Norskir hagsmunir

nordurslodir-economist-mai09.gif Núna hangir ríkisstjórn Íslands á bláþræði og við bíðum eftir hvað kemur út úr fundi ríkisstjórnarinnar sem boðaður er seinna í dag. Við höfum spurnir af því að núna standi yfir þingflokksfundur VG og ef ég tók rétt eftir þá munu Ögmundur og Jón Bjarnason hafa farið af þeim fundi.

Núna eru hins vegar kosningar um garð gengnar í Noregi og vonandi átta Norðmenn sig á því hve mikið er í húfi að Ísland og Noregur verði  eins samstíga og hægt er  varðandi Evrópusambandið. Þetta er ekki eingöngu spurning um hvort ein þjóð gangi í efnahagsbandalag, þetta er spurning um Norðurslóðir sem verða á næstu árum eða áratugum mikið átakasvæði.

Það er eins og oft áður, Framsóknarmenn eru milligöngumenn um lausnir, í þessu tilfelli aðrar lausnir en að vera ofurseldir AGS lánum.


mbl.is Vilja lána 2000 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband