Hatursblogg - útlendingahatur

Ég var að leita á minnsirkus.is áðan og þar fann ég þetta blogg, löðrandi af útlendingahatri.

 Hér er dæmi um orðræðuna í þessu bloggi:

" djö helv pólverjar hata þessa djö útlendinga skratta. það á að henda þeim öllum í hrísey og brenna hana..... og kýldur af pólverja djöfli sem kunni sko að hlaupa hehe shit hvað hann var hræddur........ djö útlendindingar hatið þið þá ekki þeir koma hérna og ræna og rupla og nauðga litlum stelpum þessir djöflar. kill them al"

Þetta yfirgengilega ruddalegt og lögbrot samkvæmt íslenskum lögum, það eru lög um að ekki má níða fólk vegna þjóðernis, trúar eða kynhneigðar. Ég vona að bloggþjónustur landsins taki sig saman um einhvers konar siðareglur.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Vonandi verður Moggabloggið laust við óværu af þessu tagi. Annars veit ég ekki hvað á að kalla svona lagað - annað en heimsku.

Hlynur Þór Magnússon, 6.1.2007 kl. 16:22

2 Smámynd: Júlíus Valsson

Kunna svona menn á tölvu?

Júlíus Valsson, 6.1.2007 kl. 16:48

3 Smámynd: www.zordis.com

Það að vera "erlendur" bætir ekki líðan að fá svona umfjöllun, nógu erfitt að aðlagast kerfi og þjóð.    Svona umfjöllun svertir engann nema þann sem ritar.  Fordómar eru og verða og má segja að svona orðatak sé heimskan ein og hálfvitagangur.  

www.zordis.com, 6.1.2007 kl. 18:53

4 Smámynd: Ólafur fannberg

klikkað

Ólafur fannberg, 6.1.2007 kl. 22:10

5 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Heyr heyr Salvör... Flott að þú tókst þetta upp á yfirborðið

Gunnar Helgi Eysteinsson, 7.1.2007 kl. 09:52

6 Smámynd: Birna M

Eins klikkað og þetta er virðist þetta sumpart skiljanlegt. Atvinnurekendur hafa rekið þá stefnu síðan hægt var að flytja útlendinga inn, að ráða þá sem ódýrt vinnuafl og hóta svo innlendum starfsmönnum að ef þeir séu ekki þægir, verði þeir bara reknir og fluttir verði inn pólverjar í staðinn. Ég hef upplifað svona óttastjórnun. Þeir ganga jafnvel svo langt að ljúga því í fjölmiðla að ekki sé hægt að fá íslendinga í störf til að hafa afsökun til að flytja inn útlendinga, sem þeir okurleigja síðan í niðurníddum skrifstofuhúsnæðum og skúrum og hafa í vinnu á lúsarlaunum. Því miður. Því gladdi það mig ósegjanlega, þegar útlendingur sem vann hjá mínu fyrirtæki sagði mér, hann var búinn að vinna hjá okkur í nokkrar vikur, að hann væri að hætta, því hann fékk betra tilboð annarsstaðar. En þeir bjóða ekki íslendingunum betri kjör heldur hóta þeim bara og ljúga svo uppá okkur að við séum lélegri vinnukraftur. Opinberlega.

Birna M, 7.1.2007 kl. 11:46

7 Smámynd: Kristinn Bjarnason

Sæl vertu Salvör.

Ég er vefstjóri á Minn Sirkus. Mér þætti afskaplega vænt um að næst þegar þú rekst á svona skilaboð í formi greina eða annara ritmála á Minn Sirkus að senda okkur stjórnendum upplýsingar um athæfið. Eins og gefur að skilja er erfitt að fylgjast með þúsundum bloggsíðna á degi hverjum og treystum við á að fólk út í bæ aðstoði okkur við að uppræta leiðindi, einelti og annað sem á ekki að líðast á vefjum landsmanna.

Ég hef sent þessum einstakling aðvörun og boð um að taka þetta af vefnum sem hann ekki gerði og hef ég því umboð til þess að loka á hann þar til hann hefur tekið þetta út.

Leitt að hafa rekist á þetta hér. Þú kannski hefur þetta í huga næst þegar þú rekst á efni frá okkar vef. Að hafa samband, og svo jafnvel blogga um það. En takk fyrir engu að síður.

kv, Kristinn Bjarnason

Kristinn Bjarnason, 7.1.2007 kl. 16:16

8 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég er 100% sammála þér Sólvör og Kristinn... EN!! búum við í frjálsu landi ef við biðjum fólk um að ekki tjá sig um hluti sem okkur finnst rangt??? Ég held að flestir hafi fattað það að þetta var algjör rugludallur, en mér finnst hann eiga jafn mikið leifi á því að bulla eins og við hin. 

Við höfðum engan skilning á því þegar Múslímatrúar hótuðu að drepa Salman Rushdie. En þeim fannst hana vera gera rangt. 

Ég vill taka því fram enn einu sinni að ég er ekki að verja neinn, bara segja það að við búum í frjálsu landi.

Ég ætlaði að skrifa eitthvað um þetta blogg, en vinur minn var fyrr.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 7.1.2007 kl. 17:32

9 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Afsakið villurnar... skrifaði of hratt

Gunnar Helgi Eysteinsson, 7.1.2007 kl. 17:35

10 Smámynd: LM

Vissulega er þetta fremur ósvífið og klárlega barnaskapur en tæplega lögbrot.  Þarna er einhver á ferð sem er greinilega uppsigað við útlendinga almennt en ekki einhvern ákveðinn kynþátt.  Mér finnst í sjálfu sér í góðu lagi að vefmiðlar setji sér reglur en hæpið að ganga lengra en landslög.  Það verður þá amk að koma skýrt fram að vefmiðillin aðhyllist ákveðnar skoðanir og hefti málfrelsi notenda hvað þær varðar.

LM, 7.1.2007 kl. 18:37

11 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

LM, þetta er lögbrot. það er sérstaklega tekið fram í lögum að svona orðræðu má ekki hafa. það er hins vegar málfrelsi og það sem er hægt að gera er að lögsæka þennan aðila.

það er málfrelsi á Íslandi skv. stjórnarskrá og þessi aðili gat alveg tjáð sig. hann verður hins vegar að sæta því að ef hann segir eitthvað sem varðar við lög þá á hann á hættu að verða lögsóttur.

Það er gott að minnsirkus.is lokaði fyrir bloggið. þetta poppaði upp á forsíðunni hjá þeim þegar ég skoðaði. ég held að bloggþjónustur ættu að hafa skýrar en þó einfaldar reglur og loka undantekningalaust á svona orðræðu ef þeir vita af henni. 

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 8.1.2007 kl. 00:56

12 Smámynd: LM

Ég dreg í efa að þetta teljist lögbrot.  Að minnsta kosti voru skrif Grapevine á sínum tíma talin lögleg samt voru þeir í raun með "and-íslenskar" yfirlýsingar rétt eins og þessir guttar eru með "and-pólskar" (eða hvaða þjóðerni svo sem er).  Ég hugsa t.d. að maður kæmist alveg upp með það að skrifa greinar þar sem kæmi fram andúð á öllum útlendingum (þ.e. "ekki-íslenskum").  Hins vegar er maður á hálum ís ef maður tjáir sig í opinberri ræðu niðrandi um ákveðna kynþætti (gyðinga, svarta o.s.fr).  Það virðist vera viðkvæmara en að tala illa um heilu þjóðirnar.

LM, 10.1.2007 kl. 21:40

13 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

ég er ekki lögfræðingur en þetta er klárlega niðrandi um ákveðna menn vegna þjóðernisuppruna. 

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 10.1.2007 kl. 23:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband