Óðal feðranna

Daginn sem Alþingi Íslendinga samþykkti Icesave samninginn lauk ég við að mála eldhúsið. Daganna sem umræðurnar stóðu hæst á Alþingi  þá málaði ég bæði eldhúsið og baðið og vaskahúsið niðri í kjallara.  

Kvikmyndin Óðal feðranna frá 1978 endar á því að  söguhetjan er að mála húsið sitt, söguhetjan sem er stökk í sveitinni sinni eftir að móðir hans hefur selt  frá þeim afnotarétt  til óralangs tíma á því eina sem einhvers virði var í eigu þeirra og kaupfélagið  í plássinu er komið á nýja kennitölu og  sú inneign sem þau áttu þar er horfin.  Hvers vegna endar Óðal feðranna svona ?  Jú, myndmálið segir að sá sem málar húsið sitt er ekki á förum, hann hefur ákveðið að vera.

Það er mannsaldur eða um þrjátíu ár frá því að myndin um Óðal feðranna  kom út, kvikmyndin sem sagði söguna af þeim sem urðu eftir í sveitinni og sagði söguna af átthagafjötrum. Söguna sem var sögð gegnum sjónarhorn þeirra sem búa í borgum og fyrir þá sem búa í borgum.

Ég velti fyrir mér hvernig sagan verður sögð af þeim fjötrum sem núna leggjast yfir íslenska þjóð. Einhvers konar nútíma herleiðing þar sem við erum orðin skattland erlendra stórvelda sem hingað kemur til að innheimta skatta sem reyndar eru núna kallaðir skuldir.

En núna er reynt að fá okkur til að kyssa og blessa fjötrana og láta allar bjargir okkar af hendi eins og það sé verið að gera okkur greiða og stjórnmálamenn, bankamenn og fjölmiðlamenn vefja þetta inn í orð  eins og til að fela fyrir okkur hvað er að gerast. Tala um að það sé ekki verið að selja auðlindir þó þær séu framseldar í tvo mannsaldra til erlendra gullgrafara og skúffufyrirtækja.

Af hverju eigum við að hegða okkur eins heimskulega og móðirin í Óðali feðranna? Af hverju eigum við að sætta okkur við dularfulla og óskiljanlega fjármálagjörninga sem fyrst og fremst hafa gróðahagsmuni einkaaðila að leiðarljósi?

Hagfræðingurinn Stiglits segir í Fréttablaðinu í dag:

"Erlend fjárfesting í virku fyrirtæki sé ekki í öllum tilfellum fjárfesting heldur fjármagnsflutningar. Stundum komi alls ekki peningar inn í landiði, heldur fái fyrirtækið féð jafnvel að láni innanlands. 

Fjárfestar vilji helst ekki að neitt sé gert opinskátt um slíka samninga og af augljósri ástæðu: Það  er verið að ræna landið."

Það er verið að ræna landið núna með samningum um sölu og framsal á orkuauðlindum Íslendinga. Það er skylda okkar fyrir hönd barna okkar og allra Íslendinga sem hér ætla sér að búa í framtíðinni að gæta hagsmuna almennings og breyta ekki orkuauðlindum Íslendinga í spilastokk fyrir næstu umferð í spilaborgarsamfélagi fjármálamanna.

 

 

 


mbl.is Guðni bauð þjóðstjórn ári fyrir fall bankanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Svona á fólk að skrifa á blogginu. Alger snilld!

Árni Gunnarsson, 8.9.2009 kl. 08:29

2 identicon

Algjörlega sammála þér, Salvör. Frábær lesning.

Skorrdal (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 08:39

3 Smámynd: Sævar Helgason

Góður og innihaldsríkur pistill-sammála þér...

Sævar Helgason, 8.9.2009 kl. 09:13

4 Smámynd:

Vá hvað þetta var góð samlíking. Verst að þetta er satt. Sammála hverju orði.

, 8.9.2009 kl. 21:39

5 Smámynd: Guðmundur Guðmundsson

Ég tæki ofan fyrir þér gengi ég með hatt. Allt satt og rétt.

Guðmundur Guðmundsson, 8.9.2009 kl. 22:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband