What is the Capital of Iceland?

Í liðinni viku beindist kastljósið að borgarstjórn Reykjavíkur og sölu á hlut OR í orkuveitu á Suðurnesjum til sænsk-kanadísks orkufyrirtækis. Frá sjónarhóli OR var þetta skynsamleg ráðstöfun og raunar neyðarbrauð því OR hafði tapað málaferlum og orkulög sem miða við að orkuframleiðsla eigi að vera samkeppnisrekstur eru í gildi á Íslandi, lög sem heimila ekki OR að kaupa upp aðrar almenningsveitur. Það var óþægilegt fyrir OR  að verða að selja þennan hlut á þessum tímapunkti, á tíma í heiminum þar sem verðmæti arðskapandi fyrirtækja hefur fallið gríðarlega og hluturinn var seldur með tapi og á kúluláni.  Á einum tímapunkti þá virtist ríkisstjórnin ásamt fleirum t.d. lífeyrissjóðum ætla að koma inn og kaupa hlutinn. Svo varð ekki og það er spurning sem við ættum að leita skýrari svara við.  Hvers vegna í ósköpunum gátu íslenskir lífeyrissjóðir ekki komið að þessari sölu, þar er bundið gríðarmikið fé og nú er talað um að það eigi að fjárfesta lífeyrisgreiðslur í vegaframkvæmdum og spítölum og samfélagslegum framkvæmdum sem ríkissjóður ræður einhverju um. En af hverju stukku lífeyrissjóðir ekki til og fjárfestu í orkuveitum á Íslandi þegar hlutur í þeim var falboðinn á góðum kjörum og greiðslur á afar hagstæðu kúluláni?  Sætta þeir sem nú greiða í lífeyrissjóði sig við að iðgjöld þeirra séu notuð í lítt arðbærar framkvæmdir þegar í boði var fyrir lífeyrissjóðina að kaupa hluta í orkufyrirtækjum á tombóluverði?  

Eða var ástandið öðruvísi? Var ríkisstjórn Íslands stillt upp við vegg og fékk ekki að tryggja að eignarhald á íslenskum orkuveitum væri í eigu almenningsfyrirtækja og íslenskra lífeyrissjóða vegna þess sem við vitum, ríkisstjórnin er undir hæl AGS núna og hér er ástand eins og lýst er í bókinni The Shock Doctrine og hér er umgjörð (t.d. orkulög) og reglur alþjóðasamfélags sem er sniðið til að viðhalda óréttlátu og fáránlegu kasínókapítalísku markaðshagkerfi,  kerfi sem hefur sýnt að það virkar ekki og hvorki borgaryfirvöld né ríkisstjórn höfðu  neitt val þegar öflugir erlendir aðilar lofuðu gulli og grænum skógi ef þeir gætu komist yfir meirihluta í íslensku orkufyrirtæki. Það segir sína sögu að Ross Beaty kom hingað í sérstaka ferð til að sannfæra Steingrím og kó á þeim tímapunkti þegar leit út fyrir að ríkið ætlaði að hafa milligöngu um að innlendir aðilar keyptu hlut HS Orku.

Reykjavík er höfuðborg Íslands og  ákvarðanir sem eru teknar  hérna í borginni um auðlindir skipta máli um líf og búsetu á Íslandi næstu áratugi.  Við sem ætlum að búa og starfa á Íslandi og byggja hér upp gott þjóðfélag erum betri vörslumenn og eftirlitsaðilar með íslenskum auðlindum en fjarlægir fjárfestingaraðilar og bankamenn. En alþjóðastofnanir eins og AGS og World Bank kemur í mörgu fram eins og hagsmunagæsluaðilar fyrir einmitt fjarlæga erlenda fjárfesta sem eiga skjól á tortolaeyjum heimsins.  

Við skulum beina reiði okkar og gagnrýni þangað sem hún á heima. Við skulum ekki vera viðhlæjendur AGS og World Bank og allra síst skulum við hlæja með þeim að okkur sjálfum og ógæfu smáþjóðar sem á í dag enga talsmenn og enga bandamenn á alþjóðavettvangi.  Við skulum einnig beina reiði okkar og gagnrýni að Nató sem brást Íslendingum þegar önnur Bretland gerði hryðjuverkalagaárás á Ísland.

Ég enda þennan pistil á að birta brandara um Ísland sem ég sá á sínum tíma á vefsíðu World bank, það var á sérstökum þráð hagfræðinga World Bank þar sem fjallað var um efnahagshrun heimsins.

brandari-word-bank

Sjá hérna:

Samstarfsþjóðir lána og World bank hæðist að neyð Íslendinga

 


mbl.is Farið verði fram á skýringar AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband