26.11.2009 | 09:44
Komin í úrslit í Evrópusamkeppni
Núna er námsefni sem ég gerði og kalla Leirkallamyndir á íslensku en Digital Storytellling - Stop Motion Animation á ensku komið í úrslit þeirra 50 bestu í Evrópusamkeppninni um Elearning Awards 2009.Það er Evrópska skólanetið sem stendur fyrir þessari samkeppni en það er samstarfsverkefni menntamálaráðuneyta allra Evrópulanda og fjallar sérstaklega um nýja stafræna tækni á öllum sviðum. Verðlaunaathöfn fer fram í tengslum við árlega Eminent ráðstefnu þar sem margir helstu sérfræðingar Evrópu á sviði upplýsingatækni í námi og kennslu koma auk fulltrúa frá menntamálaráðuneytum margra Evrópulanda.
Hér er um Eminent ráðstefnuna:
"The EMINENT conference - Experts Meeting in Education Networking will take place in Vilnius (Lithuania) on 26 27 November 2009. The event represents a key meeting for all high-profile actors involved in education and new technologies"
Það er reyndar hægt að fylgjast núna beint með útsendingu frá sumum hlutum Eminent ráðstefnunnar á þessari slóð.
Þetta verkefni mitt er sýnikennsla og námsefni fyrir nemendur mína og reyndar alla aðra sem hafa áhuga á að vinna vídeó sjálfir eða með börnum um hvernig eigi að gera einfaldar vídeómyndir þegar maður hefur bara eina litla vefmyndavél og þegar maður hefur ekki neinn herskara af fólki til að leika í myndinni heldur verður að búa sér sjálfur til persónur og leikmuni og nota ímyndunaraflið.
Þetta er sýnikennsla í ýmsum ágætum ókeypis eða ódýrum verkfærum sem henta við svona vídeógerð, bæði við upptöku og við að koma afrakstrinum á framfæri t.d. á youtube.
Það ræðst svo í dag hvaða verkefni hljóta verðlaun. Það verða veitt verðlaun í nokkrum flokkum.
Sjá nánar um þessa samkeppni sem er á vegum Evrópska skólanetsins:
http://elearningawards.eun.org/ww/en/pub/elearningawards/homepage.htm
Hér er listi yfir þau 50 verkefni sem komust í úrslit
Slóðin á sýnikennslu mína sem tilnefnd er til verðlauna er þessi:
http://vefir.hi.is/salvor/leirkallamyndir/
Mikið af þessari sýnikennslu hjá mér eru upptökur í Nepal Emission sem er reyndar er íslenskur hugbúnaður og margir háskólakennarar á Íslandi nota núna til að taka upp fyrirlestra svo þeir séu aðgengilegir á Netinu. Ég nota Nepal Emission hins vegar fyrst og fremst í sýnikennslu. Það er frábært fyrir okkur sem kennum upplýsingatækni að hafa svoleiðis verkfæri.
Verkefni mitt Digital Storytelling - Stop Motion Animation eru sýnikennsla eða safn af námseiningum "learning objects" og umfjöllun um hvernig eigi að gera afar einfaldar vídeóupptökur með því að setja saman einstakar myndir í vídeó og sýnikennsla á ókeypis og ódýr verkfæri til slíkrar vinnslu. Ég fer líka í hvernig við finnum efni til endurblöndunar og notum efni frá öðrum t.d. hljóðeffecta og tónlist með opnu höfundarleyfi og hvernig við notum samvinnukerfi. Það er reyndar ekki ennþá komið inn á vefinn.
Svona leirkallamyndir (eða klippimyndir, eða legókallamyndir eða hvaða efnivið sem nemendur nota) er einfaldasta og ódýrasta leiðin til sögugerðar og listsköpunar í vídeó og kostnaðurinn þarf ekki að vera nema ódýr vefmyndavél (lítið vídeóauga) en ódýrustu kosta núna um 3000 krónur. Sögusviðið getur verið svo smágert og bara á stærð við skókassa og hægt að skipta um baksviðsmyndir og gjarna má setja verkefnið fyrir nemendur þannig að þeir teikni og smíði bakgrunna sjálf. Persónur geta nemendur gert úr leir sem þeir hreyfa til eða með því efni sem hendi er næst t.d. leikföngum eins og legóköllum og playmoköllum.
Hér eru nokkrar leirkallamyndir og öðruvísi "Stop motion animation" sem nemendur mínir gerðu nýlega sem sýna fjölbreytilega nálgun, það er nú hægt að nota margt annað en leir , það er hægt að nota klippimyndir, gamlir sokkar geta orðið leikbrúður og svo auðvitað legó og playmódót ýmis konar. Þetta tjáningarform hentar vel til stafrænnar sögugerðar og ungir nemendur geta gert verkefni í ýmsum námsgreinum á þennan hátt.
Á leið í vinnu
Ævintýrið um Búkollu
Sumarsmellur
Sokkatemjarinn
Peðadansinn
Göngur og réttir
Hér er nokkur sýnishorn yfir Stop Motion Animation:
http://salvor.blog.is/blog/salvor/entry/970582/
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:32 | Facebook
Athugasemdir
Gott hjá þér frænka.
Kveðja úr Stafneshverfi.
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 26.11.2009 kl. 21:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.