Bloggfćrslur mánađarins, september 2008

Örorkubćtur útigangsmanna

Ég horfđi á  viđtal viđ útigangsmanninn Sigurđ  Grettir  í Reykjavík í Íslandi í dag.

Ađstćđur Sigurđar Grettis eru átakanlegar, hann er heimilislaus áfengisfíkill og lífiđ snýst um ađ halda sér á floti frá degi til dags.  Hann er á götunni og hann lýsti í viđtalinu hversu átakanlegt ţetta líf er. 

Ég velti fyrir mér hvort ţeir sem eru í sömu ađstćđum og hann fái örorkubćtur frá íslenska ríkinu. Ef svo er ţá má spyrja í  hvađ  ţćr örorkubćtur fara.


Gifting hjá Sallý

Salvör Kristín frćnka mín og Ingi giftu sig núna á laugardaginn. Giftingin var í Garđakirkju á Álftanesi og svo var mikil veisla fram á nótt í Auđbrekku í Kópavogi. Ţađ var mikiđ ađ dansfólki í veislunni ţví margir í ćttinni ćfa dans. Dóttir Sallýar og dóttirdóttir sýndu dansatriđi. Hér er brot af dansinum

 Svo eru hérna nokkrar myndir úr kirkju og veislu.


Svartir svanir á Íslandi

svanur

Norđlenska stórskáldiđ Davíđ Stefánsson skírđi ljóđabókina sína "Svartar fjađrir" og orti
Svívirtu ekki söngva ţá,
er svörtum brjóstum koma frá,
ţví sólelsk hjörtu í sumum slá,
ţótt svörtum fjöđrum tjaldi,
svörtum fjöđrum í sólskininu tjaldi.

Davíđ orti ţetta ljóđ ekki um svarta svani heldur um fuglinn sem bjó á öllum bóndabćjum, um krumma. Davíđ hefur sennilega aldrei séđ svartan svan amk fóru ţeir ekki ađ sjást á Íslandi fyrr en á síđustu árum. Útbreiđsla svartra svana er sums stađar af manna völdum, ţeir hafa veriđ fluttir inn sem skrautfuglar á vötnum eđa sem fuglar í dýragörđum og ţađan breiđst út í villtri náttúru.

Ţetta er fallegur fugl, vonandi á ég eftir ađ sjá hann á Íslandi en ţangađ ţá verđ ég ađ láta mér nćgja ađ skođa myndir af honum. Ég skrifađi á sínum tíma greinar á wikipedia um svartsvani og hnúđsvani og las mér ţá heilmikiđ til um ţessar svanategundir. Ţađ er nú skemmtilegt hversu brösuglega gekk ađ koma hnúđsvönum upp á Tjörninni í Reykjavík.  Ţađ gekk ágćtlega ţangađ til fuglarnir verptu og veru međ unga. Ţá hins vegar varđ steggurinn afar grimmur og  nánast mannýgur og hćttulegur börnum.  Fór ţví sú tilraun út um ţúfur og eru engir  hnúđsvanir á Tjörninni.

Ţađ vćri nú samt afar skemmtilegt ef Tjörnin í Reykjavík gćti líka veriđ einhvers konar stađur ţar borgarbúar gćtu skođađ  margar tegundir fugla og ţá sérstaklega ţćr andategundir sem hér ţrífast. Ţađ er ansi fábreytt ađ skođa ţetta freka mávager sem hefur lagt undir sig Tjörnina ásamt gćsunum.  

Hér eru wikipedia greinar um svanategundir sem eru á  Íslandi eđa hafa sést hérna: 


mbl.is Tveir svartir svanir heimsćkja landiđ árlega
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Fyrri síđa

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband