Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

Tjóðraða stelpan

Ég er að taka til í dóti og fann eftirfarandi frásögn á ljósrituðum blöðum, frásögn manns sem rifjar upp minningar úr bernsku. Það var nýlega haldið upp á afmæli Kleppsspítalans. Þessi frásögn segir  frá lífi eins af fyrstu vistmönnum þar, konu sem dó á Kleppi:

Ekki er mér kunnugt um, hve mikla skatta faðir minn bar á þessum árum til ríkis og sveitarsjóðs. En hitt fellur mér aldrei úr minni, á hvern hátt hluti útsvars var á lagður í Seltjarnarneshreppi. Það var einn vetrardag, fyrsta árið okkar í Skildinganesi, að maður sást koma heim traðirnar og hafði konu í bandi, sem búin var kufli úr hessian-pokastriga, og allur var annar búnaður hennar eftir því. Á eftir konunni gekk unglingur og hottaði á hana, ef hún hægði á sér, rétt eins og þegar verið var að leiða kú, sem treg er í taumi. Kvatt var dyra hjá foreldrum mínum, og þeim afhent konan til varðveizlu ákveðinn tíma.

Kona þessi hét Guðný Einarsdóttir. Ekki er mér kunnugt um aldur hennar, en hún mun þá hafa verið eitthvað um fertugt. Hafði hún farið fimm ára telpa með foreldrum sínum út í Örfirirsey að morgni, en er á daginn leið þurftu hjónin að fara snöggvast í land. Var þá grandinn milli lands og eyjar undir sjó. Og með því að veður var hið bezta, telpan sofandi í sólskininu og ætlunin að koma strax aftur, tóku foreldrarnir það ráð að tjóðra telpuna, svo að hún færi sér ekki að voða, ef hún skyldi vakna, áður en þau kæmu aftur til eyjarinnar. 

En svo illa vildi til, að þegar hjónin ætluðu aftur úr bænum, var komið slíkt illveður, að ófært þótti öllum fleytum út til eyjarinnar. Það var ekki fyrr en að morgni næsta dags, að komizt varð út til barnsins. Var telpan þá enn lifandi og enn í tjóðrinu, en vitið hafði hún misst um nóttina af hræðslu, og aldrei fengið það aftur.

Þegar hreppurinn varð að taka við henni þótti hún svo erfiður ómagi, að enginn fékkst til að hafa hana að staðaldri, og var þá þetta snjallræði fundið upp, að jafna henni niður á bæina eftir efnum og ástæðum, á sama hátt og útsvarinu.

Víða var hún látin dvelja í fjósinu, bundin þar á bás með kúnum, með moði að sæng og einhverjum druslum að yfirbreiðslu. Skammtað var henni í dall eða ask, og át hún allar máltíðir með höndunum einum, hvort heldur um var að ræða fasta eða fljótandi fæðu, nema hvað hún drakk lög úr krúsum eða bollum.

Ég man hvað okkur öllum brá, er við sáum fyrst þennan vesaling, og móður minni þó mest. Er spurt var í hvaða bás ætti að binda hana, bauð móðir mín að hún skyldi færð í baðstofu sem annað fólk. Klæddi hún hana úr hverri spjór, bjó henni ullarnærföt og gekk svo frá sem hún væri með hvítvoðung á höndum sér. Henni var síðan fengið eitt af rúmunum til að sofa í, en binda varð hana þar, svo hún færi sér ekki að voða. Hjá okkur var hún þannig um hálfsmánaðartíma ár hvert, og var það jafnan móðir mín, sem annaðist hana að öllu leyti.

Guðný var þægt stórt barn, gerði engum mein, en hún skalf og nötraði í hvert sinn, sem hún var leidd fyrir gripahús, en í þeim hafði hún eytt mestri ævi sinni. Hún var alla tíð ákaflega myrkfælin, og þó að hún fengi ekki mælt, þá sást jafnan á svipbrigðum hennar, hvort henni bjó í huga gleði eða sorg, kvíði eða ánægja.

Það er fátt, sem ég hef blessað móður mína meira fyrir eftir að ég fór að hafa fullt vit, en það, hvernig hún hjúkraði Guðnýju og reyndi allt til að létta henni þann kross, sem lagður var á herðar henni í æsku. Þegar geðveikrahælið á Kleppi var reist, var hún með fyrstu sjúklingunum, sem þangað voru fluttir, og þar lauk hinni ömurlegu ævi hennar.

 


Opinn hugbúnaður í skólastarfi

Ég var í morgun í Eldborg í Bláa lóninu og flutti erindi um opinn hugbúnað í skólastarfi á Íslandi á fundi COSSNordic netsins en það  er verkefni styrkt af Norrænu nýsköpunarmiðstöðinni og eru Samtök iðnaðarins þátttakendur þar. Á undan mér talaði Halla Björg sem stýrir verkefnisstjórn um rafræna stjórnsýslu og hún talaði um stefnu stjórnvalda og opinn hugbúnað og hver reynslan hefði verið í stjórnsýslunni. Vonandi mun ríkisstjórnin sem fyrst samþykkja stefnu um opinn hugbúnað.

Það var gaman að hitta Höllu Björgu, hún var einu sinni framhaldsskólakennari eins og ég og skrifaði kennslubók í Basic sem ég kenndi einu sinni fyrir guð má vita hvað löngu. Svo er hún líka að vinna núna á sömu skrifstofu og ég vann hjá fyrir nokkrum árum í forsætisráðuneytinu. Ég á góðar minningar þaðan, það var frábær vinnustaður.

Eftir hádegi fór ég fund með tölvufólki hér í vinnunni um  uppsetningu hugbúnaðar í tölvuverum. Þaðer búið  að setja  nýjar tölvur í tölvuverin. Ég  er búið skrifa langan óskalista um það sem ætti að vera inn á öllum tölvum og geri allt sem ég get til að fá nemendur og starfsfólk til að nota opinn hugbúnað. 

Það er nú reyndar ekki allt sem er opinn hugbúnaður sem ég vil fá inn á nemendatölvur, það er líka ýmis ókeypis hugbúnaður. Hér er listi yfir nokkur af þeim forritum/búnaði sem ég bað um til viðbótar ð við þessa venjulega windows-office forritavöndla og photoshop. Mér finnst atriði að hafa líka Gimp inn á vélunum eins og photoshop jafnvel þó flestir noti photoshop.

 

*  Moviemaker  (ókeypis microsoft)

* Reaper (ókeypis óskráð útgáfa)

* Scratch (ókeypis)

* Skype (ókeypis)

* Winsnap (ókeypis)

* Inkscape (ókeypis, open source)

* Blender (ókeypis, open source)

* Pichasa  (ókeypis)

* Filezilla (ókeypis, open source)

* Audacity (ókeypis, open source)

* Freemind (ókeypis, open source)

* Paint.net (ókeypis, open source)

* tuxpaint  (ókeypis, open source)

* artrage (ókeypis útgáfan) 

* Camstudio (í staðinn fyrir camtasia)   (ókeypis, open source)

* jing (í staðinn fyrir camtasia) (ókeypis - tímabundið)

* photostory (ókeypis microsoft)

* hot potatos (http://hotpot.uvic.ca/) (ókeypis)

sketchup (ókeypis frá google) 

 Flest forrit sem ég nota eru reyndar vefþjónustur og þá þarf oftast ekki að hlaða neinu niður. Það getur verið að það sé vesen að setja ýmislegt inn. Það er nú frekar ólíklegt að skype verði sett um í tölvuverum, það er p2p kerfi sem erfitt að sýsla með í skólaumhverfi segja mér fróðari menn.


Skólarnir byrjaðir... tími fyrir krossapróf

Núna þegar skólarnir eru að byrja þá býð ég upp á örlítið krossapróf til að sýna hvernig við getum á auðveldan hátt búið til próf. Allir geta búið til svona krossapróf og límt kóða á vefsíðu eða blogg. Kerfið sem ég nota heitir http://www.proprofs.com/quiz-school  það þarf að skrá sig sem notanda og þá er auðvelt að búa til próf. Ég gerði þetta lauflétta próf með fjórum spurningum, endilega prófaðu að taka það. Því miður þá leyfir moggabloggið ekki að maður lími inn iframe kóða, slóðin á krossaprófið er hérna Vestmannaeyjar og fastalandið.

En þetta hefði átt að birtast á moggablogginu eins og á blogspot, sjá hérna : Próf á vefnum

Það eru alls konar öryggislokanir í svona bloggkerfum og því miður eru þær oft mjög hamlandi fyrir notendur, sérstaklega notendur sem nota efni og einingar víðs vegar frá. 

 


Bloggari talaði illa um bók, bókarhöfundur fer í mál

Þegar vísindamenn taka upp á að blogga um kóða lífsins og sköpunarkenningar og Darwinisma á þessum síðustu og verstu tímum þá verður allt vitlaust í bloggheimum. PZ Myers prófessor í líffræði skrifaði núna í júlí á bloggið sitt ansi snarpan ritdóm um bókina  LifeCode: The Theory of Biological Self Organization eftir S. Pivar. 

Bloggarinn reyndar hældi bókina fyrir góðan pappír og fagurt útlit og hafði ekki sama að segja um innihaldið. Hann sagði í bloggritdóminum:

I have to add another compliment for the book, though. In addition to the lovely artwork, it's an extremely high quality print; well bound, on heavy stock, and looking to last a thousand years. It seems no expense was spared getting it published, which is in contrast to the content, and is unusual for such flagrant crackpottery.

Svo fylgir með góðlátleg ábending til höfundar bókarinnar um vinnureglur við svona skrif:

To Mr Pivar, I would suggest a simple rule. Theories are supposed to explain observation and experiment. You don't come up with a theory first, and then invent the evidence to support it.

En tók bókarhöfundur þessu vel og þakkaði fyrir langan og ítarlegan ritdóm og bloggumfjöllun? Nei, aldeilis ekki. Pivar fór í fýlu og hefur höfðað mál gegn bloggaranum PZ Myers  fyrir rógburð og ærumeiðingar.

Bókin er til sölu á Amazon. Það er svo framsækið fyrirtæki að það leyfir notendum að skrifa umsagnir um bækur og merkja þær með leitarorðum (tagging) svo aðrir notendur geti fundið þær. Það er fyndið að sjá hvernig bókin hefur verið merkt á Amazon og maður spyr sjálfan sig hvenær fyrstu málaferlin verða vegna þess að einhverjum líkar ekki hvernig hans gögn séu merkt. Hér er skjámynd af  leitarorðunum sem tengd hafa verið við þessa bók:

junk-science

Ég hugsa að þetta sé hrekkur þeirra sem lesið hafa um þetta mál á digg eða boing  o.fl. vefsvæðum. 

 Writer sued for a negative review in a blog post

Hér er skilgreining á orðinu crackpottery.

Um hvaða Íslendinga gætum við notað það orð? 


Nýtt jafnréttisráð með góðu fólki

Ég er  ánægð með að sjá hverjir skipa nýtt jafnréttisráð, mér sýnist þar valinn maður í hverju sæti og það er  fólk sem hefur látið sig jafnréttisráð miklu varða. Frábært að Hildur sé formaður jafnréttisráðs, allir sem hafa fylgst með jafnréttismálum síðustu áratugi vita hvað hún hefur starfað ötullega og svo eru margir reynsluboltar sem ég þekki af góðu einu í jafnréttismálum, Una María í Landssambandi Framsóknarkvenna og Svandís í Vinstri grænum og borgarstjórn og Þorbjörg í Kvenréttindafélaginu og svo vann ég einu sinni með Þórveigu í Menntamálaráðuneytinu og veit að hún stendur sig alls staðar vel og ekki finnst mér verra að Ólafur Pétur frændi minn sé í jafnréttisráði. 

Formaður jafnréttisráðs er Hildur Jónsdóttir jafnréttisráðgjafi. Aðrir í ráðinu eru Maríanna Traustadóttir, tilnefnd af Alþýðusambandi Íslands, Þórveig Þormóðsdóttir, tilnefnd af Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja, Björn Rögnvaldsson, tilnefndur af fjármálaráðuneyti, Ólafur Pétur Pálsson, tilnefndur af Háskóla Íslands, Una María Óskarsdóttir, tilnefnd af Kvenfélagasambandi Íslands, Þorbjörg I. Jónsdóttir, tilnefnd af Kvenréttindafélagi Íslands, Svandís Svavarsdóttir, tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga, og Hörður Vilberg, tilnefndur af Samtökum atvinnulífsins.

 Ég sé að það eru fjórir karlmenn búnir að blogga um fréttina um skipan jafnréttisráðs og það er allt á sömu bókina lært, þeir fylgjast mjög nákvæmlega með kynjahlutfallinu í jafnréttisráði og hrópa hástöfum um að það séu of fáir karlar þar.  Ég vildi óska þess að sama árvökula auga fylgdist með öðrum valdastöðum í samfélaginu eins og t.d. hverjir fara með fjármálavöldin og stjórna auðlindum Íslendinga. Til að upplýsa hvernig staðan er þá er hérna stutt vídeó sem ég tók þegar ég smyglaði mér einu sinni inn á landsfund íslenskra útvegsmanna árið 2003 og leit í kringum mig og svipaðist um eftir konum þar. Það var nú bara eins og að taka þátt í einhverri leit að því sem hvergi er sjáanlegt, það væri gaman að vita hvort einhver sem les þetta blogg kemur auga á konu í þeim hundruðum sem þennan fund sóttu og þá hve margar.


Reyndar er það svo að jafnréttisráð er eina nefndin þar sem tiltekið er eitthvað um hvernig kynjahlutfallið skuli vera.  Svona er lagagreinin:

Það er nú nánast sjálfgefið að Kvenréttindasamband Íslands og Kvenfélagasamband Íslands tilnefni konur í ráðið amk þegar eingöngu konur bera upp starfið í þessum félagasamtökum. Félagsmálaráðherra skipar bara einn aðila þ.e. formanninn og það er erfitt að koma auga á karl sem hefði meiri burði  en Hildur Jónsdóttir til að vera formaður ráðsins. 

Það er ekki gott að kynjahlutfallið sé ójafnt í nefndum og það er nauðsynlegt að hafa einhverja vinnureglur ef tilnefningar í nefndir eru frá félagasamtökum. Mér sýnist nú ekki hafa verið farið eftir því sem stendur í þessari lagagrein, gott væri að fá skýringu á því, er skýringin hugsanlega sú að tilnefningaraðilar tilnefndu tilnefndu ekki bæði konu og karl?

En mér finnst allt benda til að jafnréttismálum sé vel skipað á næstunni með Jóhönnu Sigurðardóttur sem ráðherra jafnréttismála, Kristínu Ástgeirsdóttur að stýra Jafnréttisstofu og svo þetta ágæta jafnréttisráð sem ég vil óska brautargengis og vona að þessi góði hópur þoki málum áleiðis.  


mbl.is Nýtt jafnréttisráð skipað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afveigaleiddur prestur

Í DV í dag er fjallað um Egil Hallgrímsson prest í Skálholtskirkju sem kynnir fjárfestingaklúbb fyrir fólki og selur Herbalife í aukavinnu meðfram störfum sínum sem sóknarprestur í Skálholtskirkju. 

Sjá má meira um hugðarefni Egils á vefsíðunni http://www.ehallgrimsson.com/ 

Hér er svo sérstök meðmælasíða Egils um Bridge fjárfestingaklúbbinn

Egill er líka moggabloggari eins og ég og notar vettvanginn til að rökstyðja að hann megi alveg tala um fjárfestingar í bloggpistli sínum í gær, sjá hérna:Hverjir mega tala um fjárfestingar?

Hér er skjámynd þar sem Egill  mælir með herbalife og bridge fjárfestingum: 

herbalife og bridge fjárfestingar

Egill virðist vera skemmtilegur og hress maður en hann er á villigötum varðandi þetta fjárfestingaáhugamál sitt og hvernig hann blandar því saman við hugsjón sína sem sálusorgara. Það er þó ekkert ólöglegt og sennilega ekkert í siðareglum presta sem bannar svona iðju presta. Ég held að lög um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna gildi ekki um presta en þessi iðja Egils er klárlega ósamrýmanleg þeim lögum nema hann hafi fengið leyfi yfirmanna sinna biskupsins til að sinna svona aukastörfum og þar með það mat að þetta sé ekki ósamrýmanlegt starfi hans sem prests. 

Egill segir í DV viðtali "Ég hef fengið misjöfn viðbrögð en það er bara eins og þegar ég fékk mér mótorhjól. Fólki fannst það ekki samræmast starfi prestsins að þeysa um á því".

Hérna er Egill á villigötum. Það er reginmunur á því að fá sér mótorhjól og tæta og trylla um á því á sveitasvegum á Suðurlandi og því að sálusorgari - maður í embætti þar sem fólk treystir þvi að hann vaki yfir velferð þess - ráðleggi um afar áhættusamar fjárfestingar. Það myndi enginn fjármálasérfræðingur með sjálfsvirðingu ráðleggja fólki um fjármál á sama hátt og Egill gerir. En því miður þá er líklegt að einhverjir treysti presti betur en einhverjum Jóni eða Gunnu út í bæ og láti frekar ginnast. 

Það er bara flott að prestur sé á mótorhjóli og það er allt í lagi að prestur ráðleggi fólki varðandi lífsstíl sinn m.a. offitu svo fremi sem prestur blekki ekki fólk til að taka inn eitthvað sem getur skaðað það eða taki þátt í að féfletta fólk með að selja því eitthvað gagnlaust rusl. Ég held nú reyndar að herbalife sé ekki gagnlaust, margir telja að það hafi gagnast sér. En sölumennskan í herbalife er mjög vafasöm og margir eru vélaðir til að verða Herbalife sölumenn og kaupa lagera og veit ég til þess að ungt fólk á Íslandi hafi orðið gjaldþrota vegna  þessa. 

En ég vona að séra Egill leiti sér ráðlegginga hjá fjármálasérfræðingum og taki upp samstarf við einhverja virta banka á Íslandi áður enn hann fer að ráðleggja fólki um galgopalegar fjárfestingar. Síðustu ár hafa verið uppgangstími á Íslandi og fólk er andvaralaust í fjármálum og hefur tilhneigingu til að telja að hlutirnir haldi áfram í sömu átt, að húsnæði haldi áfram að hækka í verði og kaupið að hækka og þar með lánin að lækka hlutfallslega. Fólk sem hefur misst allt sitt fé og á ekkert nema skuldir er mjög fjötrað og oft mjög óhamingjusamt. Það er verðugt verkefni fyrir presta sem og aðra sem sinna sálgæslu að skilja og reyna að sporna við auknum vanda þessa fólks en það er alls ekki gott ef prestar eru í broddi fylkingar þeirra sem steypa sér í eitthvað  fjármálafen og ráðleggja öðrum að gera það sama.

Við lauslega gúglun á Bridge ltd. þá virðist mér þetta vera  pýramídasölufyrirtæki. Ég fann m.a. þessar umræður á spjallvef MindArk - con artist?

But Peter Alling, legal expert at the Swedish Lottery Inspection has reviewed Bridge Group and classifies it as a pyramid scheme. Which has resulted in the Lottery Inspection reporting them to the police. The only way for the members of Bridge to make money is to recruit new members.

 

Þar fann ég líka tengil í þessa áhugaverðu sænsku grein um Bridge:

Entropia-bolaget värt 200 miljoner

 


Kofaþyrpingar, skúrar og gámar

Gámahús í second life

Ef ég ætti að nefna hvað heillar mig mest í nútíma arkitektúr þá held ég að ég myndi nefna "prefab" eða gámahús. Mér finnst svo flott hvernig hugmyndin um hjólhýsahverfin (trailor park) þar sem allt efni kemur tilsniðið á staðinn  og umbúðir utan um vörur (gámar)  er notað þannig að sá sem ætlar að búa í húsinu getur hannað sitt hús úr tilbúnum einingum. 

Mörgum finnst gámar ljótir og sjá ekki fegurðina í gámastöflum og sjá ekki möguleikana í þeim sem byggingarmódeli í borgum. Sama er með hjólhýsin, þau eru tengd við lífshætti þeirra sem hafa ekkert val og búa í fátækrahverfum úr hjólhýsum út úr neyð. Við marga skóla í Reykjavík eru kofabyggingar með tilbúnum skólastofum til bráðabirgða á meðan hverfið er yfirfullt.  En væri ekki hægt að hugsa sér skóla sem væri allur settur saman úr svona færanlegum einingum, hannaður eftir þörf og áherslum hverju sinni? 

Það er nú reyndar ein tegund af arkittektúr á Íslandi sem mér finnst alveg steingeld og stöðnuð. Það eru sumarhúsin sem núna spretta upp alls staðar. Þetta eru falleg og vinaleg hús svona þegar maður sér eitt eða tvö en þau eru nú þúsundum saman á litlu svæði,  væri ekki hægt að auka meira á fegurð umhverfisins með  öðruvísi og meiri fjölbreytni í sumarhúsum - sem hugsanlega taka meira tillit til umhverfisins. Reyndar held ég að ýmsar byggingarreglugerðir um sumarhús m.a. að þau urðu að vera mjög lítil og eina efnið sem leyfilegt er er timbur hafi orðið til þess að svo lítil fjölbreytni er í sumarhúsum og fólk reisi alltaf eins hús. Mér finnst þessi hús sem eru timburklædd að innan og utan með timburpöllum ekki falla neitt vel að íslenskri náttúru nema helst í miklu skóglendi. Allt efni í þessi hús er að ég best veit innflutt. 

Sennilega myndu gámahús úr gömlum gámum geta verið ágæt í íslensku landslagi og hugsanlega mætti nýta þakið sem einhvers konar útsýnispall eða svalir eða til að rækta gras á.

Hér eru nokkrar slóðir með hugmyndum um svona hús:

http://prefabcosm.com/

http://modulardwellings.com 

http://www.retreathomes.co.uk 

Myndin er af gámahúsi í Second Life. Þeir sem hafa áhuga á arkitektúr ættu að kynna sér möguleika til að hanna hluti í þeim þrívíddarheimi eða búa í húsum þar. Sjá t.d. þessa myndaseríu af húsum í sýndarheimi. 


mbl.is Hafa allir vit á arkitektúr?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rauðu jarðlögin á Vestfjörðum

Þegar ekið er Ísafjarðardjúpið og Óshlíðin þá er bergið oft fallegt og litskrúðugt, á mörgum stöðum má sjá rauðleitt berglag. 

023

Ég held að þetta rauða jarðlag sé kallað laterite

Þetta stendur í jarðfræðiritgerð Gísla: 

Laterit er rauður eða gulur jarðvegur sem myndast í hitabeltis og heittempruðum löndum. Frumskilyrði fyrir myndun slík jarðsvegs er mikil úrkoma sem leiðir af sér að nær öll steinefni skolast úr jarðvegi en eingöngu óuppleysanleg efni eins og járn og/eða ál oxíð verða eftir. Rauð millilög og surtarbrandur eru áberandi í Míósen staflanum á Vestfjörðum og Austfjörðum en hverfa af sjónarsviðinu á Plíósen tíma sem bendir til kólunar í loftslagi.

......

Mjög fátítt er að finna steingervinga í rauðum millilögum vegna mikillar oxunar og venjulega eyðast lífrænar leifar við slík ferli.


Maður sem við skulum nefna "Sigurður"

Ég horfði á íslensk sakamál í sjónvarpinu gærkvöldi. Þátturinn fjallaði um morðið á Gunnari Tryggvasyni leigubílstjóra sem fannst  í bíl sínum við Rauðalæk árið 1968. Málið er ennþá óupplýst en þátturinn sagði frá öðrum leigubílstjóra sem lá undir grun m.a. vegna þess að hann hafði undir höndum byssu sem hann komst yfir á vafasaman hátt. Það var einkennilegt að horfa á viðtal við öldruð hjón næstum fjörutíu árum seinna og skynja hve mikil áhrif þetta hafði á líf fjölskyldunnar - bæði á meðal maðurinn sat í gæsluvarðhaldi og útskúfun samfélagsins eftir þann tíma, konan sagði frá því hvernig þau hefðu misst húsnæði sitt og verið sagt upp leigu eftir að maðurinn var laus úr varðhaldi. Hann var sýknaður bæði í undirrétti og hæstarétti.

Maðurinn sem í þættinum var nefndur Sigurður virðist ekki hafa haft neina ástæðu til morðsins en á hann féll grunur því hann hafði undir höndum byssu sem talið er eins og morðvopnið og var líka leigubílstjóri. 

það eru sem betur fer ekki mörg morð framin á Íslandi og sárafá þar sem morðinginn hylur slóð sína þannig að sennilega hefur ekki byggst upp mikil færni á rannsókn slíkra sakamála hérna. Alla vega fannst mér nokkuð heimóttarlegt að binda sig við að leita að einhverri byssu sem hefði horfið frá einhverjum Jóhannesi sem hafði beðið einhvern Lárus í lögreglunni að grennslast fyrir um hana án þess þó að leggja fram tilkynningu um að henni hefði verið stolið. Mér finnst þetta líka segja dáldið um vinnubrögð lögreglu á þessum tíma, voru lögreglumenn á útkikki eftir eignum mektarmanna ef einhverju var hnuplað úr prívat vopnabúri þeirra? Og var það ekki skráð í neinar skýrslur heldur bara munnleg frásögn þessa Lárusar eftir að morð hefur verið framið að Jóhannes hafi svona þeirra á milli beðið hann að svipast um eftir byssunni horfnu.

En alla vega þá lá "Sigurður" undir grun lengi. Hann segist sjálfur hafa stolið byssunni frá þessum Jóhannesi.... ég veit ekki hversu veikgeðja "Sigurður" er en mér finnst mjög líklegt að umræddur Lárus hafi verið strax fixeraður á að það hlyti að hafa verið þessi byssa sem hann var beðinn að svipast eftir sem væri morðvopnið. Það getur auðvitað verið að svo sé. 

En ef til vill hefur rannsókn lögreglu á sínum tíma verið í blindgötu ef allt kapp hefur verið lagt á að tengja morðið við þessa tilteknu byssu og ganga út frá því að þetta sé eina byssan af þessari gerð á Íslandi. Annars líkist þetta morð aftöku og jafnvel eins og það hafi verið framið af vitskertum manni með byssudellu sem væri að prófa að drepa því það vantar alveg mótív - alla vega miðað við þær upplýsingar sem almenningur hefur um þetta mál. En eflaust hefur rannsókn lögreglu á sínum tíma náð til allra byssukalla í nágrenninu, það eru sennilega ekki svo margir.

En þetta mál rifjaði upp í hug mínum annað sakamál sem einnig gerðist fyrir mörgum áratugum og sem ég þekki reyndar afar lítið til. Ég veit ekki einu sinni til að það hafi nokkuð verið dæmt í því máli, eftir því sem ég best veit þá var maður sakaður um að bana konu sinni og hann var settur - ekki í fangelsi heldur var hann eftir því sem ég best veit sviptur sjálfsforræði og settur  í ótímabundina  vistun á stofnun fyrir þroskahefta. Það var mikil mannréttindabrot. Ég vona að einhvern tíma verði það mál tekið upp af einhverjum. 


Menningarnótt 2007

Ég skráði atburði menningarnætur með því að taka stutt vídeóklipp og setti saman í 4 mínútu skýrslu sem hér má sjá:


Ég fékk fiskisúpu á Skólavörðustíg, hlustaði á gospelrokk á Austurvelli, drakk rauðvín og borðaði osta við óm franskrar tónlistar í Hafnarhúsinu, tók út auða bók í Borgarbókasafninu, týndi henni strax, hlustaði á tónlistarflutning í krám og listagallerium á Laugaveg og Skólavörðustíg og í portinu við Tjörnina, hlustaði á flautuleik í Dómkirkjunni og ljóðaflutning á Austurvelli, klæddi mig í  hefðarfrúarbúning og setti upp hatt í ljósmyndasafni Reykjavíkur og horfði á skúturnar og flugeldasýninguna á hafnarbakkanum. Svo hlustaði ég á færeyskan kór og dansaði færeyska dansa í ráðhúsinu. Allt var friðsælt og alls staðar gleði og stuð og skipulag var til fyrirmyndar.

Þegar ég fór heim eitthvað um tvöleytið um nóttina þá var ég svo vitlaus að keyra gegnum Lækjargötu og þá lenti ég í eina háskanum um kvöldið. Drukkinn maður reif afturhurðina opna á bílnum mínum þar sem ég var á ferð og þurfti ég að keyra um stund með galopna hurðina. En allir sem skipulögðu þessa hátíð, unnu að henni  og styrktu hana  eiga þakkir skilið. Þetta heppnaðist frábærlega, það var gott að dreifa mannfjöldanum með því að bjóða líka upp á tónleika á Klambratúni. 

Ég setti inn á flickr  ljósmyndirnar mínar af menningarnóttinni

Hér er mynd af mér, Ástu og Emblu þegar við heimsóttum ljósmyndasafn Reykjavíkur og klæddum okkur uppá eins og fínar frúr á menningarrölti.

008b

Hér er mynd úr galleríi á Skólavörðustígnum

031

Hér er mynd af mér að byrja rithöfundarferil minn á Borgarbókasafninu. Það gekk ekki vel, ég týndi bókinni einhvers staðar á menningarröltinu. Ég var bara búin að skrifa eitt orð í hana.

 

015
mbl.is Nóttin gekk vel fyrir sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband