Jóhanna, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og norski Framsóknarflokkurinn

Jóhanna forsætisráðherra er góð kona og ég efast ekki eitt augnablik um að hún reyni eins og hún getur að  lyfta bjarginu sem hefur verið hent  á Ísland. En þegar hún talar um Icesave samninga og að "við viljum vera í samfélagi þjóðanna"  þá efast ég um hæfi hennar. Málið er að Icesave eins og það birtist okkur er ekki samningar, Icesave er þvingun. Þvingun stórra og voldugra grannþjóða sem settu Ísland undir hryðjuverkalög, Icesave er PR stunt óhæfs og grimms þjóðarleiðtoga Breta sem er alveg tilbúinn að fórna litlu eyríki í Atlantshafi til að geta leynt því lengur fyrir heiminum á hvers konar brauðfótum hans eigin veldi er og hve stutt er í upplausnarástand í hans heimabyggð.

Jóhanna talar ekki fyrir máli Íslands á alþjóðavettvangi - eiginlega þvert á móti þá hefur maður á tilfinningunni að hún sé eins og margir aðrir Samfylkingarmenn með ofurtrú á Evrópusambandinu og Evrunni og haldi að innganga í sambandið og upptaka Evru lækni öll mein. Hún sé blind á að það séu engar líkur á því að við uppfyllum skilyrði um upptöku Evru í bráð og lengd og afar, afar litlar líkur til að við fáum sérstök vildarkjör þar, ekki síst vegna þess að aðilar í Eystrasaltslöndunum munu fylgjast grannt með og bera kjör sem öðrum bjóðast saman við sín.

Það er alls óvíst hvernig þjóðir Efnahagsbandalagsins koma undan fjármálahörmungum heimsins. Þjóðir hafa skjól hver af annarri og af gagnkvæmum samningum en á móti kemur að það eru miklu miklu færri leiðir sem ríkin hafa til að stýra staðbundnu atvinnulífi ef hagkerfið er orðið alþjóðavætt og stjórnun úr höndum innlendra aðila.

Við skulum ekki gleyma því að einmitt krónan og gengisskráning hennar er núna í miðri kreppunni öflugt hagstjórnartæki, hagstjórnartæki sem væri ekki í boði  ef hér væri evra. Það breytir því ekki að krónan er örmynt sem passar ekki við það viðskiptaumhverfi sem við búum við núna og þessi örmynt varð til þess að hérna mynduðust aukabólur vegna gengismunaviðskipta (carry trade) og það verður viðfangsefni hagfræðinga í framtíðinni að finna út úr hversu miklu máli þær bólur skiptu fyrir íslenska hrunið.  

Það getur vel verið að það sé ofmetið hversu mikinn þátt gengismunaviðskipti og örmyntin króna áttu í hruni íslenska fjármálakerfisins, hugsanlega hlaut þetta að gerast fyrr eða síðar vegna eðli markaðarins og mun gerast síðar í stærri hagkerfum. Það er sennilega líka núna vanmetið hve mikið skjól er akkúrat núna af íslensku krónunni og þeim gjaldeyrishömlum sem hægt er að setja með henni.

En á meðan Jóhanna og hennar ríkisstjórn einblínir til Evrópusambandsins sem þó hefur ekki reynst okkur neitt vel né sýnt að það sé fýsilegur kostur. Það kann að  vera fýsilegt að ganga til liðs við Evrópusambandið í fyllingu tímans en það er óðagot að skoða ekki alla möguleika Íslands í þeirri stöðu sem við erum í núna. Það er frelsi að hafa val. Og það er hlutverk þjóðarleiðtoga að koma auga á hvaða kostir okkur bjóðast og flana ekki að neinu. Við höfum allt of lengi haft ríkisstjórn sem anar blint út í foraðið og það er kominn tími til að breyta því. Framsóknarmenn hafa lagt nótt við dag að finna lausnir og koma á samböndum sem gætu hjálpað Íslendingum við þá stöðu sem við erum í núna.

Þannig hafa lausnir Framsóknarmanna varðandi skuldamál heimilanna sífellt meiri og meiri hljómgrunn, lausnir sem eru einfaldar og einfaldleiki þeirra fellst í því að viðurkenna það sem allir vita og það er að fjármálakerfið klikkaði og það þýðir ekkert að láta eins og það hafi ekki gerst.

Það þarf að endurræsa það og það verður ekki gert nema færa hlutina í alla vega þá stöðu sem þeir voru í þegar kerfið sprakk. Þetta getum við kallað leiðréttingu lána eða 20 % skuldaleiðréttingu eða eða leiðréttingu gegn forsendubresti eða það sem okkur sýnist.

Framsóknarmenn hafa þannig komið með langskynsamlegustu leiðina varðandi skuldir einstaklinga og heimila en þeir hafa líka verið önnum kafnir að finna lausnir og aðra valkosti varðandi skuldbindingar íslenska ríkisins og hafna því að ríkið Ísland sé sligað af skuldabyrði sem landið ræður ekki við. Það er engin skynsemi í því. og það eru engir samningar heldur örþrifaráð að gangast undir þá skilmála um Icesave sem ríkisstjórnin hefur sett á borð. 

Höskuldur þingmaður Framsóknarflokksins hefur undanfarið verið í Noregi að tala við ráðamenn þar og þá sérstaklega Framsóknarflokkinn þar sem heitir Senterpartiet. Það verður að segjast eins og er að Framsóknarmenn í Noregi reynast okkur betur en ráðamenn AGS eða stórveldanna Bretlands og Hollands.

Hér er frétt úr norsku pressunni um ferð Höskuldar til norska Framsóknarflokksins:

 

Greinin er þessi:

Senterpartiet tilbyr Island 100 milliarder i lån

Mens SV-leder Kristin Halvorsen sverger til IMF-lån på meget omstridte vilkår til Island, tilbyr Senterpartiet islendingene et lån på opptil 100 milliarder kroner - hvis sosialistene går med på det.


Senterpartiets finanspolitiske talsmann Per Olaf Lundteigen drar Islands politiske og økonomiske drama hjem hit, etter to møter i Oslo med sin islandske partikollega Höskuldur Thórhallsson før helga.

Like etter at ett av den rødgrønne islandske regjeringsmedlemmene trakk seg onsdag, bekrefter Lundteigen overfor ABC Nyheter at Senterpartiet i Norge har lovet sitt søsterparti Fremskrittspartiet på Island et lån på opptil 100 milliarder norske kroner.

Gunstig lån framfor IMF

- På vegne av Senterpartiet sa jeg til Thórallsson at vi er villige til å gi et betydelig lån opp til 100 milliarder norske kroner, til 4 prosent rente og fem års avdragsfrihet. Initiativet ligger dermed hos den islandske regjeringen, som må signalisere om de ønsker et slikt lån, sier Lundteigen.

Han bekrefter at partiet har gjenoppnevnt ham til finanspolitisk talsmann på Stortinget også i perioden vi nå går inn i.

Lundteigen bekrefter dermed en artikkel på nettstedet islandsk.no om dette oppsiktsvekkende utspillet - som kan vekke rødgrønn splid både i Norge og på Island.

Kristin Halvorsen krever Icesave-avtale

I den norske regjeringen har SV-leder og finansminister Kristin Halvorsen stått knallhardt på at lån til Island skal gis gjennom Det internasjonale valutafondet IMF, på betingelser som er svært omstridt på Island:

At islendingene bøyer seg og skattebetalerne påtar seg ansvaret for å erstatte milliardinnskuddene til nederlandske og britiske kunder av den konkursammede, private islandske banken Icesave.

Den islandske regjeringen bestående av sosialdemokratene og SVs søsterparti De venstregrønne har inngått avtale med Nederland og Storbritannia om at de vil det. Men betingelsene vekker stor strid og er ennå ikke blitt vedtatt i Alltinget.

Og nå går altså den venstregrønne helseministeren ut av regjeringen fordi han mener regjeringen er på kollisjonskurs med det islandske folket.

- Alternativ til IMF

I denne situasjonen går altså regjeringspartiet Senterpartiet i Norge inn en intensjonsavtale med sitt søsterparti som er i opposisjon på Island.

- Helseministeren går nå ut av regjeringen fordi han ikke er enig i regjeringens takling av Icesave-saken. Flere i de Venstregrønne er enige med ham. Det kan endre det parlamentariske gunnlaget grunnlaget for regjeringen, sier Lundteigen.

- Går islendingene til rettssak for å prøve om Icesave-kravene er berettiget, blir utbetalingene fra IMF frosset. Dermed vil Island ha behov for en alternativ finansiering, konstaterer Sp-talsmannen.

- Men finansminister Kristin Halvorsen har vært helt avvisende til å gi Island noe lån før de har innfridd Icesave-kravene?

- Jeg uttaler meg som finanspolitisk talsmann for Senterpartiet, sier Lundteigen til det.

Opprørt Thórallsson

Også ABC Nyheter møtte det islandske Fremskrittspartiets finanspolitiske talsmann Höskuldur Thórallsson under hans oslobesøk. Vi fikk da høre en svært bitter politiker:

- Min mening er at hvis britene og nederlenderne sier at islandske skattebetalere skal betale alle disse summene til erstatning for deres tap på Icesave-konkursen: Hvorfor ikke la en rett avgjøre?

ABC Nyheter har tidligere skrevet om islandsk bitterhet over at også den norske regjeringen vil nekte Island retten til å ta opp striden for en domstol.

- Vi ble veldig skuffet da vi oppdaget at det ble laget en forbindelse også mellom Icesave og nordiske lån, sier Thórallsson til ABC Nyheter.

- Og Norge burde ikke være med på at IMF skal være pengeinnkrevere for Nederland og Storbritannia! sier han.

 


mbl.is Ekki sanngirni að við borgum, en...
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Því miður hafa þessar fregnir reynst byggðar á veikum, eða engum grunni.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 1.10.2009 kl. 12:44

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta soundbite um samfélag þjóðanna er orðið ansi þreytt hjá henni. Er hú nað tala um einhverja biblíulega útskúfun í heimi hér um alla eilífð, eða er hún að tala um evrópusambandið?

Hún getur reynt að koma hreint fram og segja Evrópusambandið í stað samfélag þjóðanna, því sú þráhyggja hennar er að ganga frá landinu.  Samband 27 af 50 þjóðum í Evrópu, er ekki "samfélag þjóðanna" - Það er samfélag ákveðinna þjóða undir ákveðnu merki.  Evrópusambandið. Hún ætlar að skella á okkur ICESAVE til að uppfylla persónulegan metnað sinn í þessu efni. Hún veit hinsvegar ekki að ef við tökum þennan klafa á okkur, þá munum við ekki uppfylla nein skilyrði til inngöngu næstu áratuganna. Ekki frekar en að við höfum nokkurntíman gert.

Næst er svo að svelta þjóðina og rústa innfrastrúktúrnum til að komast í gegnum Maastrict nálarauugað, eins og Lettarnir eru að gera. Ástandið þar væri bara nokkuð bærilegt, ef þeir létu þa vera, en í staðinn er verið að fórna mannslífum í hundraðatali hvern mánuð, til að geta komið fullveldinu frá sér.

Manneskjan er ekki með réttu ráði. Hún er algerlega veruleikafirrt og haldin sjúklegri þráhyggju, sem er að verða Íslandi að fjörtjóni. Það þarf að losna við þessa manneskju strax.

Jón Steinar Ragnarsson, 1.10.2009 kl. 13:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband