Gálgafrestur - Að selja Íslendinga í ánauð

Ég geng ekki að þessu.

Ríkisstjórnin hefur ekki mitt umboð til að skuldbinda íslensku þjóðina um aldur og ævi vegna kaupæðis sem rann á nokkra fjárglæframenn sem í einhvers konar útúrvitfirrtri einkavæðingu blésu pappírum til og frá og bjuggu til sýndarpeninga sem aldrei voru til.

Það er ENGINN kostur að velta undan sér vandamálinu. Það er ENGIN kjör að fá allra náðarsamlegast að borga óútfylltan víxil eftir sjö ár.  Ég er ekki í ábyrgð fyrir einhvern netbanka í Bretlandi, sama þótt Scotland Yard hafi geymt alla peningana sína þar, sama þótt hinn ástkæri forsætisráðherra þarlendra Gordon Brown hafi tekist að beina kasti kastljósi breskra fjölmiðla frá eigin vanhæfi um tíma með því að höggva til Íslands og kúga vanhæf íslensk stjórnvöld. Gordon Brown var vanhæfur sjálfur og er bullandi vanhæfur að stýra eigin landi og ekki líklegt að valdatími hans verði langur úr þessu.

Það er þvílík móðgun við Íslendinga þessi fréttaflutningur sem er af Icesave málinu. Hvað halda stjórnvöld að við séum? Halda þau að við höfum ekkert kynnt okkur hvað er að gerast í fjármálum í heiminum?  Við viljum stjórnvöld sem standa með fólkinu í landinu en ekki stjórnvöld sem selja okkur í ánauð.

"Heildarskuldbindingar Íslands vegna Icesave verða upp á 650 milljarða króna samkvæmt samkomulaginu og vextirnir 5,5 prósent á ári, samkvæmt heimildum mbl.is. Leggjast þeir við höfuðstólinn þessi sjö ár en verða ekki greiddir strax.Á þessum sjö árum mun verða reynt að selja eignir Landsbankans upp í skuldina. Einnig munu heilbrigð útlánasöfn Landsbankans safna tekjum á þeim tíma, líkt og greint var frá í Morgunblaðinu síðastliðinn sunnudag. Að þeim loknum mun síðan koma í ljós hversu stór hluti af höfuðstólnum muni lenda á íslenskum skattgreiðendum


mbl.is Engin Icesave-greiðsla í 7 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband