Ljós loga í stjórnarráðinu

Þegar ég ók fram hjá stjórnarráðinu fyrr í kvöld loguðu þar ljós í öllum gluggum. Það er frekar óvanalegt en þetta er kannski ástandi sem gerist á mikjálsmessu á hverju ári. Akkurat 30. september fyrir ári síðan þá stakk fyrrverandi forsætisráðherra og þáverandi seðlabankastjóri og núverandi morgunblaðsritstjóri upp á því að hér yrði mynduð þjóðstjórn. 

Í fréttum les ég að núna sé fundað hjá vinstri grænum fram á nótt og að núna sé unnið að einhverjum nýju Icesave samningi.  

Þetta er búinn að vera pólitískur dagur í lífí mínu. Ég var á fundum í dag með formönnum og varaformönnum ráða í Reykjavíkurborg  og þeim fundi stýrðu Hanna Birna borgarstjóri og Óskar Bergsson forseti borgarstjórnar af mikilli röggsemi. Ég sannfærðist enn betur um að þau sem núna koma að því að stýra Reykjavíkurborg við feiknaerfiðar aðstæður eru allt hugsjónafólk sem reynir að gera sitt besta. Mér sýnist samstarf Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í borginni vera farsælt og hafa tryggt festu í stjórn borgarinnar, festu sem sárlega skorti í borgarstjórnartíð Ólafs Magnússonar.

Eftir þann fund  fór ég upp á Hverfisgötu til að fagna með Framsóknarkonum í Reykjavík sem voru einmitt í kvöld að endurvekja kvenfélagið sem áhrifaafl í Framsóknarflokknum. Þar voru þingkonur okkar Vigdís og Eygló og formaður flokksins Sigmundur Davíð kom líka  og sagði okkur fréttir af atburðarás dagsins. Atburðarás sem er ekki eingöngu bundin við Ísland því aðstæður Íslands og hugsanlegt lán til Íslands mun hafa verið rætt í norsku ríkisstjórninni í dag eða af nokkrum ráðherrum hennar og átti Sigmundur Davíð von á því að heyra frá Norðmönnum seinna í kvöld.

Það mun hafa verið þannig að Höskuldur og Sigmundur Davíð fóru í stjórnarráðið þegar þeir fréttu að þar væri þannig ástand að Ögmundur væri líklega að segja af sér. Þeir fóru til að ræða um hugsanlega möguleika á láni frá Noregi . En þegar þeir loksins fengu viðtal við Ögmund þá var hann búinn að segja af sér. Það er reyndar athyglisvert hvað Steingrímur og fleiri hafa lítinn áhuga á að skoða möguleika á norsku láni sem ekki er skilyrt AGS fyrirgreiðslu. 

Það er ekki ennþá ljóst hvernig þetta mál fer en ekki er þó líklegt að mikil ró verði yfir þinginu næstu daga. Það getur verið að núverandi stjórn hafi misst þingmeirihluta vegna þess að hún sé klofin í Icesave afstöðu sinni. 

Ef svo fer þá vona ég að þingmenn hlusti á manninn sem sagði einmitt fyrir ári síðan að ef einhvern tíma væri ástæða til að hafa þjóðstjórn þá væri það núna. Og þetta núna er ennþá núna, ári seinna.

Svo ætla ég alls ekki að hætta að blogga á moggablogginu. Ég held að nýi moggaritstjórinn og fyrrverandi forsætisráðherra, borgarstjóri og seðlabankastjóri sé kannski ekki heppilegasti kandidatinn í ritstjórastólinn en ég er hrifin af því að hann var maðurinn sem stakk upp á því sem var það eina skynsamlega fyrir ári síðan og er það eina skynsamlega í dag. Það er þjóðstjórn.

Og ég tek undir orð hans "Við borgum ekki skuldir óreiðumanna".


mbl.is Þingflokkur VG á fundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband