Steingrímur hefur ekki mitt umboð

Steingrímur hefur mitt umboð og allan  minn stuðning til að stöðva hvalveiðar. Hann hefur líka fullt umboð mitt til að í alþjóðlegum samningum að reyna að fá sem mest af losunarheimildum til Íslands, það er arfavitlaust annað en berjast fyrir að fá sem mest af svoleiðis heimildum, þetta eru verðmæti sem við getum breytt í peninga.

En Steingrímur hefur ekki mitt umboð til að selja Íslendinga í ánauð skulda. Steingrímur hefur ekki umboð til semja um lán að upphæð 650.000.000.000 með ríkisábyrgð og ofurvöxtum. Hvernig stendur á því að fráfarandi ríkisstjórn (sem reyndar myndaði lungann úr núverandi ríkisstjórn) yfirtók bankakerfið og flýtti sér ofboðslega að greiða öllum sem áttu peninga inn í íslenskum peningamarkaðssjóðum nánast allt sitt, meira segja fólki sem setti peninga í sjóði sem eru ekki venjulegir innlánsreikninga, hvernig stendur á að þessi ríkisstjórn sem er svona annt um fjármagnseigendur á Íslandi skuli eingöngu hugsa um þá sem áttu peninga í kreppunni en selja venjulega borgara á Íslandi í ánauð? Hvernig eigum við að geta borgað þessar skuldir? Þetta er gríðarleg áhætta og þetta er hengingarsnara um hálsinn á íslensku þjóðinni.


mbl.is Steingrímur fær fullt umboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband