6.10.2007 | 18:18
Íslenski jólasveinninn og fararskjóti hans
Yfir 70% af þeim leikföngum sem framleidd eru í heiminum í dag koma frá Kína. Mörg börn á Vesturlöndum trúa því að jólasveinninn komi með gjafir til þeirra á jóladag akandi um loftin blá á sleða sem hreindýr draga. Þessar gjafir hafa önnum kafnir jólaálfar framleitt fyrir öll börnin á Vesturlöndum.
Hér eru myndir úr leikfangaverkstæðum í Kína til þar sem leikföngin fyrir börn á Vesturlöndum eru búin til. Svona líta álfarnir út sem framleiða leikföngin. Maður getur samt ekki annað en hugsað hvort það sé alltaf gaman að vera svona álfur á jólasveinaverkstæði, alla vega virðast þeir svolítið þreyttir á öllu puðinu á þessari mynd, þarna hafa þeir lagt sig undir framleiðsluborðinu.
Hvað skyldu álfar jólasveinsins hafa í tímakaup?
Margir halda að jólasveinninn noti ennþá svona gamaldags farartæki eins og hreindýrasleða. Sem betur fer þá erum við upplýst í þessari frétt um hvernig jólasveinninn þeysist milli landa. Hann gerir það með öðrum í þotuliðinu í boði Glitnis.
Að öllu gamni slepptu þá vil ég segja að mér finnst mjög óeðlilegt að forseti Íslands sé ferjaður á milli landa af stórfyrirtækjum og almennt að forsetaembættið eða önnur opinber embætti á Íslandi séu háð góðmennsku einkafyrirtækja um skutl milli staða. Mér finnst dáldið nöturlegt að forsetinn sem á sínum sokkabandsárum þeyttist um Ísland uppfullur af hugsjónaanda og flutti töluna "Hver á Ísland?" í hverju krummaskuði og talaði um fjölskyldurnar fjórtán eða hvað þær voru margar - hafi þegar hann sjálfur kemst í embætti ekki þá dómgreind til að bera að slá ekki hversu óviðeigandi þessi ferðamáti er.
![]() |
Ólafur Ragnar flaug til Kína í boði Glitnis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.10.2007 | 13:51
Gullfiskaminni kjósenda
Ætli þeir stjórnmálamenn sem koma að REI-Geysir Green Energy hafi engan áhuga á framtíðarferli sínum í stjórnmálum? Eða treysta þeir á gullfiskaminni kjósenda og halda að kjósendur í Reykjavík séu heimskir og illa upplýstir og spái ekkert í hvernig kjörnir fulltrúar fari með fjármuni og eigur borgarbúa? Halda þeir að það þurfi ekki annað en smala grimmt og hóa kjósendum saman og gefa þeim nokkrar bjórdollur fyrir næstu kosningar til að þeir kjósi það sama? Ætli þeir telji að einu skyldur þeirra milli kosninga séu að gæta hagsmuna þeirra sem gáfu stórar upphæðir í kosningastjóði og styrktu þá til valda?
Ég er frekar vonlaus yfir stöðunni í íslensku samfélagi í dag, mörg plott og fléttuleikir eru í gangi til að reka almenning til og frá og slá ryki í augun á fólki. Flestir íslenskir fjölmiðlar eru í eigu örfárra áhrifamanna í viðskiptum og stundum virðast fjölmiðlar hérlendis beinlínis vera reknir með það í huga að tryggja hliðholla umfjöllun í stóru málunum þó þeim blekkingarleik sé haldið í gangi dags daglega að viðkomandi fjölmiðill sé frjáls og óháður og geti alveg gagnrýnt eigendur sína eins grimmilega aðra.
Ísland er ekki lengur heitur reitur í köldu stríði. Ráðstjórnarríkin hrundu innan frá og vígvöllur Bandaríkjamanna er fjarri okkur í Mið-Austurlöndum. En það eru aðrir hagsmunir hér núna, hagmunir sem tengjast orkuauðlindum landsins og hagsmunir sem tengjast legu landsins og siglingaleiðum og hagsmunir sem tengjast því að landið er fullvalda smáríki í samfélagi Evrópuþjóða. Stórveldi í austri eins og t.d. Kínverjar hafa því fullan hug á ítökum hér á landi.
5.10.2007 | 10:42
Rödd óbreytta Framsóknarmannsins
Ég held ódeig áfram við það markmið mitt að bæta innviði og grasrótarstarf Framsóknarflokksins. Þessi hugsjónabarátta mín hefur þó ekki skilað neinum árangri hingað til og reyndar oft orðið til þess að ég verð fyrir hnútuköstum annars vegar frá hollum Framsóknarmönnum sem finnst ég ekkert eiga með að gagnrýna og benda á það sem miður fer, ég eigi bara að vera stilllt og mæra og lofa foringjana og tala fallega um allt sem Framsókn hefur staðið að og hins vegar frá fólki utan Framsóknarflokksins sem finnst Framsóknarflokkurinn vera samsafn af óþjóðalýð sem hafi spillst svo af setu við kjötkatlana að honum sé ekki viðbjargandi.
Það er ekki alltaf þannig að úrslit kosninga ráði hvernig stjórn er mynduð og það er ekki víst að mestu sigurvegarnir setjist í stjórn. Það er ein leið í stjórnmálabaráttu að breyta flokkum innanfrá. Sú leið er hins vegar torsótt ef það eru hagsmunir einhverra að stjórnmálaflokkur breytist ekki.
Ég er ekki sátt við það sem borgarstjórn er að aðhafast þessa daganna í orkumálum, ég fatta ekki hvernig veitufyrirtæki í almannaeigu getur staðið svona að málum og ég hef bæði skrifað bæði Birni Inga oddvita okkar í borgarstjórn og fulltrúa í stjórn OR og póstaði áðan þetta bréf á umræðupóstlista Framsóknarmanna;
Ágætir framsóknarmenn,
Er ég ein um að hafa áhyggjur af því hvað er að gerast í borgarstjórn Reykjavíkur sb. þá umfjöllun sem er núna í fréttum? Ég velti því fyrir mér hvaða farvegur er innan framsóknarflokksins til þess að við óbreyttir flokksmenn getum fræðst um og komið sjónarmiðum okkar á framfæri.
Ég held að það sé einn meginveikleiki Framsóknarflokksins í Reykjavík (a.m.k.í Reykjavík norður þar sem ég þekki best til) að grasrótin er alveg óvirk og ekki farvegur til að ræða málin.
Ég sendi þetta bréf líka til oddvita okkar í borgarstjórns Björns Inga Rafnssonar með ósk um að þessi Reykjavik Energy Invest og Geysis Green Engergy verði rædd á vettvangi Framsóknarflokksins í Reykjavík og við frædd um hvers vegna Framsóknarflokkurinn tekur þátt í afgreiðslu með þessum hætti.
bestu kveðjur
Salvör Gissurardóttir
Framsóknarmaður í Reykjavík
![]() |
Vilja fara með Orkuveitufund fyrir dómstóla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
30.9.2007 | 16:51
Samvinnuþýðingar
Nú hef ég síðustu tímana verið að bisa við þýðingar í https://launchpad.net/ það er feikisniðugt kerfi til að þýða opinn hugbúnað milli tungumála. Mikið vildi ég að tungutækniverkefnin íslensku hefðu eitthvað komið inn á þetta svið og notað svona verkfæri. Það léttir mikið lífið að hafa þýðingar svona á vefnum.
Ég er aðallega að þýða Elgg hugbúnaðinn, ég byrjaði á því fyrir meira en ári síðan og ég sé að alla vega fimm hafa lagt hönd á plóginn við þýðinguna. Það geta allir komið að svona þýðingu og ef eitthvað orð eða orðasamband hefur verið þýtt í öðrum opnum hugbúnaði á íslensku þá fæ ég uppástungu um þær þýðingar.
Hér eru nokkur af þeim forrit sem ég spreytti mig við að bæta eða byrja á þýðingum í launchpad:
- https://translations.launchpad.net/elgg
- https://translations.launchpad.net/cuecard
- https://translations.launchpad.net/focus-sis
- https://translations.launchpad.net/g2image
- https://translations.launchpad.net/pybridge
- https://translations.launchpad.net/stellarium
- https://translations.launchpad.net/wpg2
- https://translations.launchpad.net/wesay
- https://translations.launchpad.net/inkscape/
Ég reyni eins og ég get að nota tölvuorðasafnið 4. útgáfu því það er mikilvægt að hafa svona þýðingar sem mest staðlaðar. Tölvuorðasafnið er á vefnum: http://tos.sky.is/tos/to/
Það eru samt sum orð mjög óþjál og framandi í tölvuorðasafninu t.d. að nota fyrir parent orðið umflekkur og færsluhnappur fyrir Enter. Ég er ekki viss um að fólk átti sig á þessu. Ég fann að orðið "dashboard" er þýtt þar sem lesborð en það vantar alveg þýðingu á "widget". Sumir hafa þýtt það sem viðmótshlut en mér finnst sú þýðing ekki góð. "Widget" er meira eins og tæki eða tól oft frá þriðja aðila sem límt er eða hengt á lesborðið. Besta orðið sem mér dettur núna í hug er smától.
Ég veit ekki alveg hvort borgar sig að þýða forrit eins Inkscape.
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 17:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.9.2007 | 08:12
Bloggarar helsta fréttalindin í átökunum í Búrma
Fréttavaktir Vesturlanda reyna að flytja okkur fréttir af því sem er að gerast í Búrma en erfitt er að fá fréttir. Þær koma helst frá bloggurum í landinu og bloggurum staðsettum í Bretlandi sem fá sendar myndir heiman frá gegnum Internetsendingar, oft eru fréttamyndirnar teknar af sjónarvottum á GSM síma. BBC er með grein um þetta (http://news.bbc.co.uk/2/hi/asia-pacific/7012984.stm ) og ég hlustaði á fréttaskýranda á BBC bera þetta saman við þegar herstjórnin kom til valda á sínum tíma, þá var jafnalvarlegt ástand en heimsbyggðin gat ekki fylgst með, ekkert Internet og ekkert blogg.
Búrma er á botninum varðandi tjáningarfrelsi, er númer 164 af 168 skv. Reporters without borders. það eru bara 0,56 % af fólki sem hefur Internettengningu og öll Internetþjónusta er ríkisrekin og ritskoðuð. Ég hugsa að þessir sem blogga sendi bloggin eitthvað í nágrannaríkin.
![]() |
Mótmælendur særðust í átökum í Yangon |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.9.2007 | 00:54
Tískan í Búrma - Andlitsmálun
Ég var að skoða myndir á flickr merktar Búrna (Myanmar) og þá tók ég eftir að það er skemmtileg tegund af andlitsmálingu í tísku þar. Það virðist vera vaninn að bera duft á nef og kinnar til varnar gegn sólinni en þetta er oft einhvers konar skreytingar. Þetta er skemmtileg tíska, spurning hvenær svona meikup kemst í tísku hérna. Íslenska sortin af svona meikupi væri náttúrulega að klippa mynstur á pappa og bera á sig brúnkukrem þannig að það kæmu svona dökk tákn á kinnarnar.
En hérna eru nokkrar andlitsmálunarmyndir frá Búrma:
Mynd af stúlku með laufblöð á kinnunum og mynd af litlu barni um jólaleytið með jólaskraut um höfuðið og mynd af fiskverkakonu með barðahatt sem líka er með málaðar kinnar til að hlífa sér við sólinni og svo myndir af stúlkum og börnum sem eru svona málaðar í framan.




Menning og listir | Breytt s.d. kl. 00:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.9.2007 | 23:54
Munkarnir í Búrma
Það búast margir við að til tíðinda dragi í Búrma þar sem rauðklæddir munkar marséra núna upp á hvern dag og biðja um lýðræði. Það er frekar lítið um lýðréttindi hjá þessum 50 milljónum sem í landinum búa. Þarna er reyndar athyglisvert ástandi, einhvers konar trúarlegur kommúnísmi.
BBC er með ágæta umfjöllum um ástandið í Búrma. Það er sennilega ekki spurning um hvort heldur hvenær núverandi stjórnvöldum verður steypt í Búrma. Spurningin er frekar hvað kemur í staðinn og hvaða áhrif hefur það á þennan heimshluta. Búrma er vegna legu sinnar nokkurs konar stuðpúði milli Indverja og Kínverja og það er líklegt að þau ríki reyni að skipta sér af þróun þar og ef til vill ekki fara með friði.
Lífið í Búrma snýst mikið um trúarbrögð, það eru allir karlmenn skyldugir til að vera í klaustri einhvern tíma. Það er nú samt ekki þannig að strákar séu munkar ævilangt.
Hér er mynd sem ég fann á flickr af nokkrum smávöxnum munkum í Búrma. Mér virðist þeir ekki vera að mótmæla neinu sérstöku. Myndinar fékk ég hjá Sofia & Tobias
![]() |
Útgöngubann í stærstu borgum Myanmar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.9.2007 kl. 00:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.9.2007 | 22:41
Sjónvarpsturninn og kirkjugarðurinn
Nú er ég komin til Berlín og komin í Netsamband. Ég er í íbúð í Penslauer Berg og út um gluggann þá sé ég sjónvarpsturninn uppljómaðan gefa frá sér einhver blikk öðru hverju. Turninn Fernsehturm er frægt kennileiti hérna í Berlín, hann er eins konar íkon eða trúartákn fyrir tæknihyggju nútímans, hann var tákn fyrir kommúnistastjórnina í Austur Berlín.
Í fyrsta skipti sem ég kom til Berlín sem var einmitt á þessu ári þá hafði fluginu seinkað þannig að ég kom ekki til Berlínar fyrr en eftir miðnætti, það var úrhellisrigning, svona drakúlahryllingsmyndaveður og ég vissi ekkert hvert ég var að fara þegar ég kom út úr lestinni á Alexsandertorginu. Ég hringsólaði í rigningunni og myrkrinu nokkra hringi í kringum sjónvarpsturninn eins og í einhverjum ritual til að átta mig á aðstæðum og tók svo strætó samkvæmt leiðbeiningum sem ég fékk. Strætó stoppaði fyrir framan einhverja múrveggi, ég var búin að skoða þetta allt á Google maps og sjá að íbúðin sem ég hafði leigt gistingu í var í námunda við staði sem ekki voru íbúðahverfi, ég hélt að þetta væru verksmiðjur eða iðnaðarhúsnæði.
Nema hvað að ég fann hvergi gistinguna, ég gekk meðfram múrveggjunum háu og sums staðar voru hlið sem ég reyndi að komast inn um en alls staðar voru þau læst og umhverfið var draugalegt og lítið um lýsingu. Ég varð satt að segja soldið skelkuð, ég var ein á ferð og það er ekkert þægilegt að vera villt á gangi í ókunnri erlendri stórborg eftir miðnætti í rigningu og þrumuveðri og finna hvergi innganginn í húsið sem maður ætlar að gista í og allt umhverfið dimmt og draugalegt.
En sem betur fer rættist úr þessu, mér datt í hug að prófa húsin hinum megin við götuna og þar fann ég rétta húsið.
Ég kunni svo ágætlega við mig hérna, mér finnst fallegt að horfa út á sjónvarpsturninn og stóru tréð og múrvegginn háa út um gluggann. Ég sé nú ekkert nema turninn núna því það er myrkur. En ég er fegin að þarna um nóttina þegar ég kom hér fyrst og þegar ég reyndi að komast ínn í garðinn hinum megin við veginn að mér hafi ekki tekist það og öll hlið þar hafi verið harðlæst.
Það er nefnilega kirkjugarður.
Mín fyrstu kynni af Berlín voru sem sagt að hringsóla í kringum sjónvarpsturninn í myrkri og rigningu rétt eftir miðnætti og reyna í örvæntingu að brjótast inn í kirkjugarð hérna til að gista.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 22:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.9.2007 | 09:02
Brokeback Mountain - íslenska útgáfan : Göngur í Garðsárdal
þessi íslenska stuttmynd Göngur í Garðsárdal frá kvikmyndafélaginu Kvikyndi minnir á Brokeback Mountain. Mér finnst þeir Kvikyndismenn: Sverrir Friðriksson, Pálmi Reyr Þorsteinsson og Freyr Ragnarsson vera ansi skemmtilegir sb. myspace síðu kvikyndis
Ég var að kaupa mér klippikort fyrir íslensku kvikmyndahátíðina. Ég vona að ég komist á einhverjar af Fassbinder myndunum. Ég er mikill aðdáandi Fassbinders. Hvernig skyldi íslenska útgáfan af Querelle verða ef kvikmyndafélagið Kvikyndi réðist í það stórvirki?
Sennilega eru kvikmyndamógúlar framtíðarinnar núna að spreyta sig á stuttmyndum í Youtube stíl þar sem þeir draga dár að hefðbundinni kvikmyndalist og þeim verkum sem hún hefur skapað.
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 09:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.9.2007 | 23:19
Réttardagur á Suðurlandi - Reyðarvatnsrétt
Ég fór í Reyðarvatnsrétt í dag. Hér er stutt vídeó á þegar hjörðin er rekin inn í réttina.
Svo eru hérna nokkrar myndir af fólki í réttunum. Það var gaman að fylgjast með krökkunum spreyta sig á að draga í dilka.
Fullorðna fólkið var aðeins rólegra en krakkarnir:
Svo eru hérna dætur mínar
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 23:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)