Fengitíð hjá Steingrími

Margir femínistar eru æfir út af orðræðu Steingríms J. Sigfússonar í Kryddsíldarþættinum á Stöð 2 á gamlársdag. Hér er tveggja mínútu vídeóskrípó, það er  upptaka úr þættinum með þremur skrípamyndum sem ég gerði.


Steingrímur var kokhraustur að vanda og vildi að stjórnmálamenn töluðu skýrt um hvað þeir vildu eftir kosningar en svo þegar gengið var á hann og hann beðinn að tala skýrt  sjálfur um hver ætti að leiða hjörðina eftir kosningar  þá jarmaði hann bara og sneri talinu upp í fengitíð hjá sauðfé. Sagði líka að sá flokkur sem ynni stóra kosningasigra ætti visst tilkall.... þetta var nú bara dáldið broslegt að heyra hann fagna kosningasigri nokkrum mánuðum fyrir kosningar og útnefna sjálfa sig til forsætisráðherraefni út af framtíðarsigri sínum svona í beinni. 

Ég hefði nú brosað meira ef ég hefði ekki pirrast svona mikið af því að sjá þarna Ingibjörgu Sólrúnu málefnalega og kurteisa að vanda milli Steingríms formanns hjá Vinstri Grænum og Guðjóns formanns Frjálslynda og þeir sýndu henni báðir lítilsvirðingu og svo er nú þannig að þó þeir standi fyrir andstæða póla í íslenskum stjórnmálum þá eiga þeir báðir það sameiginlegt að hafa yfirgefið flokka af því þeir töpuðu baráttum þar sem konur komust þeim ofan. Guðjón gekk á sínum tíma úr Sjálfstæðisflokkum á Vestfjörðum og fór í sérframboð af því að konur þar gerðu kröfu um kona væri ofar honum á lista.

Ef það er satt sem stendur í ævisögu Margrétar Frímannsdóttur þá er Steingrímur í sauðagæru í sínum femíniska flokki. Það hefði nú verið skemmtilegra að horfa á Margréti Sverrisdóttur og Kolbrúnu Halldórsdóttur ráðslaga þarna með Ingibjörgu Sólrúnu. Jón Sigurðsson og Geir Haarde voru kurteisir og málefnalegir. 

Það væri nú ágætt að heyra Steingrím tjá sig um hvernig Margrét Frímannsdóttir lýsir samskiptum þeirra. En á meðan hann hefur ekki rekið af sér það orð sem af honum fer í þeirri bók og gasprar svona eins og í Kryddsíldinni þá er það ekkert sérstaklega sannfærandi þessi femíníska áhersla hjá Vinstri Grænum.

Hér má  horfa á Kryddsíldarþættina: 

 Kryddsíldin fyrri hluti

Kryddsíldin seinni hluti 

Bryndís Ísfold, Björn Ingi og Nýkratar lýstu líka yfir vandlætingu sinni á Steingrím:

Hinn feminíski VG

Ósmekklegheit ársins?

Þarf Steingrímur aldrei að svara?

Smekkleysi 

 p.s. setti smábrot úr upptökunni hér inn sem videóklipp vegna þess að það virkar ekkert hjá mér að setja inn hljóðskrár. Setti þrjár myndir með til að skreyta. Vann það í Inkscape. Ég er að gera tilraunir með það forrit.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Björgvin Antonsson

Mér er ómögulegt að gera svona mikið úr orðum Steingríms. Ég sé ekki að það þurfi endilega að fara saman að lýsa yfir bandalagi við aðra flokka og raða fyrirfram í embætti miðað við hvernig núverandi kerfi virkar. Það hlítur að ráðast af fylgi flokkanna hvernig raðað er niður og þá eftir kosningar. Nema þeir bjóði fram undir einu flaggi eins og R listinn gerði.

Þá er ekki rétt með farið að hann hafi gefið sér, með orðum sínum, einhvern stórsigur í vor. Hann sló varnagla í máli sínu. Hann talaði um flokk sem kann að vinna stórsigur, sem er vissulega í spilunum miðað við síðustu kannanir. Hins vegar spurði Ingibjörg Steingrím að því hvort það væri ekki eðlilegt að stærsti flokkurinn ætti forsætisráðherrann (sem er ekkert endilega einhver fasti) þannig að ég spyr mig hver það er sem er að gefa sér eitthvað fyrirfram. Hvort því fari ekki nær að það sé Ingibjörg sem sé hugsanlega full viss í sinni sök um úrslit kosninganna.

Ég verð líka að segja að mér fannst hún ekkert sérstaklega kurteis að grípa frammí fyrir Steingrími með svona athugasemd - svona eins og til þess að kúga út úr honum loforð um stólinn í beinni útsendingu. Mín skoðun.

En hvað um það. Mér fannst ekkert að því sem Steingrímur sagði. Mér fannst hann fara með ágætt mál. Hvernig sem svo er reynt að snúa út úr því.

Og það er hálf ódýrt að dæma hann marklausan einvörðungu af því að hann er karl, eins og mér finnst þú gera. Annars er mér svosem ekkert sérstaklega hlítt til vinstri vængsins, svona yfirleitt en ég mátti til með að koma þessu að. Mér finnst alltof algengt að það sem fólk segir sé síað í gegn um pólitísk eyru áður en það er túlkað.

J#

Jónas Björgvin Antonsson, 5.1.2007 kl. 22:13

2 Smámynd: Ólafur fannberg

kvitt fyrir lestur

Ólafur fannberg, 5.1.2007 kl. 23:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband