"Húsið er okkar" - ungdómshúsið á Fríkirkjuvegi 11

Hér er  vídeó sem ég tók af hústökunni á Fríkirkjuvegi 11 í Reykjavík núna í kvöld. Vídeóið er um 10 mínútur og sýnir stemminguna, þetta var nú engin ofbeldisaðgerð, fremur svona táknræn gjörningur.

 Þegar ég var unglingur þá var Fríkirkjuvegur 11 miðstöð fyrir unglinga, mig minnir að þetta hafi verið undanfari Tónabæjar sem svo opnaði.  Ég fór nú aldrei í þessa tómstundamiðstöð en ég þekkti krakka sem voru þar flest kvöld. Núna í kvöld var húsið heimtað aftur úr helju og hópur fólks streymdi í húsið og hrópaði "húsið er okkar" og átti þar við að núna ætti almenningur á Íslandi þetta hús, það væri ekki hluti af ránsfeng útrásarvíkinga og fjárglæframanna.

 

 


mbl.is Ruddust inn í Fríkirkjuveg 11
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Flott. Gaman að sjá þetta...

hilmar jónsson, 9.6.2009 kl. 00:56

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Frábært!

Sigurður Þór Guðjónsson, 9.6.2009 kl. 01:03

3 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Dáldið fyndið að heyra þessum atburði lýst eins og miklu stjórnleysi. Sjá hér á visir.is http://www.visir.is/article/20090608/FRETTIR01/510980732/-1

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 9.6.2009 kl. 01:06

4 Smámynd: Bara Steini

Frábært video.

Bara Steini, 9.6.2009 kl. 01:27

5 Smámynd: Eygló

Gott hjá þér Salvör.

Maður tekur eftir löggu sem annað hvort er skelkuð eða hrottafengin. Hún tekur mann og handjárnar (þótt það hafi nú ekki verið fagmannlega gert) sem maður sér ekki að hafi gert neitt. Hann kann þó að hafa verið búinn að brjóta eitthvað af sér. Ljóshærða löggustúlkan hefur ýmislegt til að "bera" til að verða hrottalögga.

Eygló, 9.6.2009 kl. 03:37

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Flott myndband, en ég hef aldrei komið inn í þetta hús þó maður hafi leikið sér í garðinum sem krakki.
Það á að gera eitthvað fyrir fólkið sem þarf á því að halda í þessu húsiég bloggaði um það á minni síðu.
milla.blog.is
Kveðja til þín og takk fyrir þetta

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.6.2009 kl. 09:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband