúnir atburðir og sýningar búa til sannleika og sögu sem er mismunandi eftir því hvaða sjónarhorn fær að segja söguna og lýsa raunveruleikanum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.6.2007 | 10:40
Budapest er falleg borg
Eg er nuna i Budapest i Ungverjalandi á fundi. Vid vorum med fyrirlestra i morgun um ymis konar upplysingataekniverkfaeri, eg fjalladi um wiki. I gaer voru fyrirlestrar i midbaenum og tha sa eg svolitid af midbaenum thvi seinni part dagsins gengum vid eftir bokkum Donár og forum yfir a Margretarbrunni en thar er litil eyja i midri ánni og thar er almenningsgardur. Allt ber vott um mikla velmegun og uppgang i midborginni. Flest gomlu husin eru uppgerd eda verid ad vinna vid thau. Uthverfid sem eg for i gegnum a leidinni fra flugvellinum var tho ekki allt reisulegt, serstaklega sa eg margar verksmidjur sem virtust vera nidurniddar og yfirgefnar. En tho husin i uthverfinu tharfnist vidhalds tho finnst mer borgin mjog falleg og graen, allls stadar eru tre og her eru ekki morg hahysi.
Nokkrar slodir um Budapest
Wikitravel article about Budapest
Wikipedia article (in English) about Budapest
Pictures fro Budapest (Wikipedia Commons)
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.6.2007 | 08:21
Esperanto lifir
Þegar ég var barn þá voru alltaf tungumálaþættir í barnablaðinu Æskunni sem kenndu manni tungumálið esperanto. Það er tilbúið tungumál og hér á Íslandi er þekktasti esperanto maðurinn rithöfundurinn Þórbergur Þórðarson. Ég var orðin nokkuð leikin í esperanto og nú langar mig til að fara að rifja þetta upp. Gallinn er bara sá að það er enginn á Íslandi sem ég veit um sem talar esperanto. Það er kannski hægt að nota netsamfélagið eitthvað, esperanto lifir þar góðu lífi og það er til wikipedia á esperanto. Sennilega tala eins margir ef ekki fleiri esperanto eins og tala íslensku. En mjög fáir hafa esperanto sem fyrsta tungumál.
Er gagnlegt að tala esperanto? Ég veit ekki hvað skal segja, sennilega er það ekki sá lærdómur sem gagnsemin er gegnsæust í - en ég held að hugmyndafræðin bak við það tungumál og það að setja sig inn í þau mynstur sem nýtt tungumál krefst og það esperanto sem var búið til sem einfaldast og auðlærðast - gagnist öllum. En esperantokunnáttan hefur komið sér vel hjá sumum og eitt besta dæmið um það er auðjöfurinn George Soros. Hann er af ungverskum ættum og alinn upp í Ungverjalandi en hann býr núna í USA og er talinn einn af auðugri mönnum heimsins. Hann veitir gífurlegu fé í uppbyggingarstarf í Austur-Evrópu og hefur meðal annars byggt þar háskóla fyrir framhaldsnám, háskólinn heitir Central European University. Ég er einmitt núna í Búdapest á ráðstefnu og hún er haldin í húsakynnum þessa háskóla.
Hvernig gagnaðist esperantokunnáttan George Soros? Jú, hún gerði það á tvennan hátt. Í fyrsta lagi þá var það einmitt þessi kunnátta sem gerði það að verkum að honum tókst að flýja úr Ungverjalandi á kommúnistatímanum árið 1946. Þá var landið lokað og ferðafrelsi ekkert en hann fékk að fara á ráðstefnu Esperanto sem haldin var erlendis og notaði tækifærið til að flýja. Í öðru lagi þá er Soros þekktur fyrir fjármálasnilli sína og það að sjá mynstur í fjármálaheiminum og það má vel hugsa sér að þessi mynsturleikfimi sem tungumál eins og esperanto er hafi styrkt innsæi yfir mynstrum á öðrum sviðum eins og í fjármálaheiminum.
Hvenær var esperanto búið til og hvað eru til margir esperantistar ...
Heimasíða esperantosambandsins
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 08:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.5.2007 | 12:41
Islendingur arsins 2006
Innilegar samudarkvedjur til allra adstandenda Astu Lovisu. Eg hef fylgst med blogginu hennar og bloggi annarra sem skrifa um veikindi og erfidleika sem their glima vid. Eg held ad svona skraning a hvernig folk tekst a vid erfidleika geti verid einn lidur i ad byggja sjalfan sig upp. Thad er gott ad geta ordad hugsun sina og sott styrk i adra sem hafa einhverju ad midla - annad hvort af thvi their hafa gengid i gegnm sams konar erfidleika eda vegna thess ad their hvetja mann afram eda vegna thess ad their bua yfir thekkingu sem madur hefur ekki sjalfur.
Eg hugsa til nemanda mins sem sagdi mer fra thvi hvernig hun held uti bloggsidu a medan hun var i medferd erlendis og eg las bloggid hennar sem spannar nokkra manudi. Thad var einstaklega skemmtilegt tho hun skrifadi thad undir erfidum adstaedum, hun sagdist alltaf hafa reynt ad skrifa a jakvaedum notum og sja broslegu hlidarnar og hun sagdi ad thad hefdi glatt sig mjog mikid ad fa komment fra aettingjum og vinum heima a Islandi vid sin skrif.
![]() |
Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir látin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.5.2007 | 20:44
Ég í hádegisviðtali á Stöð 2
Ég var einn af fyrirlesurum á morgunverðarfundi sem Biskupsstofa efndi til í morgun og talaði ég um Netið og auglýsingar, sérstaklega auglýsingar sem beint er að börnum og unglingum. Það kom fréttaskot í hádegisfréttatímanum með viðtali við mig.
Hér eru tenglar á þessi viðtöl við mig:
Áfengisauglýsingar á netsíðum unglinga
Hádegisviðtalið á Stöð 2 (Salvör Gissurardóttir)
![]() |
Netið er eins og stórborg án lögreglu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 22:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.5.2007 | 15:31
Feik bloggarar - fólk sem er ekki til
Hrólfur sem bloggar á hrolfur.blog.is og og Anna Dögg sem bloggar á blogg.visir.is/annadogg eiga eitt sameiginlegt. Þau eru ekki fólk. Þau eru tilbúnar persónur og leikbrúður einhverra í Netheimum.
Hrólfur er bókmenntapersóna og hugarfóstur. Það var nú reyndar strax auðvelt að sjá glytta í tómið í sál hans, andfemíniskt hjal hans ásamt því að vera svona drepfyndinn vakti strax grunsemdir. Það einkennir nefnilega alltaf andfemínista að þeir eru aldrei drepfyndir, þeir eru hins vegar undantekningalaust drepleiðinlegir. Ég man t.d. eftir einum frjálshyggjuungliða sem heitir Sævar sem var alltaf að tjá sig undir nafninu Ásta og þóttist vera femínisti og bjó til sérstakt blogg fyrir ruglið sitt og póstaði ljóð eftir sjálfan sig og póstaði alls konar rugl inn á femínistapóstlistann. Við vorum alveg að farast úr leiðindum við að lesa skrif hans sem einkenndust af ófrumleika og vitleysisgangi en kunnum ekki við að segja honum að dulargervi hans var álíka öflugt eins og úlfur hefði sett á sig einn ullarlagð og héldi að hann liti út eins og lamb. Svo var hann líka ömurlegt leirskáld sem var kannski það versta.
En Hrólfur er bráðfyndinn og samúð höfundar hans með femínistum skín út úr skrifunum. Ég póstaði fyrir nokkrum dögum á bloggið hans Hrólfs:
Ég er ekki viss um að Hrólfur Guðmundsson sé til, kannski er hann alter egó einhvers sem vill prófa sig í öðru vísi gervi. Ágæt sögupersóna og frekar fyndinn karakter í kvenhatri sínu og beisku. Minnir á rokland.blogspot.com
Anna Dögg er auglýsing sem hefur verið holdi klædd og gefið nafn og samastaður í bloggheimum. Hennar eini tilgangur með hérvist sinni virðist vera að auglýsa upp íslenska veðmálavefinn Betsson. Til þess er búin til persóna sem vísar á Betsson og upphefur veðmál og til að lokka einhverja stráka til að lesa bloggið þá eru birtar myndir af stelpum að berhátta sig og það sagt vera úr fatapóker sem "Anna Dögg" stundar. En eftir nokkrar bloggfærslur hefur "Anna Dögg" fundið Guð sinnn og tilgang í lífinu og bloggið segir:
Eftir fatapókerinn hef ég ákveðið að játa mig sigraða á pókersviðinu Petra plataði mig til að skrá mig á betsson.com og ég fann fjárhættuspil sem henta mér miklu betur - slot machines
Svo er gríman næstum alveg fallin því Betson auglýsingin kom aftur í gær. "Anna Dögg" segir þá á veðmálaauglýsingablogginu og sá sem skrifar auglýsinguna passar sig að tengja nú í ólöglega veðmálavefinn:
Íslendingar hafa í margar aldir ferðast milli álfheima og mannheima og ófreskir menn eiga ekki alltaf gott að sjá hver er álfur, hver er umskiptingur og hver er raunverulegur maður. Núna er ferðalagið milli mannheima og netheima og fólkið í netheimum er sumt umskiptingar og sumt uppvakningar og hugarfóstur.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
29.5.2007 | 11:26
Nauðgunarleikurinn RapeLay
Það er mjög einkennilegt að einhver skuli vilja vista og dreifa tölvuleiknum Rapelay
og bera fyrir sig að gera það í nafni frelsis og sérstaklega tjáningarfrelsis. Hér er lýsing á hluta af því sem gerist í þessum leik (tekið af umsagnarsíðu sem wikipedia greinin vísaði á):
After the static screens you enter a full-fledged rape sequence in the park. It's very scenic. Yuuko cries and screams as you would expect and you can force her into a variety of positions. Once you're done, you take photographs of her naked and covered in ghost jizz, which allows you access to her two daughters, Aoi and Manaka. Aoi Kiryuu, whose name is pronounced exactly like the sound a fire engine's siren makes, is the elder daughter and a sporty schoolgirl. You pray for upskirt and molest her on the subway just like mom, but this time you rape her in a grungy bathroom. She and her younger sister are both virgins, which means the first time you rape them ..
Finally, there is wee Manaka Kiryuu. She looks about ten and you get to rape her in her gigantic bed while teddy bears look on. This was certainly the most disconcerting of the rapes in the game. Not only does she look like a child, not only does her room looks like a child's roombut Manaka visibly cries. If you zoom in on her face you can see tears welling and vibrating in her gigantic eye sockets. Once you have raped all three women you enter the freeform phase of the game where you "rape train" the three ladies.
Þeir sem bera fyrir sig að það sé partur af tjáningarfrelsi til að dreifa svona mannskemmandi efni skilgreina frelsið afar þröngt og einkennilega. Er það frelsi að ýta undir ofbeldi og hatur á ákveðnum þjóðfélagshóp og kenna hvernig á að misþyrma og svívirða konur og börn? Er það frelsi að dreifa og hafa á boðstólum efni sem er löðrandi af kvalalosta og kvenhatri?
Við erum að sumu leyti orðin ónæm fyrir hve mikil mannfyrirlitning felst í leikjum sem þessum vegna þess að við lifum í samfélagi sem upphefur ofbeldi á konum og gerið það að afþreyingarefni . Á sjónvarpsstöðvunum er gjarnan skemmtiefni að sýna limlestar og kvaldar konur t.d. sem sögupersónur (fórnarlömb) í sakamálasögum og close up af líkum þeirra og og sárum eftir morðingja þeirra. Oft eru senurnar sem sýndar eru hálfpornógrafiskar og sjónarhornið er sjónarhorn kvalalosta og dvalið við vald morðingjans (nánast alltaf karlmanns) og valdaleysi hinna myrtu/kvöldu (oftast ungar konur).
En það er erfitt að horfast í augu við raunveruleikann því það er eins og að vakna upp og horfa á hryllingsmynd. Adam Horovitz í bandinu Beastie Boy orðar það svo: "Sexism is so deeply rooted in our history and society that waking up and stepping outside of it is like I'm watching "Night of the Living Dead Part Two" all day everyday."
![]() |
Nauðgunarleikur fjarlægður af íslenskri vefsíðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.5.2007 | 15:06
Heilablóðfall
Ég var að lesa áhugaverða grein um heilablóðfall í New York Times, greinina Lost Chances for Survival, Before and After Stroke
Ég vissi ekki að heilablóðfall væri einn af stóru orsökum dauðsfalla en ég hef reyndar sjálf þekkt fólk sem hefur örkumlast vegna heilaskemmda í kjölfar heilablóðfalls. Í mörgum tilvikum er hægt að minnka heilaskemmdir með því að gefa lyfið tPA til að leysa upp blóðtappa en það verður að gerast innan þriggja klukkustunda frá heilablóðfalli. Í Bandaríkjunum er staðan hins vegar þannig að þrátt fyrir að tPA geti gagnast um helmingi þeirra sem fá heilablóðfall þá fá það lyf ekki nema 3 til 4 prósent. Á því eru nokkrar skýringar. Ein er sú að fólk kemur of seint á spítala til að gagn sé að lyfinu, önnur sú að spítalar hika við að gefa lyfið vegna óvissu um hvort raunverulega sé um heilablóðfall að ræða m.a. vegna þess að spítalar eru ekki búnir nógu góðum greiningartækjum (MRI skönnum) og óttast málaferli ef lyfið (sem getur valdið dauða v. blæðinga í einhverjum tilvika) er gefið ef ekki er um heilablóðfall að ræða. Sjúklingar sem koma á spítala með heilablóðfall eru auk þess stundum ekki í þannig ástandi að þeir geti sagt hvenær heilablóðfallið varð.
Hérna á Íslandi fá 600 manns heilablóðfall á ári. Flestir eru eldri en 65 ára.
Sjá nánar á Doktor.is - HEILABLÓÐFALL
Svo er hér skýringarmyndband á New York Times Stroke, an Animation
Heilablóðfall er þriðja algengasta dánarorsökin á eftir hjartasjúkdómum og krabbameini en 150 þúsund Bandaríkjamenn látast árlega vegna heilablóðfalls og miklu fleiri lamast eða örkumlast. Í greininni í New York Times segir:
Many patients with stroke symptoms are examined by emergency room doctors who are uncomfortable deciding whether the patient is really having a stroke a blockage or rupture of a blood vessel in the brain that injures or kills brain cells or is suffering from another condition. Doctors are therefore reluctant to give the only drug shown to make a real difference, tPA, or tissue plasminogen activator.
Many hospitals say they cannot afford to have neurologists on call to diagnose strokes, and cannot afford to have M.R.I. scanners, the most accurate way to diagnose strokes, for the emergency room.
Although tPA was shown in 1996 to save lives and prevent brain damage, and although the drug could help half of all stroke patients, only 3 percent to 4 percent receive it. Most patients, denying or failing to appreciate their symptoms, wait too long to seek help tPA must be given within three hours. And even when patients call 911 promptly, most hospitals, often uncertain about stroke diagnoses, do not provide the drug.
Það er mikið að heilbrigðiskerfi þar sem til er árangurríkt lyf sem getur komið í veg fyrir dauða eða varanlegar heilaskemmdir sem þó er aðeins gefið örfáum. Það eru mörg árangursrík lyf í heiminum sem eru svo dýr að fólk í fátækum löndum hefur ekki aðgang að þeim. Í þessu tilviki er ekki um það að ræða, það er ekki verðið á lyfinu sem skiptir máli heldur að þetta er lyf sem eingöngu passar fyrir bráðameðferð og það eru ekki nógu snögg viðbrögð og ekki nógu góð greiningartæki til að greina aðstæður hjá annars vegar sjúklingnum og hins vegar hjá sjúkrahúsum.
Það kemur einnig fram í greininni að langstærsti áhættuþátturinn við heilablóðfall er of hár blóðþrýstingur en auk þess eru reykingar og sykursýki áhættuþættir. Það má í mörgum tilvikum koma í veg fyrir heilablóðfall með nógu nákvæmum fyrirbyggjandi aðgerðum m.a. með því að mæla blóðþrýsting og taka blóðþynnandi lyf.
Til að heilbrigðiskerfi sé gott þá held ég að fólk þurfi að vera upplýst um sjúkdóma og meðhöndlan þeirra - t.d. í þessu tilviki hvað skiptir miklu máli að komast strax undir lækna hendur - og heilbrigðisþjónustan sem og almenningur þurfa að hafa sem best greiningartæki. Ég spái í hvort ekki er skynsamlegra að leggja meiri áherslu á að skrá heilsufarssögu eftir sjúklingum heldur en heilsufarssögu þjóða.
Heilsa | Breytt s.d. kl. 15:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)