12.12.2006 | 10:46
Međ jólalögum skal land byggja
Lögreglan á samúđ mína ţessa daganna. Ţađ varđ alvarlegt umferđarslys í fyrradag á Vesturlandsvegi og veginum lokađ um tíma og munu einhverjir ökumenn hafa veist ađ lögreglu og sagt henni ađ hunskast burtu. Svo hefur lögreglu veriđ hótađ margoft vegna ţess ađ mađur sem lögreglan handtók fékk hjartastopp og lést. Í viđtali nýlega viđ rannsóknarlögreglumann og fjölmiđlaumfjöllun ţá gat ég ekki skiliđ umfjöllun öđruvísi en ađ rannsóknarlögreglumenn í ákveđnum málum teldu ađ ţeir vćru lagđir vísvitandi í einelti í fjölmiđlum og vegiđ ađ ćru ţeirra. Svo hafa náttúrulega njósna- og hlerunarmálin á kaldastríđstímanum veriđ mál málanna síđustu daga og ţar hefur lögregla einnig orđiđ skotspónn.
En međ jólalögum skal land byggja ţessa núna í desember og ţví er jólalag dagsins tileinkađ ţeim sem framfylgja lögunum en ţađ er Jólalöggan međ hljómsveitinni Ćlu. Hugljúft og jólalegt lag ţrátt fyrir nafniđ á hljómsveitinni.
Ráđstafanir gerđar vegna hótana í garđ lögreglu | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Mikiđ er gaman ađ heyra í málssvara hins lágvćra meirihluta. Held stundum ađ vissir fjölmiđlar séu vísvitandi ađ reyna skerđa traust almennings á lögreglunni.
Paul, 12.12.2006 kl. 19:50
Ég er nú ekkert sérstaklega lágvćr og ég reyni svo sannarlega ekki ađ fylgja meginhjörđinni eđa einhverjum meirihluta.
Ţađ má vel gagnrýna lögregluna og ţađ hef ég gert m.a. varđandi ţađ sem mér virtist hroki lögreglu gagnvart alvarlegum ásökunum á vinnubrögđ í dópsalalistamálinu. Ţar var á ferđ örvćntingarfullur fađir sem átti börn í helgreipum fíkniefna. Hann fór ekki rétta leiđ međ kćrur sínar og braut lög en ţađ var full ástćđa til ađ kanna ţađ sem hann sagđi.
Salvör Kristjana Gissurardóttir, 13.12.2006 kl. 13:06
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.