Verðlaunaafhending í Vilnius í Lithauen

Ég er núna í þinghúsinu í Vilnius í Lithauen að hlusta á sérfræðinga frá ýmsum Evrópulöndum fjalla um   upplýsingatækni og nýmiðla í skólastarfi í Evrópu. Ástæðan fyrir því að ég er komin hingað til Lithauen er að vefnámsefni mitt Leirkallamyndir og annars konar sögugerð með því að taka upp  eina og eina mynd í einu og setja svo saman í vídeó  (á ensku: Digital Storytelling - Stop Motion Animation) vann bronsverðlaun í árlegri samkeppni Evrópska skólanetsins Elearning Awards 2009.  Það voru tíu verkefni sem hlutu verðlaun en um 700 voru skráð í keppnina. Verðlaunin eru afhent á Eminent ráðstefnunni sem er Evrópuráðstefna þeirra sérfræðinga sem starfa fyrir menntamálaráðuneyti og stofnanir í Evrópulaöndum að málum sem varða upplýsingatækni í námi og kennslu.


Krakkar geta búið til eigin persónur og leikendur og stýrt þeim með að hreyfa leirkalla.*

Vefnámsefnið mitt um "Digital Storytelling" er ennþá í vinnslu og átti ég því alls ekki von á því að það hlyti verðlaun núna. Það kom því gleðilega á óvart, það er gaman að vera boðið til Lithauen og fá vegleg verðlaun sem bæði voru peningar og tölvudót. Það er líka mikill heiður og viðurkenning að fá slík verðlaun.

Ég held að þessi gerð af sögum þ.e. að segja sögur á einfaldan hátt með leikbrúðum, leirköllum, legóköllum eða því sem hendi er næst og blanda saman og endurblanda við efni frá öðrum t.d. setja inn bakgrunnsvídeó eða bakgrunnsmyndir  frá öðrum en láta sína legókalla segja söguna í forgrunni og setja undir hljóð, bæði tónlist og hljóðeffecta og gera örstuttar vídeómyndir (innan við mínútu) sé miðlunar- og frásagnarmáti sem hentar því vefmiðlunarumhverfi sem við búum við núna. Þetta er líka vídeólistform nútímans og ef maður horfið á auglýsingar í sjónvarpinu þá má sjá að margar auglýsingar eru núna gerðar með einhvers konar "stop motion animation" og er það ekki til að spara peninga heldur væntanlega vegna þess að svoleiðis frásögn hefur áhrif.

Sumum finnst það besta leiðin til að kynna nýja tækni fyrir nemendum og undirbúa nemendur undir þekkingarsamfélag framtíðarinnar að nota tækni  til að koma til  nemenda á fjótlegan og hagkvæman hátt til þeirra námsgögnum t.d. að búa til góðar vefgáttir þar sem nemendur geta hlaðið niður rafrænum bókum og pdf skjölum til að skoða og lesa og hlaða niður hljóðefni til að hlusta á og vídeó og myndum til að horfa á. 

En málið er að það er afar takmarkandi not ef við eingöngu horfum á tölvur eins og súperprentvélar eða staðgengla fyrir venjulegar bækur. Við erum að fara inn í samfélag sem byggist á því að miklu fleiri eru og þurfa að vera virkir skapendur ýmis konar þekkingar og við þurfum að kunna að finna efni frá öðrum og endurblanda og endurnota það efni í okkar eigin verkum. Það er því mikilvægt að við reynum að finna leiðir til að vinna þannig með nemendum að þeir séu að skapa sjálfir og það geta þeir gert t.d. með því að segja sögur.  Eins og ástandið er núna þá geta skólar ekki átt mikið af flóknum og dýrum vídeótökuvélum fyrir nemendur en hins vegar kosta litlar vefmyndavélar mjög lítið (ódýrustu um 3000 kr) og margar nýjar tölvur eru með slíkar myndavélar innbyggðar. Þetta er upplagt verkfæri fyrir sögugerð nemenda þar sem þeir búa til sögu sem er ekki bara texti heldur leiknar persónur/leikbrúður sem nemendur stýra ramma eftir ramma.  Sem fyrstu kynni af vídeógerð er svona tækni afar einföld og aðgengileg og mikið er til af úrvals ókeypis verkfærum sem hægt er að hlaða niður af Netinu.

Námefnið mitt er opið á Netinu og hvet ég alla sem langar til að gera leirkallamyndir eða stuttar klippimyndir eða legókallamyndir með börnum og unglingum að skoða þetta og reyna að virkja börn og unglinga til að skapa sjálf með þeim tölvukosti sem þau hafa aðgang að en horfa ekki eingöngu á það sem aðrir gera.  Það eru líka komin ágætis verkfæri eins og Moviemaker Live (aðeins aðgengilegur fyrir Windows Vista og nýrri stýrikerfi) sem gera auðvelt að  setja saman vídeó og senda beint á facebook eða youtube.

Svona örsögugerð með Stop Motion Animation tækni er listform og frásagnarform sem ég held að henti ágætlega Íslendingum nútímans, þessum sem hafa flutt sig næstum inn í Netheima. Það er hægt að gera magnaðar áróðursmyndir og fræðslumyndir með þessari tækni og það er engin tilviljun að margar vinsælustu myndir á Youtube eru með þessari tækni. 

 Fleiri blogg þessu tengt

Komin í úrslit í Evrópusamkeppni

Stop Motion Animation er listform nútímans

Hér eru slóðir sem fjalla um stafræna sögugerð og ýmis konar verkfæri til þess

50 Storytools  (hægt er að nota ýmis konar verkfæri til stafrænnar sögugerðar)

Educational Uses of Digital Storytelling

DigiTales - The Art of Telling Digital Stories

 

 

 


mbl.is Vann bronsverðlaun fyrir námsefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með þetta. Frábært framtak hjá þér.

kveðja

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 20:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband