Bloggfærslur mánaðarins, september 2009
15.9.2009 | 17:12
Hvar er persónuvernd núna?
Það er kaldranalegt ástand á Íslandi að Vinnumálastofnun sem greiðir fólki atvinnuleysisbætur fyrir að vera í atvinnuleit skuli núna geta samkeyrt að vild einhverjar nemendaskrár háskóla á Íslandi til þess að passa að nemendur í lánshæfu námi séu ekki á atvinnuleysisbótum.
Þetta gerist í sömu viku og opinberir aðilar kippa úr sambandi gagnagrunni sem sýnir tengsl í atvinnulífinu fyrir Hrunið og eftir því sem ég best veit þá er sá gagnagrunnur nú óaðgengilegur vegna persónuverndar. En hvar er persónuvernd varðandi upplýsingar um hvaða nám fólk sækir?
Þeir sem eru á atvinnuleysisbótum eiga að vera "virkir atvinnuleitendur". En málið er bara þannig á Íslandi í dag þá er enga að vinnu að fá nema fólk skapi sér hana sjálft, ennþá er atvinnulíf lamað eftir Hrunið. Það er raunar líka ljóst að stór hluti af vinnufæru fólki á Íslandi þarf að endurskólast og afla sér nýrrar færni. Bankastarfsemi og byggingarstarfsemi verður sennilega aldrei stórir atvinnuvegir og það fólk sem þar starfaði þarf sumt hvert að búa sig undir annars konar vinnu.
En finnst fólki virkilega eðlilegt að Vinnumálastofnun njósni um fólk sem er að reyna að bæta aðstöðu sína í lífinu með því að afla sér einhverrar menntunar og staðan er þannig á Íslandi í dag að engin skólagjöld eru í Háskóla Íslands og það kostar lítið að vera þar skráður í nám. Margir hugsa sér því að þreygja þessa erfiðu tíma þar sem þeir eru að leita að starfi sem ekki virðist vera í sjónmáli að skrá sig í einstök námskeið í háskólanum.
Það er ekkert fylgst með því í samfélaginu að fólk á atvinnuleysibótum hangi á krámog drekki frá sér ráð og rænu eða hangi heima hjá sér og einangrist.
Hvers vegna í ósköpunum eru þeir sem eru á atvinnuleysisbótum og reyna að þola ástandið með því að sækja námskeið í háskólanum sekir um bótasvik bara af því að einhverjir aðrir nemendur í sama námskeiði eru í lánshæfu námi? Hvað með ef einhver atvinnulaus er í fjarnámi við erlendan háskóla - námi sem gæti verið lánshæft hér á landi? Ætlar Vinnumálastofnun að láta samkeyra greiðsluskrá sína og nemendaskrá allra þeirra háskóla í heiminum sem bjóða fjarnám?
Eru það bótasvik að vera skráður í námskeið í háskólanum?
Það eru vissulega svik ef fólk sem er í fullu námshæfu námi er á atvinnuleysisbótum beinlínis í því augnamiði að komast hjá því að taka námslán. En þannig er því ekki varið með marga sem misstu vinnu eða fá ekki vinnu núna eftir hrun. Sumir eru ekkert á leið í nám, aðeins að leita að skjóli og viðfangsefnum til að sitja af sér versta óveðrið í atvinnulífi.
Það þarf engan sérfræðing til að sjá að ásókn í háskólanám á Íslandi núna er að einhverju leyti dulbúið atvinnuleysi. Það þarf heldur engan sérfræðing til að sjá að það er ekkert sem bendir til að allir þeir háskólanemar sem útskrifast á næstu misserum fái starf að loknu námi. Því miður er kreppan djúp og það sér ekki ennþá í botninn. Það fólk sem er í háskólanámi vegna þess að það fær ekki starf og tekur námslán er í raun að borga fyrir að vera atvinnulaust. Það borgar með því að safna skuldabagga inn í framtíðina, framtíð sem er ekki allt of björt í dag.
Það er mikilvægt að unnið verði að því að framfærsla námsmanna verði að hluta til styrkur sem allir geti fengið í einhvern tíma og svo að hluta til viðbótarnám. Þannig er það í nágrannalöndunum og t.d. í Danmörku er styrkurinn svo hár að námsmenn geta lifað bara á styrknum ef þeir fara afar sparlega með fé.
En ég spyr aftur. Hvar er persónuvernd núna? Hvers vegna í ósköpunum má samkeyra þessar skrár og hvað er að því að fólk á atvinnuleysisskrá sé innskráð í háskóla og sitji þar í tímum?
Ef hins vegar atvinnulaust fólk stundar nám af svo miklum þrótti og lýkur það mörgum einingum að það eigi rétt á námsláni þá er sjálfsagt að það sé tekið af atvinnuleysisbótum og beint í námslánakerfið. En það er ekki sjálfgefið hvaða upplýsingar Vinnumálastofnun getur krafið atvinnuleitendur um.
Það er líka ömurlegt að Vinnumálastofnun standi í veg fyrir að atvinnulaust fólk leiti eftir þekkingu og færni sem eykur möguleika þeirra í framtíðinni. Það er líka ömurlegt og fáránlegt að fólk fái atvinnuleysisbætur án þess að vera boðin einhver viðfangsefni svo sem nám, endurhæfing eða einhvers konar atvinnubótavinna.
Skoða frekari bótasvik námsmanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (28)
15.9.2009 | 15:05
Gífurleg gremja
Ég held að borgarfulltrúar meirihlutans í Reykjavík skynji ekki hve gífurleg gremja, reiði og ólga er meðal allra hugsandi og upplýstra manna um hvernig núna er höndlað og möndlað með auðlindir landsins og það gert bak við tjöldin og reynt að blekkja almenning á sama hátt og gert var fyrir Hrunið - og ekki síst vegna þess að okkur grunar að þetta baktjaldamakk sé að kröfu AGS og erlendra stórvelda og stórfyrirtækja.
Vonandi verður afgreiðslu á Magma sölunni frestað í dag. Þessi sala á hlut OR í HS Orku virkar ekki mikið skref í því stóra máli sem er sala en það er ekki aðeins verið að selja hlut í orkufyrirtæki út af því að það er ekki í samræmi við lög að eiga þann hlut.
Núna er ég að hlusta á beina útsendingu á erindi Óskars Bergssonar fulltrúa okkar Framsóknarmanna. Óskar fer yfir málið og hvernig ríkisstjórnin kom að málinu.
Hróp gerð að borgarstjóra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.9.2009 | 12:42
Undarlegt fréttaval Moggans
Ég er ein af þeim sem er ennþá áskrifandi að prentuðu útgáfu af Morgunblaðinu. Það er eins konar styrkur til góðgerðarmála frá minni hálfu, ég vil leggja mitt til að tryggja sem frjálsasta og óháðasta fjölmiðlun á Íslandi, vil tryggja að sjónarhorn í fjölmiðlum sé ekki eingöngu sjónarhorn þeirra sem eiga fyrir allar arðskapandi eigur á Íslandi og halda úti málgagni til að tryggja að svo verði um aldur og ævi. Þegar saga Hrunsins á Íslandi verður skráð þá er ómögulegt annað en tengja þá sögu við fjölmiðlun á Íslandi, fjölmiðlar og opinber umfjöllun voru kerfisbundið notuð til að dásama þá sem við vitum að voru ósvífnir og óheiðarlegir óþokkar og dásama viðskiptalíf og rekstur sem byggðist á blekkingum og svikamyllum.
En ég veit satt að segja ekki hvort ég eigi að halda áfram að styrkja rekstur Morgunblaðsins öllu lengur og halda áfram að vera áskrifandi sem borgar fyrir áskrift. Til hvers? Ég les sjaldnast prentuðu útgáfuna og það sem ég les bæði í prentuðu útgáfunni og á mbl.is núna er óbærilega litað af einhverju sem ég get ekki séð annað en sé samsafn af örvæntingarfullum plottum gjaldþrota og ærulausra fjárglæframanna sem eru að reyna að gera sér mat úr einhverju sem þeir grafa eftir í í rústum íslensks athafnalífs.
Fréttamiðlun á mbl.is hefur snarversnað síðan blaðið komst í núverandi eigu og það er augsýnilegt að það er ekki sá tilgangur með útgáfunni að vera gagnrýnisrödd og umræðuvettvangur, tilgangur með útgáfunni virðist að hagræða sannleikanum þannig að það samræmist sjónarmiðum þeirra sem höndla og möndla bak við tjöldin, tilgangur virðist vera að búa til tjöld sem þeir geta skýlst í og búa til sviðslýsingu þannig að það sem er gert bak við tjöldin virðist vera helgileikur píslarvotta í þjónustu samfélagsins þó allir hugsandi og upplýstir menn sjái að það er brunaútsala og eignauppstokkun sem eingöngu miðar að því að flytja sem mest verðmæti Íslendinga í skjóli myrkraðra tjalda beint til þeirra annað hvort beint eða sem umsýslulaun fyrir að vera handbendi erlendra stórfyrirtækja og gullgrafarafjárfesta.
Hvers konar fréttamat er það að setja inn lítt dulbúið plögg grein fyrir stefnu Sjálfstæðismanna í veitumálum einmitt á sama tíma og verið er að selja frjá borginni hluta í orkufyrirtæki til erlendra aðila, ekki bara það heldur er verið einmitt í dag að höggva gat í virkisvegg og sá virkisveggur verður því einskis virði lengur.
Morgunblaðið þegir þunnu hljóði yfir því sem er mál málanna í dag, sölu á hlut OR í HS Orku til Magma Energy og reynir ekki einu sinni að grafast fyrir um allt það undarlega sem virðist vera að gerast varðandi orkumál á Suðurnesjum heldur tekur þátt í að flytja fréttir sem eru plögg fyrir stjórnmálastefnu sem velflestir Íslendingar eru ósammála, stefnu sem hefur leitt af sér stórkostlegt hrun á Íslandi, stefnu skefjalausrar og eftirlitslausrar einkavæðingar og einkavinavæðingar og tengslavæðingar þar sem bræður og feðgar einhverra ættbálka skipta með sér og hrifsa til sín yfirráðum yfir öllum arðskapandi eigum á Íslandi, í dag til að selja þessi yfirráð úr landi.
Orðið kranafréttamennska er notuð um óvandaða fréttamennsku og ég held að það sé ágætt að halda sig við pípulagnir varðandi samlíkingu á hvernig fréttamennsku Morgunblaðið stundar núna.
Milljarðatap Gagnaveitunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.9.2009 | 22:26
Frá Jöklabréfum til Jöklafyrirtækja - frá útrás til innrásar
Það er óþægileg en ekki óbærileg sviðsmynd að sjá fyrir sér þá framtíð að stór hluti af Suðurnesjum verði í eigu og umsjón alþjóðlegra fyrirtækja þar sem ofsagróði skýst til og frá og pumpast upp í pappírsyfirtækjum og þarna verði orkufyrirtæki og álbræðslur í eigu erlendra aðila. Í sjálfu sér er þetta ekki verra en ástandið var þegar stór hluti af Suðurnesjum voru hernaðarsvæði og þar bjuggu mörg þúsund hermenn. Erlent fjármagn er ekkert verra en loftbólufjármagn íslenskra útrásarvíkinga sem hér stýrðu stjórnmálamönnum, fjölmiðlum, bönkum og atvinnulífi og forseta. En það er gríðarlega mikilvægt að missa ekki ákvörðunarvald yfir íslenskum auðlindum og að almannahagsmunir ráði hvernig þær eru nýttar.
Það má hins vegar spyrja hvers virði sjálfstæði Íslendinga er þegar svo er komið. Fyrir Hrunið köstuðu nokkrir óprúttnir aðilar milli sínum fjöreggjum íslensku þjóðarinnar og þeir gerðu það studdir af regluveldi og lagaumhverfi sem markaðssinnaðir stjórnmálamenn höfðu komið á og á meðan horfðu þeir sömu stjórnmálamenn með velþóknun á þetta gerast og og klöppuðu og forsetinn klappaði mest allra og lofsöng þessa nútíma skraddara og þau nýju föt keisarans sem þeir saumuðu.
En það er óbærilegt að fylgjast nú með því sjónarspili sem núna er sett upp í því augnamiði að blekkja almenning og láta fólk sættast á að samfélagslegar atvinnuskapandi og arðskapandi eigur séu hrifsaðar út úr höndum okkar og greitt fyrir það með smápeningum og kúlulánum. Það er ekki nóg með að Íslendingar séu undir ofurvaldi þeirra sem beita þvingunum og hryðjuverkalögum gerðir að skuldaþrælum út af skuldum einhverra loftbólunetbanka á erlendri grundu sem bjó til peninga og dældi inn í fataleppa og prentsjoppur í Bretlandi heldur eru við núna rænd um hábjartan dag og vald yfir auðlindum þjóðarinnar teknar einhvers konar fjárhagslegu eignarnámi að mér virðist með sams konar aðferðum og viðskipti voru stunduð fyrir Hrunið.
Allt stefnir í að Magna Energy eignist HS orku í gegnum það að kaupa upp Geysir Green Energy og kaupa þannig upp hlut þess í HS Orku og svo kaupa hluti sem falboðnir eru af Orkuveitu Reykjavíkur. En það eru smápeningar sem þetta fyrirtæki ætlar að borga fyrir þann hlut, ekki nema helming af því sem kostar að virkja og miklu lægra en OR keypti hlutinn á og afborganir eru á mjög lágum vöxtum og einungis lítill hluti er greiddur út. Restin á kúluláni sem er með veði hlutnum sem verið er að selja. Það er auk þess ekki hið volduga kanadíska móðurfélag (þetta með nokkra samninga og 8 megawatta raforkuframleiðslu) sem ætlar að selja heldur er það sænskt skúffufyrirtæki en það er eingöngu stofnað til að brjóta sér leið bakdyramegin inn á íslenskan orkumarkað því íslensk lög taka fram að aðilar utan Evrópska efnahagssvæðisins megi ekki eiga íslensk orkufyrirtæki. Hvers virði eru lög? Eru þau bara einhvers virði sem réttlæting til að selja núna hlut OR í HS Orku af því að samkeppnislög banna OR að eiga meira en 10% í öðru orkufyrirtæki? Eru þau bara einhvers virði þegar kemur að því að tryggja erlend yfirráð yfir orkuauðlindum Íslendinga? Eru íslensk samkeppnislög tæki til að tryggja fákeppni og nánast einokun á orkusviði í framtíðinni? Eru íslensk samkeppnislög bara mikilvæg til að hjálpa því sem í fyrra var kallað útrás en var í raun innrás til að verða aftur sama innrás?
Orkufyrirtæki í erlendri eigu verður í einokunaraðstöðu í framtíðinni á Íslandi. Það er einföld ástæða fyrir því. Orkufyrirtæki í opinberri eigu eru allt annað rekstrarform og þau munu ekki koma að virkjunum sem hafa einhverja áhættu í för með sér og þau munu stíga mun varlega til jarðar en gullgrafarar sem leita að 1000% gróða sem þeir geta hrifsað strax til sín. Þau munu ekki heldur lofa fjárfestum ofurgróða ef þau þurfa að taka erlend lán og geta þannig ekki keppt við þá sem gera út á spilaborgarhagkerfi heimsins, þau munu auk þess vinna hægar og eignatengl þeirra eru ljósari og gagnsærri en einkafyrirtækja. Þannig mun t.d. ekki Río Tinto verða raunverulegur eigandi OR eða Landsvirkjunar en það er raunveruleg hætta að slíkt gerist varðandi virkjanafyrirtæki sem selja til álvera, þau geta með tímanum og án þess að við tökum eftir komist í eigu álfyrirtækjanna í gegnum fyrirtækjanet. Þetta með áhættureksturinn er það sama og með olíuauðlindir Norðmanna, Það er engin ástæða til að virkja neitt á Íslandi sem hefur einhverja áhættu, það er ekki verjandi að fara út í neina virkjun á Íslandi nema sýnt sé að hún sé mjög ábatasöm og þannig hefur það verið með þær virkjanir sem þegar hefur verið ráðist í á Íslandi. Það er m.a. út af umhverfissjónarmiðum afar mikilvægt að ekki sé spillt náttúru með virkjunum sem einhver tvísýna er á að séu arðbærar. Orkufyrirtækjum sem stjórnar er af Íslendingum og þar sem almenningur á Íslandi á fulltrúa eru miklu líklegri til að taka mið af langtímahagsmunum Íslendinga og langtímaumhverfissjónarmiðum.
Magna Energy er kanadískt fyrirtæki með frægan stjórnarformann, svona gróðakóng silfurnámanna. En Magma Energy í Kanada er gullgrafarafyrirtæki sem stefnir að ofsagróða en framleiðir svo að segja ekki neitt, framleiðir ekki neitt nema 8 megawött en hefur verið að tryggja sér samninga um virkjanaréttindi í nokkrum löndum t.d. Perú og Argentínu og gengið býsna vel því jarðvarmaveitur eru í tísku en fjárfestar telja að græn orka sé gróðalind ekki síst vegna þess að orkuframleiðsla heimsins vex minna en orkuþörf og orkuskortur fyrirsjáanlegur og viðurlög við mengun verða strangari. Þar að auki hefur tækni við jarðvarmaveitur fleygt fram í heiminum og hægt að virkja með þannig virkjunum á svæðum sem ekki var kleift áður.
Það er raunar ekki Magma Energy í Kanada sem framleiðir 8 Megawött, það er kanadíska móðurfélagið, félagið sem er að kaupa á Íslandi framleiðir ekki neitt, er eingöngu skúffufyrirtæki stofnað til að fara á svig við íslensk lög.
Ég er að reyna að átta mig á hvort hagsmunaaðilar tengdir Framsóknarflokknum spili eitthvað hlutverk í því sem nú er að gerast í viðskiptum í orkumálum á Íslandi. Allir sem taka þátt í stjórnmálastarfi eigi að skoða sinn heimaakur og ég skoða sérstaklega Framsóknarflokkinn enda vil ég vinna að því að minn flokkur leiði sem mest uppbyggingu og breytt vinnubrögð á Íslandi núna eftir Hrunið. Það gengur ekki að sökkva Íslendingum aftur ofan í sama dýpið, það eina sem dugar er að byggja hér upp þjóðfélag samhjálpar og samvinnu og hverfa frá blindri gróðahyggju og einkavæðingu og viðskiptalífi spilaborgarfjárglæfra. Mér virðist tengsl aðila tengdum Framsókn vera þannig að Finnur Ingólfsson fyrrum iðnaðarráðherra á fyrirtækið Fikt ehf og það fyrirtæki á ásamt Helga S. Gumundssyni fyrrum stjórnarmanni í Seðlabankanum fyrirtækið Landvar og það fyrirtæki á í VGK Invest. Mannvit verkfræðistofa á líka hlut í VGK invest og í gegnum það félag hlut í GGE. Landvar ehf (Helgi Guðmundsson og Finnur) og Þeta ehf. (Kristinn Hallgrímsson) eru félög sem munu eiga helmingshlut í VGK Invest , mig minnir að Landvar eigi meirihlutann af því .
Er VGK Invest þessi félög og VGK hönnun? Ég get nú reyndar ekki fundið annað en fyrirtækið Mannvit sé öflug og trúverðug verkfræðistofa, raunar eina vísbendingin um að alvörufærni sé á bak við þá sem standa að GGE. (heimild Mannvit á hlut í GGE í gegn um VGK-Invest)
En það virðist blekkingarleikur í gangi og sömu vinnubrögð og voru fyrir Hrun. Spagettikássa skúffufyrirtækja og látið sem fyrirtækin séu rekin af trúverðugum og öflugum aðilum þegar þau eru það ekki. VGK Invest er bara skúffufyrirtæki en það er látið eins og það sé verkfræðistofa. Hér er dæmi:
Mannvit sem er stærsta verkfræðistofa landsins er kynnt á vefsíðu Geysir Green energy (www.geysirgreenenergy.com) sem eigandi hlutsins sem VGK-Invest á.
Sjá vefslóðina http://www.geysirgreenenergy.com/about/shareholders/
Þar stendur að Mannvit Engineering ( VGK Invest) eigi 7 % af Geysir Green Energy og ef smellt er á nafnið þá er tenging í http://www.mannvit.com
Samt kemur fram í grein í DV 11. júlí 2009 og haft eftir Sigurði Arnalds stjórnanda hjá Mannvit orðrétt:
Mannvit á hlut með öðrum í allmörgum öðrum fyrirtækjum. Þau fyrirtæki eru að sjálfsögðu ekki Mannvit hf. Eitt þeirra er eignarhaldsfélagið VGK-Invest, sem á 6,8% hlut í Geysi Green Energy. Mannvit á þannig óbeinan hlut í því ágæta félagi.
Er þetta ekki sömu klækjabrögðin og voru þegar REI var kynnt eins og sama fyrirtæki og Orkuveita Reykjavíkur beinlínis til að slá ryki og blekkja erlenda fjárfesta?
Mér sýnist að það sé verið að blekkja erlenda fjárfesta alveg eins og íslenskan almenning.
Það er erfitt að finna út hver á hvað því skúffufyrirtækin virðast spretta upp og hverfa á augabragði en það sárgrætilegasta við fjármálagjörninga sem voru framdir fyrir hrun er að í flestum tilvikum var um einhvers konar skuldsettar yfirtökur að ræða og það voru bankar eða fyrirtæki sem áttu hvort annað og voru með einhvers konar blöff í gangi sem keyptu hluti í arðvænlegum íslenskum fyrirtækjum. Þannig býst ég við að hlutir í HS Orku hafi verið keyptir og það er íhugunar- og rannsóknarefni hve mikil raunveruleg verðmæti komu inn í t.d. GGE og hve mikið voru skuldir sem núna lenda á íslensku þjóðinni gegnum gjaldþrota fyrirtæki og verðlaus hlutabréf í eigu gjaldþrota banka sem lánuðu gegn veði í þessum bréfum.
Það verður að segjast eins og er að saga GGE er ekki saga upplýstrar og trúverðugrar umræðu og hún er ekki dæmi um heiðarlega samkeppnisiðju og fullkomið markaðshagkerfi. Svona tilraun til samkeppnisreksturs er skrípaleikur, má ég þá frekar biðja um ríkisrekstur stjórnað af aðilum sem eru trúir sínu samfélagi en hafa ekki gleymt því að þeir eru þjónar fólksins en hafa ekki fengið upp í hendurnar til einkaafnota spilafé til að taka þátt í matadorleik peningahagkerfis. Það er sárgrætilegt hvernig fé úr samvinnufélögum brann upp í ýmsum skrýtnum fjármálagjörningum.
En til að reyna að glöggva mig á hver á hvað þá er þetta yfirlit yfir GGE og hluta af sögu þess. Bjarni Ármannsson (þessi sem er í fréttum núna því hann telur óábyrgt að borga kúlulánin sín) og Hannes Smárason útrásarvíkingur koma þar mikið við sögu.
Í stuttu máli er saga GGE þessi, það er stofnað í byrjun árs 2007 af FL Group, Glitnir og VGK hönnun og er tilgangur félagsins að fjárfesta í verkefnum tengdum sjálfbærri orku víðs vegar um heiminn, sérstaklega jarðvarma. Þá var Hannes Smárason forstjóri FL GRoup og Bjarni Ármannsson forstjóri Glitnis. GGE réði Ásgeir Margeirsson fyrrverandi framkvæmdastjóra OR sem forstjóra.
Það er augljóst að GGE hafði einhverja "hidden agenda" og var beinlínis stofnað til að hrifsa til sín orkufyrirtæki sem yrðu einkavædd, já svona eins og endurtekin bankaeinkavæðingin. Það er áhugavert að fyrrum stjórnarformaður OR Guðlaugur Þór þingmaður Sjálfstæðismanna var talsmaður einkavæðingar orkufyrirtækja eins og raunar Illugi Gunnarsson (Sjóður 9 ) og það má í þessu sambandi skoða hve duglegur Guðlaugur var að hala inn fé í Sjálfstæðisflokkinn (sem flokkurinn hefur nú skilað og sýnt að hann ætlar að breyta um vinnubrögð, takk fyrir það Sjálfstæðismenn!)og það er sorglega grunsamlegt og þarfnast nánari rannsóknar hve tímasetning á stofnun GGE var því að sá stofnaðili sem átti leiðandi hlut í félaginu þ.e. Fl Group gaf gríðarmikið fé inn í Sjálfstæðisflokkinn fyrir orðastað stjórnmálamanns sem var stjórnarformaður Orkuveitu Reykvíkinga. Í frétt frá stofnun GGE segir: "Geysir Green Energy mun einbeita sér að tækifærum í nýtingu jarðvarma, fjárfestingum í þróun og byggingu jarðvarmaorkuvera, annast yfirtöku á jarðvarmaorkuverum í eigu orkufyrirtækja og taka þátt í einkavæðingu orkufyrirtækja þar sem tækifæri gefast."
Fl GRoup átti leiðandi hlut í GGE. Upphaflegt stofnfé var 100 milljónir dollara eða um 7 milljarðar á þáverandi gengi. Það er nú reyndar ekki augljóst hver á hvað í þessu félagi enda virðist það augljóst að margt var gert til að slá ryki í augu fjárfesta og/eða kröfuhafa t.d. varðandi Fl Group, það var í erlendri pressu látið eins og þetta væri miklu meira en það er.
Það sprakk allt upp í loft í Reykjavík út af REI málinu og þar verð ég að hrósa sexmenningunum í Sjálfstæðisflokknum og fulltrúum Vinstri grænna og Samfylkingar í OR fyrir að hafa stoppað þá vitleysu alla.
Það er raunalegt hvernig Össur sem þá var iðnaðarráðherra og Ólafur Ragnar forseti dingluðu með í þeim dansi, ég hef nú átt erfitt með að taka mark á þeim síðan þó ég virði þá báða sem heiðarlega og gáfaða stjórnmálamenn.
3. október 2007 var sagt frá því í fréttum að orkufyrirtækin REI (útrásararmur OR) og GGE hefðu sameinast og hlutaféð væri 40 milljarðar, OR ætti 35% hlut, FL Group 27% og Atorka 20%. Bjarni Ármannsson yrði stjórnarformaður og Guðmundur Þóroddsson forstjóri. Guðmundur fullyrti þá í að heildareignir væru 60 milljarðar og milljarðatugir í gróða í vændum.
Í fréttum var sagt frá að 500 milljóna króna hlutur Bjarna Ármannssonar, stjórnarformanns REI, hefði tvöfaldast að verðmæti á þremur vikum. Verðmætaaukningin væri hálfur milljarður króna og 5. október var vitnað í Bjarna sem þá taldi að REI væri metið á 65 milljarða króna en það hefði verið talið 18 milljarða króna virði tæpum mánuði áður.
Þetta er reyndar blekkingaleikur sem við vitum núna að útrásarvíkingarnir notuðu oft og iðulega, þeir seldu fram og til baka fyrirtækin og bréfin rokkuðu upp úr öllu valdi, ekki síst ef hægt var að láta þetta fara í gegnum banka sem var í höndum þessara sömu aðila. Svo byggðist íslenska fjármálaundrið einfaldlega á carry-trade.
Þess má reyndar geta að hlutur OR í Hitaveitu Suðurnesja (Nú HS Orku) átti að yfirfærast til Rei og svo átti REI að sameinast GGE. GGE átti 32% í Hitaveitu Suðurnesja og OR 16 %.
Össur iðnaðarráðherra féll hins vegar marflatur fyrir blekkingum útrásarvíkinga - nú eða það sem er verra - kannski spilaði hann með í blekkingunni til að blekkja umheiminn um hvernig ástandið væri á íslensku fjármálalífi - á sama hátt og forsætisráðherra og utanríkisráðherra þeystu um lönd til að sannfæra umheiminn um að allt væri í lagi með íslensku bankana einmitt þegar þeir römbuðu á heljarþröm og rétt áður en þeir steyptust niður í hyldýpið og tóku okkur með sér. Össur tjáði sig margoft um hvað það væri mikil viðskiptaleg snilld að búa svona til peninga úr engu. Þetta var m.a. haft eftir Össuri:
Aðspurður hvort hann teldi að rétt að borgin ætti fyrirtæki eins og REI sagðist Össur ekki hafa neinar hugmyndalegar efasemdir um það. Ég tel það hafa verið viðskiptalega snilld að koma þessum óefnislegu verðmætum, þekkingunni og reynslunni innan Orkuveitunnar, með þessum hætti í verðmæti," segir Össur.... Það er búið að leggja fram af hálfu borgarinnar 4,6 milljarða, hluturinn virðist vera 23 milljarða virði (Sjá Vísir - Viðskiptaleg snilld að koma þekkingu Orkuveitunnar í verðmæti )
Í útvarpsfréttum snemma í október 2007 sagði Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra að sér þætti mikil viðskiptaleg snilld ef tækist að búa til 1415 milljarða verðmæti nánast úr loftinu fyrir okkur skattborgara í Reykjavík með hinu nýja REI. Össur óskaði þess, að Reykjavíkurborg tækist að realísera þessi verðmæti. Hún gæti hugsanlega notað þau til að lækka orkuverð.(Sjá bjorn.is 16.3.2008)
Á nokkrum dögum í október 2007 poppuðust bréfin upp úr öllu og forsetinn og útrásarvíkingarnir voru á ferð og flugi að selja hugmyndina. Bjarni Ármannsson og Hannes Smárason fóru á fund í London og ég gat ekki betur séð á efni sem ég skoðaði á enskum vefsíðum en það væri verið að slá ryki í augu væntanlegra erlendra fjárfesta, það var látið eins og verið væri að kaupa sjálfa Orkuveitu Reykjavíkur og það var á ýmsum stöðum rætt um reynslu hennar sem frumkvöðuls í jarðvarmaorku. Á fundinum í London sögðu þeir Bjarni og Hannes Smárason, forstjóri FL Group, að eignir REI yrðu á bilinu 180 til 300 milljarðar króna, þegar félagið færi á markað árið 2009. Í fréttum hljóðvarps ríkisins kl. 18.00 7. október 2007 sagði: Á þriðjudaginn [2. október] flaug Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, til Kína í boði Glitnis. Þar var forsetinn að plögga jarðvarmaútrás/innrás á Íslandi.
Meirihlutasamstarf Framsóknar og Sjálfstæðisflokks klofnaði út af þessu REI máli og nýr meirihluti var myndaður 12. október. Hinn 1. nóvember 2007 hafnaði borgarráð samruna REI og GGE og ógilti bæði samrunann og tuttugu ára þjónustusaming REI við Orkuveitu Reykjavíkur. Hinn 2. nóvember ógilti stjórn OR einróma samruna REI og GGE. Hannes Smárason forstjóri FL Group hótaði skaðabótamáli en engin skaðabótakrafa barst.
Forseti Íslands Ólafur Ragnar og Guðmundur Þóroddsson, forstjóri REI voru heiðraðir af Bill Clinton fyrir að lofa 8 til 9 milljörðum fimm árum til fjárfestinga í fátæka afríkuríkinu Djíbúti. Hvað varð af þeirri fjárfestingu, hver lofaði henni og er staðið við hana?
Í fyrrasumar var tilkynnt um 15 milljóna dollara hlutafjáraukningu bandaríska fyrirtækisins Wolfensohn & Co í Geysi Green Energy (GGE). Peningarnir hafa hins vegar ekki skilað sér oÓlafur Jóhann Ólafsson er genginn úr stjórn félagsins.
Svo gerist það í febrúar 2008 að þa FL Group leggur 18,4 % hlut inn í Glacier Renewable Energy Fund sem verður einn af glitnis sjóðum . Atorka jók hlut sinn í GGE í 43,8% (i gegnum dótturfélagið Atorka Renewable Energy Fund) og VKG Invest er komið með 10,8%. VKG Invest virðist svo verða að VGK Invest (Mannvit Engineering) og eiga 9 % (heimild um sögu GGE m.a. í grein Björns Bjarnasonar Hið misheppnaða snilldarbragð - enn um samruna REI og Geysir Green )
Þetta blogg er frekar sundurlaus samantekt á sögu GGE og hvernig valdaþræðir og hagsmunir tengjast því. Það er gríðarleg hætta einmitt núna þegar við erum í klemmdri stöðu að taka ákvarðanir sem skerða möguleika Reykvíkinga og annarra landsmanna í framtíðinni. Þetta blogg er líka aðvörun til Íslendinga og ákall til stjórnmálamanna, sérstaklega hinna ágætu borgarfulltrúa Reykjavíkur sem núna eru hverjum öðrum betri og vinna af trúmennsku fyrir borgina (Óskar er náttúrulega bestur enda er hann jarðbundinn og skynsamur Framsóknarmaður sem ég reyni mikið að sannfæra um að þessi sala sé ekki svo sniðug:-) um að fylgjast með því sem er að gerast og stoppa aftur svona vitleysu og spilaborgarblekkingarleik.
Sala á öllum hlut HS orku til einkaaðila í dularfullum skúffum og með kúluláni er ekkert að gera fyrir atvinnusköpun í Reykjavík en til langs tíma þá geta skrýtnir gjörningar í orkumálum eyðilagt möguleika borgarbúa og fólks hér í þéttbýlinu á suðvesturhorninu. Loforð eru loforð og stundum eru loforð líka loftbólur og þegar látið er í veðri vaka að Magna energy muni koma hér með mikið fé til virkjunarframkvæmda þá mun það ekki gerast nema ástandið breytist í heiminum. Og ef ástandið breytist í heiminum þannig að stóru fyrirtækin fara að byggja stóriðjuver aftur þá mun svo sannarlega verða eftirspurn eftir orkuverum á Íslandi og/eða hægt að fá fé til framkvæmda. Það getur líka verið að lögum verði breytt, það eru skrýtin samkeppnislög sem virka þveröfugt við það sem þau áttu að gera, samkeppnislög sem ala á spillingu og einokun og brjóta skúffufyrirtækjum leið inn í íslensk orkufyrirtæki. Það er verið að tryggja samninga núna, þetta er sami leikur og þegar aðilar tryggðu sér aðstöðu fyrir olíuhreinsunarstöð í Arnarfirði. Það hefur sennilega aldrei verið á teikniborðinu hjá því fyrirtæki að reisa þar olíuhreinsunarstöð heldur er aðalmálið að fá samninginn í heldur og bíða svo þangað til auðlindin þ.e. aðstaðan verður mikilsvirði og hægt að koma í verð.
Þetta er sama og spákaupmennirnir sem núna reyna að tryggja sér yfirráð yfir vatni vitandi það sem allir ættu að vita að vatn hækkar í verði. Þeir ætla ekki að reisa vatnsverksmiðjur, aðalatriðið er að hafa samninga til langs tíma um vatnssölu. Það eru svona viðskiptahættir sem draga að sér skúrka, svona eins og Iceland Glacier Products í Snæfellsbær
Núna spretta upp fyrirtæki með jökla í nafninu eins og Glaciers Partners Corp og Capacent Glacier og Glacier Renewable Energy Fund en það er ekki víst að það séu neinir raunverulegir jöklar bak við þau nöfn og hvað þá rennandi vatn.
Samruni Geysis Green og HS Orku samþykktur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
8.9.2009 | 08:20
Óðal feðranna
Daginn sem Alþingi Íslendinga samþykkti Icesave samninginn lauk ég við að mála eldhúsið. Daganna sem umræðurnar stóðu hæst á Alþingi þá málaði ég bæði eldhúsið og baðið og vaskahúsið niðri í kjallara.
Kvikmyndin Óðal feðranna frá 1978 endar á því að söguhetjan er að mála húsið sitt, söguhetjan sem er stökk í sveitinni sinni eftir að móðir hans hefur selt frá þeim afnotarétt til óralangs tíma á því eina sem einhvers virði var í eigu þeirra og kaupfélagið í plássinu er komið á nýja kennitölu og sú inneign sem þau áttu þar er horfin. Hvers vegna endar Óðal feðranna svona ? Jú, myndmálið segir að sá sem málar húsið sitt er ekki á förum, hann hefur ákveðið að vera.
Það er mannsaldur eða um þrjátíu ár frá því að myndin um Óðal feðranna kom út, kvikmyndin sem sagði söguna af þeim sem urðu eftir í sveitinni og sagði söguna af átthagafjötrum. Söguna sem var sögð gegnum sjónarhorn þeirra sem búa í borgum og fyrir þá sem búa í borgum.
Ég velti fyrir mér hvernig sagan verður sögð af þeim fjötrum sem núna leggjast yfir íslenska þjóð. Einhvers konar nútíma herleiðing þar sem við erum orðin skattland erlendra stórvelda sem hingað kemur til að innheimta skatta sem reyndar eru núna kallaðir skuldir.
En núna er reynt að fá okkur til að kyssa og blessa fjötrana og láta allar bjargir okkar af hendi eins og það sé verið að gera okkur greiða og stjórnmálamenn, bankamenn og fjölmiðlamenn vefja þetta inn í orð eins og til að fela fyrir okkur hvað er að gerast. Tala um að það sé ekki verið að selja auðlindir þó þær séu framseldar í tvo mannsaldra til erlendra gullgrafara og skúffufyrirtækja.
Af hverju eigum við að hegða okkur eins heimskulega og móðirin í Óðali feðranna? Af hverju eigum við að sætta okkur við dularfulla og óskiljanlega fjármálagjörninga sem fyrst og fremst hafa gróðahagsmuni einkaaðila að leiðarljósi?
Hagfræðingurinn Stiglits segir í Fréttablaðinu í dag:
"Erlend fjárfesting í virku fyrirtæki sé ekki í öllum tilfellum fjárfesting heldur fjármagnsflutningar. Stundum komi alls ekki peningar inn í landiði, heldur fái fyrirtækið féð jafnvel að láni innanlands.
Fjárfestar vilji helst ekki að neitt sé gert opinskátt um slíka samninga og af augljósri ástæðu: Það er verið að ræna landið."
Það er verið að ræna landið núna með samningum um sölu og framsal á orkuauðlindum Íslendinga. Það er skylda okkar fyrir hönd barna okkar og allra Íslendinga sem hér ætla sér að búa í framtíðinni að gæta hagsmuna almennings og breyta ekki orkuauðlindum Íslendinga í spilastokk fyrir næstu umferð í spilaborgarsamfélagi fjármálamanna.
Guðni bauð þjóðstjórn ári fyrir fall bankanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.9.2009 | 09:47
1000 % hagnaður og samkeppnislög sem hindra samkeppni
Orkuveita Reykjavíkur má ekki eiga meira en 10 % í HS orku vegna orkulaga. Þess vegna reynir OR núna að selja hlut sinn og einn kaupandi hefur gert tilboð sem stjórnin hefur tekið. Það er hins vegar borgarráð og borgarstjórn sem hafa seinasta orðið. Út frá sjónarhóli OR og miðað við það að umhverfi orkulaga verið óbreytt þá brást stjórn OR hárrétt við þessi máli og gerði þar sem stjórninni bar og var falið að gera.
Í þessu máli þarf hins vegar að horfa lengra, horfa á hagsmuni Íslendinga til langs tíma og horfa til þess ástands sem hérna skapaðist og reyna líka að ana ekki beint aftur ofan í sama forað.
Það má líka benda á að hagsmunir íslenska orkukgeirans og Reykjavíkurborgar eru nátendir meira segja svo tengdir að Reykjavíkurborg stendur ennþá í ábyrgðum fyrir Landsvirkjun þá að búið sé að selja hluta borgarinnar.
Það sem ég hef lesið um þetta fyrirtæki Magma Energy og stjórnarformann þess Ross J. Beaty vekur verulega tortryggni mína og því meira sem ég les þeim mun meira staðfestist ég í þeim grun að hér sé rekstur einmitt af þeim toga sem ég vil hvorki hafa á Íslandi né annars staðar í heiminum og hér sé verið að fara úr öskunni í eldinn.
Forsaga Ross J. Beaty er í silfurnámuvinnslu. Menn ættu að kynna sér samfélagsleg áhrif þeirrar vinnslu og ekki síst mannréttindi þeirra sem starfa í námunum. Arðurinn að þeirri námavinnslu rennur ekki til nærsamfélagsins, arðurinn er fluttur út og dreift til þeirra sem standa að fjölþjóðlegum auðhringjum eins og Ross J. Beaty býr til. Þetta fyrirtæki Magma energy er bara pappírsfyrirtæki til að skúffa ágóða til og frá. En gefum Ross J. Beaty orðið. Hann segir sjálfur:
For your shareholders, don't look for 10% returns, look for 1000% returns. Face it, the mining game is a highly risky business, and you should try ...to earn your investors massive returns in exchange for them taking the risk of investing in this sector." Sjá hér http://www.gold-speculator.com/people-interest/5156-ross-beaty.htm
Sem viðskiptafræðingur og hagfræðingur þá veit ég að það þarf að vara við öllum sem lofa eða stefna á 1000% ávöxtun. Það er ekkert sem bendir til að hér sé ábyrgt fyrirtæki á ferð og þetta fyrirtæki hefur enga reynslu í jarðvarma. Eina reynslan sem Ross J. Beaty virðist geta státað af er að búa til fyrirtæki sem draga mikinn arð til hluthafa sem eru ekki í sama landi og þær auðlindir sem hann hefur fjárfest í.
Þetta er nýlendustefna og leið til að Ísland verði áhrifalaus og bláfátækt sker þar sem svona fyrirtæki soga burt allan ágóða af auðlindum og fleyta honum til hluthafa sinna erlendis.
Það er á ábyrgð allra Íslendinga að flana ekki að neinu í svona málum. Hér er verið að stíga stærra skref en að selja hlut út úr orkufyrirtæki á Íslandi, hér er verið að stíga það skref að hleypa erlendum pappírsfyrirtækjum með nákvæmlega sömu vinnubrögð og fyrirtæki útrásarvíkinganna að íslenskum orkuauðlindum.
Það má reyndar líka velta fyrir sér hve stóran hluta samkeppnislög spila í þessu máli. Karl skrifar ágæta athugasemd á bloggið hennar Láru Hönnu, hér er hluti hennar:
Það getur ekki verið tilgangur samkeppnislaga að stuðla að stórskaða þeirra fyrirtækja sem fá á sig úrskurð um ógildingu fjármálagjörninga. Þannig þyrfti e.t.v. ekki annað en að opna á það í lögunum að veita megi frest til að fullnusta úrskurð, bjóði markaðsaðstæður ekki upp á ásættanlega lausn mála með beinni sölu á markaði. Á meðan sá frestur gildir má hugsa sér að fylgst sé nánar með starfsemi viðkomandi fyrirtækis af samkeppnisyfirvöldum en alla jafna. Auðvitað er alveg (eða hefði alveg verið) hægt að leysa þetta mál. Eðlilegast hefði sennilega verið að kaupin af Hafnarfjarðarbæ hefðu gengið til baka.
En miklu alvarlegra mál er að þetta snýst í raun ekki um samkeppni, heldur er hér í mínum huga mikill og alvarlegur skortur á samkeppni í uppsiglingu. Þegar Magma ákveður að hækka skuli gjaldskrá HS Orku um 30-70, nú eða 130%, þá stöndum við neytendurnir berskjaldaðir og eigum ekki lengur tryggan aðgang að varmanum í jörðinni og rafmagninu í leiðslunum (sbr. regnvatnið í Bólivíu og rafmagnið í Soweto í Suður-Afríku). Nú er það ekki svo að við getum t.d. þá ákveðið sem neytendur að skipta þá bara við annað fyrirtæki