Ferðalag keisaramörgæsanna

KeisaramörgæsirÉg horfði í gær á Ferðalag keisaramörgæsanna  en það var ein sagnanna sem komu úr jólapökkum. Myndin er leikin heimildarmynd og sjónrænt listaverk. Ég er margs vísari um ferðalag keisaramörgæsanna og lífsbaráttu þeirra.  

Svona bíómassahreyfingar lífsins á jörðinni hafa alltaf heillað mig, alveg sama hvort það eru göngur ála milli Þangshafsins og íslenskra áa eða hvort það er flug margæsa yfir Grænlandsjökulinn eða það sem lífríkið og búsældin í hafinu við Ísland byggir á - þessar fæðugöngur og hrygningargöngur loðnunnar

 Myndin er ljóðræn og tilfinningaþrungin, mörgæsir eru manngerðar, kven- og karlraddir tala fyrir mörgæsirnar eftir því hvort fjallað er um kvenfugl eða karlfugl.  Svona frásögn snertir okkur, við þekkjum sjálfa okkur í mörgæsum svona svipað  eins og í barnateikningum þegar  barn  teiknar hús eins og mannsandlit, tveir gluggar eins og augu, dyr eins og munnur, þak eins og hár. Það er samt eins konar skynvilla að skilningur sé fólginn í samsvörun við eitthvað form eða ferli sem við þekkjum. Svona lífrænar hreyfingar eins og göngur fugla, fiska og annarra dýra eru kannski hluti af einhverjum rythma heimsins sem við greinum ekki, við vitum reyndar að þetta er háð birtu og hitastigi og þar með gangi jarðar um sólu en hugsanlega er það hamlandi fyrir einn skilning að líta f á líf mörgæsa með augum þess umhverfis sem við þekkjum meðal mamma - að líta á mörgæsir eins og faðir, móðir, barn í kjarnafjölskyldu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Frábært að lesa það sem þú skrifar um  Ferðalag Keisaramörgæsanna. ég gaf nefnilega myndina í jólagjöf. Og nú er að hvetja mannskapinn til að horfa, ég ætla að njóta góðs af því. Gleðileg Jól.  

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 26.12.2006 kl. 11:31

2 Smámynd: www.zordis.com

Stelpurnar voru í jólapakkanum mínum ..... mig langar óskaplega að sjá Ferðalag Keisaramörgæsanna ....  Gleði um jól!

www.zordis.com, 26.12.2006 kl. 19:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband