Örorkubætur útigangsmanna

Ég horfði á  viðtal við útigangsmanninn Sigurð  Grettir  í Reykjavík í Íslandi í dag.

Aðstæður Sigurðar Grettis eru átakanlegar, hann er heimilislaus áfengisfíkill og lífið snýst um að halda sér á floti frá degi til dags.  Hann er á götunni og hann lýsti í viðtalinu hversu átakanlegt þetta líf er. 

Ég velti fyrir mér hvort þeir sem eru í sömu aðstæðum og hann fái örorkubætur frá íslenska ríkinu. Ef svo er þá má spyrja í  hvað  þær örorkubætur fara.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Salvör

Það kom fram í viðtali við fíkil á götunni um daginn að hann fengi örorkubætur. Ég er 75% öryrki svo ég get upplýst þig um svona hér um bil hvað þessi maður er að fá í tekjur, en ekki hvernig hann eyðir þeim þó giska auðvelt sé að ímynda sér það.

Grunnlífeyrir frá TR er kr.26.728 og hann er óbreytanlegur þ.e.a.s. hækkar ekki eða lækkar vegna annarra tekna mannsins.

tekjutryggingin er svo breytileg, hún fer eftir því hve mikið hann fær frá sínum lífeyrissjóði/um ef hann til dæmis fær c.a. 55 þús. mánaðarlega úr lífeyrissjóði eins og ég er tekjutryggingin hans kr. 72.045. alls væri hann þá að lifa af rúmlega 160 þús. á mánuði því ég geri ráð fyrir að hann fái hvorki 9 þús. kr. styrk til reksturs bifreiðar eða heimilisuppbót, því flestir þessara manna eru sennilega skráðir ,,óstaðsettir í hús" hjá Þjóðskrá. Kjör öryrkja eru þessi, þakið er í kring um 160 þúsund, nema fólk eigi því meira inni í sínum lífeyrissjóði í því tilfelli fengi það sennilega lífeyrinn frá TR auk greiðslna úr sínum lífeyrissjóð, spyrðu mig bara ef þér finnst þetta flókið. (eins gott að vera ekki þroskaheftur, greindarskertur eða geðveikur til að geta fylgst vel með sínum tekjum frá TR, flóknast kerfi sem um getur)

með bestu kveðju

frústreraður og blankur öryrki

Guðrún Jónína Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 10:39

2 identicon

Oooops gleymdi að segja þér að svo eru teknir skattar og hann fær ekki nema rúm 110 þúsund til að lifa af.

Guðrún Jónína Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 10:42

3 Smámynd: Aprílrós

Þetta viðtal við manninn tók á mig og fann ég virkilega til með honum. En uðvitað er þetta eins með hann eins og alla aðra sem koma sér í vítahring hvort sem það er vegna skulda eða áfengis, engum er um að kenna nema manni sjálfum. En samt sem áður er alveg skelfilegt að vita að það er fullt af fólki sem sefur úti, og nú er vetur konungur að koma og guð má vita hvernig þá fyrir þessum einstaklingum. !!!! Svo er talað um velferðar þjóðfélag !!!!

Aprílrós, 2.9.2008 kl. 13:31

4 identicon

Þetta blessaða fólk, karlar og konur, sem fíknin hefur tekið heljartökum, notar styrkina sem það fær til að friða fíknina. Það tekur yfirleitt fáa daga eftir útborgun að eyða þeim. Síðan hefst baráttan við að lifa af til næstu útborgunar. Þá er leitað á náðir athvarfa, líknarfélaga og annarra hjálparaðila. Þennan vítahring er ekki auðvelt að rjúfa. Hærri styrkir eru ekki lausn á rót vandans. Það þarf miklu, miklu meira til.


Óli Ágústar (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 14:36

5 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

takk fyrir upplýsingarnar Guðrún Jónína. 110 þúsund á mánuði er afar lág tala. Það þýðir ekki nema um 3.400 kr á dag. sem er allt of lítið til framfærslu. Það er samt sorglegt ef þessi litla upphæð fer í áfengi fremur en fæði og klæði hjá langt leiddum áfengissjúklingum.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 2.9.2008 kl. 14:42

6 Smámynd: Hallur Magnússon

Ágæta Krútta.

Ég er sammála að viðtalið við manninn var átakanlegt.

Í fyrravetur kom það víst ítrekað fyrir að það þurfti að vísa mönnum frá gistiskýli utangarðsmanna. Í kjölfar þess var plássum þar fjölgað úr 16 - 20.

Frá því það var gert hefur einu sinni - endurtek - einu sinni þurft að vísa einum manni frá gistiskýlinu. Þannig að líkindum var maðurinn að lýsa ástandinu frá því í fyrravetur - ástandi sem ekki var bjóðandi - en hefur verið bætt úr.

Hins vegar þarf að gera mun betur í málum utangarðsfólks.

Ég mun leggja mitt af mörkum í þeirri vinnu - en ég tók við sem varaformaður Velferðaráðs við meirihlutaskiptin í borginni á dögunum.

Þegar nýr meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks tók við stjórn Reykjavíkurborgar sammæltust fulltrúar meirihlutans í Velferðarráði að leggja á haustmánuðum áherslu á málefni utangarðsfólks .Málefni utangarðsfólks hafa eðlilega verið áberandi á borði Velferðarráðs á undanförnum mánuðum, ekki hvað síst vegna þeirrar sorglegu staðreyndar að á  síðastliðnum vetri varð því miður ítrekað að vísa utangarðsmönnum frá gistiskýlum borgarinnar vegna plássleysis. Við slíkt verður ekki unað.Sem betur fer er breið pólitísk samstaða í Velferðaráði um að átaks sé þörf í málefnum utangarðsfólks.  Á vegum Velferðarráðs hefur á undanförnum mánuðum starfað sérstakur vinnuhópur um málefni utangarðsfólks sem unnið hefur að heildstæðri stefnumótun í málefnum utangarðsmanna.  Vinnuhópurinn hefur verið skipaður bæði pólitískum fulltrúum meirihluta og minnihluta sem og starfsfólki Velferðasviðs.Stefnumótun þessi er á lokastigi og allt útlit fyrir að góð samstaða náist innan Velferðaráðs um stefnumótunina og  aðgerðaáætlun byggða á henni.

Stefnan og aðgerðirnar verða vonandi kynntar á næstu dögum!

Nú er kominn tími til að framkvæma!

Hallur Magnússon, 2.9.2008 kl. 18:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband