Akkurat núna

Akkúrat núna hef ég enga orku til að æsa mig vegna Icesave. Ég horfi út um stofugluggann hjá mér, ég horfi á lögreglubíl hér beint fyrir utan húsið og rústasvæðið frá gömlu gróðurhúsunum í Sigtúni og hóteltvíburaturninn í baksýn.  Rétt áðan voru líka tvo lögreglumótorhjól hérna í innkeyrslunni og liðsafnaður í garðinum.  Það er mikill æsingur og það eru hér margir lögreglumenn og margir sem ég þekki ekki og búa ekki hérna. Mér finnst eins og hérna í götunni hafi verið gerð skyndiárás, árás í því stríði sem núna geisar á Vesturlöndum, í stríði  þar sem barist er með fjármálasjónhverfingum og hinir sigruðu eru fjötraðir niður með skuldum, í stríði þar sem fótum er kippt undan fjölskyldum  í einu vettfangi og lífsafkoma fólks og framtíðarvonir leystar upp. Í þessu stríði hafa margir flosnað upp úr heimkynnum sínum og ekki náð að festa rætur á nýjum stað. Örvænting, vonleysi og rótleysi í íslensku samfélagi eru ekki mælanleg stærð, ekki tala sem hægt er að birta með tveimur aukastöfum í hverri viku eins og tölur um atvinnuleysisprósentur. En sá sem horfir út um gluggann heima hjá sér og horfir á umheiminn líða framhjá og horfist í augu við ástandið skynjar hversu heldjúpar sprungur eru núna í íslensku samfélagi.

Núna finnst mér mínar áhyggjur  lítilfjörlegar. Ég ætlaði að skrifa blogg um áhyggjur mínar af ferðalögum dætra minna á hálendi Íslands og fyrirhuguðu ferðalagi sambýlismannsins á hásléttur Afganistan.

Akkúrat núna eru dætur mínar á gangi á hálendinu, þær hafa verið á göngu í nokkra daga milli Landmannalauga og Þórsmerkur, ef til vill eru þær núna að vaða Þröngá, ána sem er einn helsti farartálminn á Laugarveginum. Hún er straumhörð og mórauð jökulsá þar sem ekki sést til botns. Þær eru á eigin vegum þrjár saman, dætur mínar og dóttir systur minnar. Þær eiga að koma niður í Þórsmörk í dag en ég fæ væntanlega ekki fréttir af ferðalagi þeirra fyrr en þær koma til byggða. Ég nestaði þær með GPS tæki með Íslandskorti svona til að koma í veg fyrir að þær villtust í þoku upp á hálendinu. En núna sé ég að ég hefði átt að gera betur, ég hefði líka átt að láta þær fá kaðal, svona líflínu fyrir fólk sem veður jökulfljót. Vonandi hafa þær beðið eftir öðrum hópum þegar þær komu að Þröngá áður en þær fóru yfir. Ég held nú reyndar að áin sé ekkert hyldjúp, bara upp í mið læri en hún er straumhörð og mórauð. 

Um það leyti sem dæturnar koma af fjöllum er áformað að  Magnús fari til Kandahar í Afganistan. Hann fer þangað í sex mánuði sem starfsmaður Rauða krossins en hann er búinn að vera um tíma á  veraldarvakt íslenska Rauða krossins, það er viðbragðslisti þeirra sem fara með litlum fyrirvara á átakasvæði í heiminum. 


mbl.is Icesave-ábyrgð úr ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Góð hugleiðing. Óska þeim öllum góðrar ferðar!

Ævar Rafn Kjartansson, 29.6.2009 kl. 16:07

2 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Þetta er ekki svar við síðasta innleggi þínu.

En þú virðir mig ekki svars sem ég skrifaði í gestabók þína þ. 24. 5. sl.  Ennfremur skrifar þú í apríl síðastliðnum sem mér var bent á: "Myndin sýnir ástandið á Sigurbjargarbæ eins og það var síðasta sumar og það hefur bara versnað síðan þá. Í Guðs bænum, allir þeir sem einhver völd hafið í Reykjavík, bjargið þessum menningarverðmætum!

Þetta er einfaldlega rangt. Mér sem endurbyggjanda nefnds húss þykir þetta kaldar kveðjur en hlýjar til þeirra sem "einhver völd hafa í Reykjavík" sem eru allir sem einn glæpamenn á sviði umhverfismála.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 2.7.2009 kl. 23:26

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Heildar-Skuldir Íslands - 13.059 ma.kr.

Einar Bj?rn Bjarnason Staðreyndin um heildar erlendar skuldir þjóðfélagsins, kemur fram á vef Seðlabanka Íslands: 1. ársfjórðungur 2009. Athugið, 13.059 milljarðar, eru heildarskuldir. Þessi upphæð skiptir þó máli. Nettóupphæðin, er 4.580 milljarðar, þegar reiknað verðmæti eigna upp á 8.479 milljarða hefur verið dregið frá.

"Hrein staða við útlönd var neikvæð um 4.580 ma.kr. í lok fyrsta árs¬fjórðungs og réttist af um rúma 131 ma.kr. frá síðasta fjórðungi. Erlendar eignir námu 8.479 ma.kr. í lok ársfjórð¬ungsins en skuldir 13.059 ma.kr."

Til að allt teljist rétt, ber að geta, inni í þessari tölu, eru skuldir þrotabúa gömlu bankanna, sem skýrir hrollvekjandi hæð heildarsummunnar, áður en eignir eru dregnar frá, en einnig Landsvirkjunar, Orkuveitunnar og sveitarfélaga.

Athugið þó, að hvergi kemur fram hjá Seðlabanka Íslands, hvernig skuldirnar skiptast á milli aðila, t.d. hvaða hlutfall telst til gömlu bankanna.

Einungis upphæðin, 4.580 milljarðar jafngildir u.þ.b. 3,5 þjóðarframleiðslum,,,þá hafa allar eignir verið dregnar frá. Upphæðin, 13.059 á móti jafngildir u.þ.b. 10 þjóðarframleiðslum.

Erlend skulda/eignasta?a ?j??arb?sins

Það sem þarf að hafa í huga, að í þessum eignum, upp á 8.479 milljarða er ekki einungis að finna, eignir sem tilheyra uppgjörum hrundu bankanna. Heldur einnig, Landsvirkjun, orkukerfið, flutningskerfi hitaveitunnar, Orkuveitan og önnur skild orkufyrirtæki, hafnir og önnur mannvirki í eigu ríkis og sveitarfélaga; sem fræðilega er allt hægt að selja til að minnka skuldir. En, "common" það vita allir, að slíkt kemur ekki til greina.

Raunverulega staðan, er því einhvers staðar á milli  4.580 milljarða eða 3,5 þjóðarframleiðsla; 13.059 eða 10 þjóðarframleiðsla. Það skiptir, ef til vill ekki meginmáli, hvort raunveruleg staða er 9.000 milljarða eða 6.000 milljarðar. Því, meira að segja, 4.580 eða 3,5 þjóðarframleiðslur, er of mikið.

Þetta er raunveruleg staða mála. Sannleikurinn, er kominn í ljós.

Icesave í samhengi erlendra skulda þjófélagsins

Skv. því sem ríkisstjórnin segir, sjá Lagafrumvarp um: Icesave

"Innlend skuldabréf 471 ma. kr. 33 % af VLF
Skuldir vegna tapaðra veðlána o.fl. 296 ma. kr. 21 % af VLF
Erlend lán (sjá að framan) 315 ma. kr. 22 % af VLF
Skuldbinding vegna Icesave 373 ma. kr. 26 % af VLF
Samtals 1455 ma. kr. 102 % af VLF"

Rétt er að taka fram, að útkoma upp á 373, úr Icesave uppgjörinu, er besta hugsanlega útkoma, eins og ríkisstjórnin setur þetta fram. Lagafrumvarp um: Icesave

"Eftir bankahrunið, eða í árslok 2008, voru skuldir ríkissjóðs 931 milljarður króna. Þar
munar mest um endurfjármögnun ríkissjóðs á Seðlabanka Íslands (270 milljarðar króna) vegna tapaðra veðlána bankans, aukna útgáfu ríkisbréfa og ríkisvíxla (181 milljarður króna) og lántöku vegna gjaldeyrisforða (130 milljarðar króna). Mat fjármálaráðuneytisins er að skuldirnar nái hámarki í árslok 2009 og hafi þá náð 1.810 milljörðum króna, sem svarar til um 125% af VLF. Þá hafa bæst við lán í tengslum við efnahagsáætlun stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (338 milljarðar króna) og eiginfjárframlag til nýju bankanna (385 milljarðar króna)"

 Samkvæmt því, eru erlendar skuldir ríkisins: 315 + 375 (eða 415) + 130 +338 = 1.158

 Ef við leikum okkur með tölur. Þá er 4.580 - 1.158 = 3.422  (2.63 þjóðarframleiðslur) eða 13.059 - 1.158 = 11.901 (9,15 þjóðarframleiðslur).

Erlendar skuldir, aðrar en skuldir ríkisins, skipti ekki máli?

Ríkisstjórnin, ætlar sem sagt, að láta eins og aðrar erlendar skuldir, en skuldir ríkisins, komi því ekkert við. Það er ástæða þess, að ríkið þykist geta haldið fram eftirfarandi:

Lagafrumvarp um: Icesave

"Í nýlegri úttekt hagfræðinga hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum
er áætlað að skuldir ríkissjóðs hjá tíu ríkustu þjóðum G20 hópsins
verði að meðaltali 114% af VLF árið 2014 og að mögulega kunni þessi tala að vera svo há sem 150% af VLF. Þó eru þessar þjóðir ekki að takast á við nær algert kerfishrun, þ.e. hrun 90% bankakerfisins líkt og í tilfelli Íslands, né hrun bankakerfis sem skuldaði tífalda þjóðarframleiðslu landsins (um 13.600 milljarða króna). Í þessum samanburði er skuldastaða ríkissjóðs vel viðunandi, enda ljóst að þrátt fyrir umfang skulda bankanna og stærð hrunsins sker ríkissjóður Íslands sig ekki sérstaklega úr þegar kemur að skuld hans sem hlutfalli af VLF."

Þetta er ekkert minna, en helvítis þvæla. Hið fyrsta, er þegar komið í ljós, að raunverulegar heildarskurldir ríkisins, eru 2,5 þjóðarframleiðsla, en ekki 1,3. Í annan stað, er það einfaldlega rangt, að hægt sé að láta sem, aðrar skuldir þjóðarbúsins, komi ríkinu ekkert við.

  • Skv. uppgjöri Landsvirkjunar, skuldar hún 2.975.269.000 dollara. Ríkið, er ábyrgt fyrir þessum skuldum, er Landsvirkjun lendir í vandræðum.
  • Sveitarfélög, mörg hver, freystuðust til að taka erlend lán, í gróðærinu, og þau lán eins og önnur erlend lán, hafa hækkað mjög í krónutölu. Ef, sveitarfélög lenda í vandræðum, þá er ríkið einnig ábyrgt fyrir skuldum þeirra.
  • Ríkið er ábyrgt, fyrir skuldum allra aðila í eigu þess. Auk þessa, hefur ríkið beint eða óbeint, nú tekið yfir fjölmörg fyrirtæki, sem álitin eru of mikilvæg fyrir þjóðarbúið til að hrynja og er þá einnig orðið ábyrgt fyrir skuldum þeirra, þó svo að ekki sé gert ráð fyrir þeim ábyrgðum, í framsetningu ráðherra á skuldum ríkisins.

Síðast en ekki síst, þá þurfa þeir sem skulda þær óhemju erlendu skuldir þjóðarbúsins, að borga af þeim með gjaldeyri.

Þessir aðilar, eru því að keppa við ríkið, um þann gjaldeyri sem eftir verður, þegar búið er að gera ráð fyrir nauðsynlegum innflutningi.

Hvernig, ætlar ríkið að fara að því, að tryggja sér nægan gjaldeyri fyrir sig, þegar aðrir hafa einnig á sama tíma svo ríka þörf fyrir hann?

Greiðslubyrði af Icesave vs. greiðslubyrði almennt af erlendum skuldum

Lagafrumvarp um: Icesave

"Tafla 3: Afborganir og vextir af skuldum ríkissjóðs
Ár         Erlendar skuldir Icesave Innlendar skuldir Samtals
2009           9,2%                                    5,6%           14,8%
2010           3,2%                                    4,5%            7,8%
2011         18,7%                                    4,8%          23,5%
2012           8,9%                                    4,8%          13,7%
2013           7,5%                                    4,5%          12,0%
2014           6,1%                                    4,3%          10,3%
2015           5,4%                                    4,0%            9,4%
2016           4,1%             3,7%               3,8%           11,6%
2017           3,4%             3,6%               3,6%           10,6%
2018           3,0%             3,5%               3,4%            9,8%
2019           2,7%             3,3%               3,2%            9,2%
2020           2,4%             3,2%               3,0%            8,5%
2021           2,1%             3,0%               2,8%            8,0%
2022           0,0%             2,9%               2,7%            5,6%
2023           0,0%             2,7%               2,6%            5,3% "

Vert er að muna, að erlendar skuldir þjóðarbúsins, eru einungis 1/3 af nettó heildarskuldum þjóðarbúsins, við útlönd. Þannig, að ef við miðum við heildar nettó skuldir þess, 4.580 milljarðar króna, þá þarf að margfalda skuldbirði með tölunni 3(við skulum þó, taka fyrst meðaltal af skuldabyrði ríkissjóðs, áður en við margföldum). Ef við, miðum við brúttóskuldir þjóðarbúsins, 13.059 milljarða króna, þá þarf að margfalda greiðslubyrði með tölunni 10. Sannleikurinn, er einhvers staðar þarna á milli, þ.s. inni í brúttó-heildar skuld þjóðarbúsins, eru margar eignir sem ekki er þjóðarvilji til að selja, sbr. Landsvirkjun, dreifikerfi hita og rafmagns, samgöngumannvirki, o.flr. Þetta er þ.s við stjórnar-andstæðingar, meinum, þegar við segjum skuldabirði, of mikla.

Samkvæmt skrifum Gylfa Magnússonar sjálfs, er greiðslubyrði Icesave í besta fallu 1,6% upp í mesta lagi 6,8% af útflutningsekjum landsmanna. Hafa skal í huga, að þá miðar hann við að 75% greiðist upp, þannig að eftir verði 415 milljarðar. Þetta er sem sagt, greiðslubyrðin, af einungis, 415 milljörðum í erlendri mynnt.

4.580 / 415 = 11 Þannig, að 415 milljarðar, eru einungis 1/11 af heildar-nettó-skuldum þjóðfélagsins.

13.059 / 415 = 31.5 Þannig, að 415 milljarðar eru 1/31,5 af heildar-brúttó-skuldumþjóðarbúsins.

Ef einhver kærir sig um, að útskýra hvernig, Íslendingar eiga að fara að því, að standa undir þessu, þá er viðkomandi það heimilt.

Einungis, með því að láta sem, einungis skuldir ríkisins, skipti máli, er hægt að láta sem að hlutir séu viðráðanlegir. En, þegar haft er í huga, að einnig þarf að borga af öðrum skuldum þjóðarbúsins. Að þær skuldir, eru einnig að keppa um þann gjaldeyri, sem verða mun fyrir hendi. Að, sá gjaldeyrir, verður mjög takmörkuð auðlind. Þá, sést, að við Íslendingar erum, komnir í fullkomlega óviðráðanlegt fen.

Einnig, Íslenska ríkið er ekki sjálft að flytja út vörur og þjónustu, heldur aðrir. Með hvaða hætti á að færa gjaldeyri frá einkaaðilum til ríkisins? Á að gera það með sköttum? Á að gera það með gjaldeyrishöftum og skilaskyldu? Á að koma á innflutningshöftum í því skyni að auka hagstæðan viðskiptajöfnuð? Hvernig á að standa við fyrirliggjandi Icesave-samkomulag og aðrar erlendar skuldir, nema með öðrum erlendum lántökum?

Halli á Þáttatekjum 

Þjóðarbúskapurinn, áætlun til 2014: Vorskýrsla 2009

Viðskiptajöfnuður, % af VLF
2008                          -23,3
2009 - 2014                 -1,2
2011                             -1,1
2012                             -2,1
2013                             -1,2
2014                             -1,1

Ég vek athygli, á þessari töflu, þ.s. að ef áætlun þjóðhagsreikninga stenst, þá er enginn afgangur af viðskiptajöfnuði Íslands, fyrir allra næstu ár. Þvert á móti, erum við í mínus.

Þáttatekjur samanstanda af hlutabréfaeign og skuldabréfaeign ríkissjóðs. Nú, er heildartap af því dæmi, og fyrirsjáanlega áfram; og það stórt, að jákvæður annars vöruskiptajöfnuður verður neikvæður, fyrir næstu ár. 

Þar virðist ráða um, halli á fyrirtækjum í eigu hins opinbera; þ.e. halli á bönkunum, en einnig halli af öðrum - svokölluðum þjóðfélagslega mikilvægum fyrirtækjum - sem ríkið hefur tekið yfir, til að halda þeim gangandi. Hvað bankana varðar, stafar hallinn af því, að eignir eru mest í erlendum gjaldeyri á meðan að skuldir eru mest í innlendum. Þetta er ekki enn leyst, en er hugsanlegt að verði.

En, einnig er stór hluti í "þáttatekjuvandamálinu"tap af skuldabréfum, þá einkum svokölluðum "krónubréfum".

Þetta vandamál, sannarlega getur minnkað, þegar heimskreppan endar, þegar hún þá endar, og þá getur neikvæð ávöxtun orðið jákvæð.

Þessi, halli hlýtur þó frekar augljóslega, vera ógnun við greiðslustöðu landsins, gagnvart útlöndum til 2014 - hið minnsta.

Niðurstaða

Þegar heildarskuldir þjóðarbúsins, eru hafðar í huga, þá kemur í ljós að erlendar skuldir Íslendinga, eru fullkomlega óviðráðanlegar.

Hvað er þá til ráða?

  • Við getum ekki samþykkt Icesave samning þann, sem ríkisstjórnin hefur gert við Breta og Hollendinga.
  • Ísland, er þegar galdþrota, best að viðurkenna þá staðreynd hið fyrsta, og leita nauða samninga eða til vara, að lýsa yfir greiðsluþroti þ.e. "default".
  • Gjaldþrot, er ekki endir alls; við getum samt flutt út fisk, áliðnaðurinn starfar áfram, ferðamenn halda áfram að koma til landsins. Ríkið, getur því staðið undir, umtalsverðri starfsemi innanlands. Á móti kemur, að allan innflutning mun þurfa að staðgreiða. Það getur valdið skorti á því sem er ekki framleitt hér; því að sjálfsögðu mun olía, bensín, lyf og þessháttar, njóta forgangs.

Best er að taka á þessari stöðu, hið fyrsta, því að allar viðbætur á núverandi skuldastöðu gera einungis íllt verra.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 5.7.2009 kl. 16:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband