Töfratyppi

Ég held að þessar typpa ekki-fréttir í fjölmiðlum séu angi af frumstæðri frjósemisdýrkun, frjósemisdýrkun sem höfðar til fólks einmitt núna þegar allt er að sölna og vetrarhríðirnar að skella á. Það er fyndið að það  sé  haft sem  fréttaefni í virðulegasta og elsta dagblaði landsins  að búa til átrúnað um typpi á einhverjum leikara. Með þessu þá hefur Morgunblaðið hellt sér í typpaslaginn mikla sem hófst í fyrravetur og var þá aðallega á milli sjónvarpsstöðva þar sem Kastljós-Kompás baráttan var ekki háð með sverðum heldur blörruðum böllum sem dingluðu á báðum rásum og seiddu að áhorfendur. 

Í þessu sambandi má minna á að fram kom í fjölmiðlum í fyrravetur að trúarleiðtogi sá sem nú hefur verið kærður fyrir kynferðisbrot af mörgum konum sem voru skjólstæðingar hans mun hafa talið að typpi sitt hefði sérstakan töframátt.

 


mbl.is Hilmir Snær nakinn í kvikmyndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: krossgata

Er ekki bara verið að gefa fría auglýsingu?  Best að gera það í frétta já eða ekki-fréttaformi.

krossgata, 1.11.2007 kl. 12:40

2 Smámynd: Sylvía

thad er nakinn Jesu i bakgrunni...ja segi thad sama og Elisabet: engin nakin kona?

Sylvía , 1.11.2007 kl. 20:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband