Reykskynjarar, kerti og jólaskreytingar

Þetta var gleðileg frétt um fjölskylduna sem komst út úr húsinu vegna þess að reykskynjari fór í gang og aðvaraði þau.  Þarna voru þrjú ung börn. Því miður eru ekki allar fréttir af eldsvoðum um þetta leyti árs svona gleðilegar. Fólk uggir ekki að sér, sérstaklega varðandi kertaljós og hvað lítil börn sækja í að leika með eld og kveikja á kertum. Ég þekki marga sem hafa misst allt sitt út af eldsvoða. Einu sinni vann ég með konu sem sagði iðulega við mig "dóttir mín væri á þínum aldri ef hún hefði lifað", hún hafði misst börnin sín í eldsvoða á svipuðum aldri og börnin sem björguðust á Hvolsvelli í nótt. Maðurinn hennar var einn af börnunum sem voru á jólatrésskemmtuninni í Keflavík þegar kviknaði í jólatrénu og mörg börn dóu. Vinkona móður minnar missti allt sitt innbú í eldsvoða sem kviknaði út af litlu kertaljósi sem gleymdist. Vinur minn flutti inn í íbúð og á daginn sem þau fluttu og voru að fara að sofa þá vildi það þeim til happs að þau litu út um gluggann og sáu þá eldtungur tengja sig niður húsið. Íbúðin á hæðinni fyrir ofan skíðlogaði og maðurinn sem bjó þar dó. Talið var að það hafi kviknað þar í út frá eldavél sem gleymst hafi að slökkva á. Vinkona mín vaknaði við það  einn morgun að íbúðin sem hún bjó í skíðlogaði, það var risíbúð á fjörðu hæð og lengi vel vissi hún ekki betur en barnið hennar fimm ára væri inn í brennandi íbúðinni. Reykkafarar fundu ekki barnið en svo kom í ljós að hann fannst í hverfinu og hefur sennilega verið að leika sér með eldspýtur og hlaupið út.

Það er alla vega góð regla að hafa hvergi eldfæri eða kerti þar sem óvitar komast að, þau munu alltaf vilja gera tilraunir til að kveikja á kertum. En stundum er fullorðna fólkið líka óvitar og ég hef oft séð jólaskreytingar með logandi kertum sem eru líklegar til að fuðra upp hvenær sem er.  Ég geri alltaf athugasemd við það en fæ gjarnan það svar að fólk fylgist með því. En hvað ef sá timi kemur að maður fylgist ekki með? Hvað ef maður sofnar út frá kerti? 

Það er skynsamlegt að hafa kerti alltaf þannig að það muni ekkert gerast þó þau gleymist, þau brenni bara upp. Og hafa reykskynjara í svefnherbergjum. 

 


mbl.is Enginn vafi á að reykskynjarinn bjargaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband