Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007
3.11.2007 | 16:57
Eru Vítisenglar skipulögð glæpasamtök
Ég veit það ekki. Og ég tek ekki fullyrðingar íslenskrar lögreglu trúanlegar ef þeim fylgir ekki rökstutt greinargerð. En fyrsta skrefið í að svara þessari spurningu er að afla sér upplýsinga. Ég skrifaði grein um Vítisengla og Vítisengla á Íslandi á íslensku wikipedia og skimaði Netið í upplýsingaleit.
Ég renndi líka yfir moggabloggið til að sjá hvað bloggarar segja um mál sem mér finnst varða mikilsverð mannréttindi. Þetta er spurning um mannréttindi og manngreinarálit. Ferðafrelsi er mannréttindi. Ferðafrelsi á ekki að vera aðeins fyrir útvalda, ekki aðeins fyrir þá sem eru eins og við og sem okkur finnst vera að ferðast í göfugum og góðum tilgangi. Ferðafrelsi á líka að vera fyrir skúrka og þá sem okkur finnst að ætti að loka inni og henda lyklinum. Ef við teljum að það megi takmarka ferðafrelsi skúrka meira en okkar þessarra göfugu og góðu sem förum bara í göfugar og fallegar ferðir milli landa til að sinna göfugum og fallegum og mannbætandi viðfangsefnum þá verðum við að rökstyðja sérlega vel hvers vegna svo sé. Lögin á Íslandi og lögin í Evrópu gilda líka fyrir vonda og ljóta fólkið, líka fyrir þá sem okkur líkar illa við, líka fyrir þá sem okkur finnst að ættu að éta það sem úti frýs.
Ég var frekar niðurdregin þegar ég las hvað moggabloggurum finnst um Vítisenglauppákomuna. Þar varð fyrst á vegi mínum bergmálsbloggið hans Stebbifr en hann setur nýtt persónulegt met í froðusnakki í blogginu sínu Lögreglan heldur vel á málum í Leifsstöð
Ég renndi yfir nokkra aðra minni (lesna) spámenn moggabloggsins og ég held barasta að fásinnið og molbúahátturinn sé meiri á Íslandi en ég ímyndaði mér og ég veit ekki fyrir hvort barátta Voltaire eða annara mannréttindafrömuða sögunnar hefur nokkuð náð hér upp á skerið.
Vonandi finn ég einhverja vitræna umræðu á blogginu um þetta mál ef ég leita betur.
Hér eru nokkrar fréttir um málið
Vítisenglar sendir heim í fylgd lögreglumanna
Fleiri Vítisenglar væntanlegir
Vítisenglar sendir heim í fylgd lögreglumanna
Sjö vítisenglum synjað um leyfi til landgöngu
Myndband: Vísir vitni að Vítisenglahandtöku
![]() |
Vítisenglarnir farnir af landi brott |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
1.11.2007 | 14:02
Fegin REI NEI
Mikið er ég fegin að stýrihópurinn skuli gera þessa tillögu. Það getur vel verið að REI sameiningin sé sniðug og það getur vel verið að útrásarævintýri Orkuveitunnar sé sniðugt og eðlilegt viðfangsefni fyrir orkuveitu Reykvíkinga. Það hefur hins vegar ekkert komið fram sem sannfærir mig um að svo sé, ekkert annað en glannalegar yfirlýsingar stjórnmálamanna sem tala um ofsagróða og láta eins og þeir séu sölumenn fyrir pýramídafyrirtæki.
Það geta vel verið þeir stjórnmálalegir hagsmunir sem valda því að aðkoma íslenskra stjórnvalda að svona verkefnum sé ábatasöm, ekki síst vegna traustsins sem slíkir aðilar hafa. Þannig er næsta öruggt að kínverskir kommúnistar vilja frekar gera viðskipti við fyrirtæki sem þeir telja að sé almenningsveita í borg í litlu landi á norðurhjara frekar en við alþjóðlega auðhringi. Það getur líka vel verið að stjórnvöld í löndum þar sem mikil tortryggni er gagnvart t.d. bandarískum fyrirtækjum og/eða ríkjum sem hafa einhverja hernaðarhagsmuni af íhlutun vilji fremur ganga til samninga við aðila sem tengjast stjórnvöldum í smáríkjum sem ekki eru í stríði við einn eða neinn.
Stóru línurnar í þessu máli eru hins vegar mjög undarlegar, það er undarlegt og þarfnast umræðu ef orkufyrirtæki Reykvíkinga er allt í einu farið að skilgreina sig sem fjármögnunaraðila fyrir orkuveitur í Indónesíu og víðar.
![]() |
Svandís: Næg tilefni til að taka allan gjörninginn upp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
1.11.2007 | 10:22
Töfratyppi
Ég held að þessar typpa ekki-fréttir í fjölmiðlum séu angi af frumstæðri frjósemisdýrkun, frjósemisdýrkun sem höfðar til fólks einmitt núna þegar allt er að sölna og vetrarhríðirnar að skella á. Það er fyndið að það sé haft sem fréttaefni í virðulegasta og elsta dagblaði landsins að búa til átrúnað um typpi á einhverjum leikara. Með þessu þá hefur Morgunblaðið hellt sér í typpaslaginn mikla sem hófst í fyrravetur og var þá aðallega á milli sjónvarpsstöðva þar sem Kastljós-Kompás baráttan var ekki háð með sverðum heldur blörruðum böllum sem dingluðu á báðum rásum og seiddu að áhorfendur.
Í þessu sambandi má minna á að fram kom í fjölmiðlum í fyrravetur að trúarleiðtogi sá sem nú hefur verið kærður fyrir kynferðisbrot af mörgum konum sem voru skjólstæðingar hans mun hafa talið að typpi sitt hefði sérstakan töframátt.
![]() |
Hilmir Snær nakinn í kvikmyndum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)