Attac og Tobin skattur og heimur sem ekki er til sölu

800px-_attac.jpg

Ég hef verið  með í að stofna íslenskan Attac hóp og er einn af talsmönnum íslenska hópsins en við eigum eftir að halda formlegan stofnfund.  Við höfum þegar haldið eitt málþing með norskum gestum frá Attac í Noregi og sett upp vefsetrið Attac.is  og svo stefnum við að formlegum stofnfundi/aðalfundi núna á haustmánuðum. Einmitt núna um helgina hittast fulltrúar frá Attac hópum víðs vegar í Evrópu á málþingi í  París. Bjarni fór fyrir hönd okkar í íslenska Attac hópnum til Parísar og ég hlakka til að heyra  ferðasöguna frá honum.

Margir halda að Attac séu einhvers konar öfgasamtök og nafn þeirra sé dregin af árás eða attack. Svo er ekki heldur er það skammstöfun en þessi samtök eru einmitt nátengd Tobin skattinum og voru raunar upprunalega stofnuð eingöngu til að berjast fyrir þeim skatti. Starfssvið samtakanna hefur orðin víðfeðmara síðan þá en segja má að þetta sé aktívistahreyfing sem lætur sig fjármálagerninga sérstaklega varða.  Attac samtökin voru upphaflega stofnuð í Frakklandi en þau eru virk í mörgum löndum en þó að ég held hvorki í Bretlandi né USA.  

Í pistlinum Hvað er Attac  er útskýrt hlutverk og starfsemi Attac en þar stendur m.a.:

Attac er skammstöfun og stendur fyrir „Association pour la taxation des transactions financières pour l'aide aux citoyens“ (á ensku Association for the Taxation of Financial Transactions for the Aid of Citizens, ATTAC).

Upphaflegt stefnumið Attac var aðeins eitt. Það var að krefjast þess að skattur yrði lagður á gjaldeyrisbrask, svokallaður Tobin-skattur. Attac vinnur nú að fjölda málefna sem tengjast hnattvæðingu og neikvæðum afleiðingum fjárhagslegrar hnattvæðingar og einkavæðingar. Samtökin hafa eftirlit með starfi WTO, heimsviðskiptastofnunarinnar, með starfi Efnahags- og þróunarsamvinnustofnunarinnar OECD, og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins IMF.

Attac lítur ekki á sig sem andstæðing hnattvæðingar, en gagnrýnir þá hugmyndafræði nýfrjálshyggjunnar sem samtökin líta svo á að stýri efnahagslegri hnattvæðingu. Þau styðja hnattvæðingu sem þau álíta að sé sjálfbær og félagslega réttlát. Eitt af slagorðum Attac er „Veröldin er ekki til sölu“, og þau fordæma markaðsvæðingu samfélagsins.

Hérna er efni um Attac


mbl.is Tobin skatt á fjármálagerninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Flott færsla hjá  þér Salvör. Mæti á næsta fund félagsins!

Anna Karlsdóttir, 20.9.2009 kl. 13:38

2 Smámynd: Róbert Badí Baldursson

Áhugavert. Aldrei heyrt um þessi samtök áður.

Róbert Badí Baldursson, 21.9.2009 kl. 10:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband