Moral Combat


Hér er trailerinn fyrir nýja  heimildarmynd  Moral Kombat (Moral  Kombat trailer á Google Videos) eftir Spencer Halpin en hún fjallar um ofbeldi í vídeóleikjum og áhrif þess á börn og unglinga. Vonandi er þetta vísbending um að vakning sé núna um hve gegnsósa samfélag okkar er af ofbeldi og ofbeldisdýrkun. Í menningarheimi okkar er gróft ofbeldi dýrkað í máli og myndum í margs konar miðlum s.s. sjónvarpi, netmiðlum og tölvuleikjum. 

Ég tek það sem persónulega árás ef Netinu er kennt  um allt sem aflaga fer í í íslensku samfélagi. Þess vegna varð ég grautfúl í morgun þegar við mér blasti á sjálfri forsíðu blaðs allra landsmanna stór fyrirsögn "Netið ýtir undir hömluleysi og gróft ofbeldi". Í greininni stendur:

„Ofbeldisvæðingin sem kemur í gegnum Netið er orðin augljós og á sér svipaðar rætur og klámvæðingin. Það má t.d. benda á að það er ekki í sjónvarpi sem aftaka Saddams Husseins er sýnd heldur á Netinu. Alls staðar á Netinu er vísað á myndskeið með mjög grófu ofbeldi og ég held að þetta ýti undir ákveðið hömluleysi," segir hann.

Skýringar á ofbeldishegðun af þeim toga sem átti sér stað í Garðastræti helgast af ólíkum þáttum að mati sérfræðinga og er um að ræða samspil firringar, fíkniefnaneyslu og þess sem nefnt er ofbeldisfíkn.

Ég vil benda á að það er afar mikil alhæfing að gera Netið að blóraböggli, það er eins og að segja að Borgarbókasafnið ýti undir ofbeldi og morð af því að þar geta vaxið upp glæponar framtíðarinnar sem  lesa sakamálasögur eins og uppskriftir á hvernig þeir geta sjálfir framið morð.

Það er eitthvað að samfélagi okkar, þessi skefjalausa ofbeldisdýrkun sem birtist í ýmsum myndum svo sem sakamálasögum, fréttum, vídeóleikjum, netleikjum og netefni.  Ég hef oft bent á það hve algengt er að umfjöllunarefnið sé ofbeldi á konum.  Núna í nótt tók ég eftir að á báðum þeim sjónvarpsrásum sem ég horfði á (rúv og að mig minnir sircus) var gróft ofbeldisefni og keflaðar konur  miðjan í frásögninni, annars vegar var það sænsk mynd, konan var með sprengju bundna um hálsinn og hins vegar var það japönsk mynd (house of horror) þar sem konur voru seldar kaupum og sölum og unnu í vændi og ein var afskræmd  og önnur pyntuð í myndinni og pyndingarsenurnar voru myndaðar eins og ástarsenur og sýnt nákvæmlega hvernig það var verið að pynda vændiskonuna ef eigenda sínum þannig að ekkert sæist á henni, hún þurfti jú að halda áfram blíðusölunni. Það voru sýndar nærmyndir af  pyndingum  þar sem hún var brennd með logandi teinum og það voru sýndar pyndingar þar sem nálum var stungið í fingur hennar og alltaf reglulega sýndar andlitsmyndir af kvöl þeirrar sem var pynduð og sælu þess sem pyndaði hana.  Ég veit ekki af hverju ég er að lýsa þessu hérna, það virðist enginn taka eftir því að stór hluti af okkar afþreygingarefni eru svona formúlubókmenntir í pyndingum.


mbl.is „Netið ýtir undir hömluleysi og gróft ofbeldi"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er akkurat málið, það er ávalt árinn segir ræðarinn :Ð

Davíð Halldór Lúðvíksson (IP-tala skráð) 6.1.2007 kl. 14:14

2 Smámynd: Sigurpáll Björnsson

Við erum að verða of "Amerísk"

Sigurpáll Björnsson, 6.1.2007 kl. 14:19

3 Smámynd: Jónas Björgvin Antonsson

Það sama á náttúrulega við tölvuleiki og netið að það er mjög varasamt að alhæfa um hlutina eða búa þannig um að þessir hlutir séu í raun gerðir ábyrgir fyrir alls kyns hegðun og atferli.

Svið tölvuleikjanna er bæði vítt og fjölbreytt. Hins vegar eru það aðeins ofbeldisfyllstu leikirnir sem virðast komast í fréttirnar og m.a.s. þó að þar séu stundum á ferð leikir sem eru sérstaklega ætlaðir fullorðnum og kyrfilega merktir sem slíkir.

Það fer minna fyrir umræðu um gagnsemi tölvuleikja t.d. við ýmis konar kennslu og fræðslu. Það fer nánast ekkert fyrir umfjöllun um það hvernig sýnt hefur verið fram á að tölvuleikir geta dregið úr þjáningum og lyfjaþörf barna og unglinga á sjúkrastofnunum o.s.frv. o.s.frv.

Þetta er mjög stór iðnaður sem teygir anga sína víða og því er sorglegt að sjá umræðuna alltaf snúast um þessa örfáu leiki (af allri heildinni) sem fara virkilega yfir strikið bæði varðandi innihald og markaðssetningu.

J#

Jónas Björgvin Antonsson, 7.1.2007 kl. 17:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband