Fagradalsfjall 3. maí 1943

fagradalsfjall_855584.jpgNúna ganga kröftugar bylgjur um íslensku flekamótin. Ég sá á ruv.is að upptök skjálftanna eru teiknuð á Fagradalsfjalli.

Það  varð til að ég fletti því upp nafni fjallsins og þá fann ég út að í maí 1943 fórst þar á fjallinu flugvél. Í flugvélinni var Frank Maxwell Andrews og 13 aðrir létust en einn komst lífs af. Frank Maxwell var afar háttsettur í bandarískra hernum og heimildir segja að hann hafi átt að stýra innrásinni í Normandi Evrópu. Eftirmaður hans var Eisenhower sem síðar varð forseti Bandaríkjanna. Flugvélin mun hafa ætlað að lenda á flugvellinum í Kaldaðarnesi.

Myndir frá Fagradalsfjalli

Frank Maxwell var ötull talsmaður þess að Bandaríkjamenn kæmu sér upp góðum flugher og um hans daga voru Bandaríkjamenn  gráir fyrir járnum og sterkt herveldi. 

 


mbl.is Enn skelfur jörðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það má enn sjá leifar af flugvélinni, ég fór þarna upp í fyrra og hjólastellið, ásamt hlutum úr vængnum eru enn þarna.

Steini (IP-tala skráð) 30.5.2009 kl. 22:25

2 Smámynd: Sigurður Hrellir

Ljósmyndarinn Bolli segir að hér sé um tilvalda dagleið að ræða fyrir þá sem hafa áhuga á Reykjanesi. Satt er það, þetta er áhugaverð dagleið fyrir göngufólk. Skyldi þeim félögum ekki hafa dottið í hug að fara fótgangandi fremur en að standa í utanvegaakstri. Athyglisvert er að sjá lögregluna eyða frítíma sínum í lögbrot - eða voru þeir að þessu á vegum embættisins?

Sigurður Hrellir, 31.5.2009 kl. 09:58

3 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Gaman væri að fá GPS staðsetningu á þessum 3 flugvélaflökum ef einhver á.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 31.5.2009 kl. 10:31

4 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Þetta er mjög spennandi saga, hér er meira um sögulegar byggingar á vallarsvæðinu. Það kemur fram að flugvélin hafi lent í dimmviðri og rekist á Fagradalsfjall og brotnað í tætlur. Þetta finnst mér allt furðulegt, þarna voru á ferðinni þeir menn í heiminum sem bjuggu yfir bestum flugvélum og einn æðsti maður flughers Bandaríkjamanna. Hvað var líka yfirmaður meþóistakirkjunnar að gera með í flugvélinni? 

Það er líka skrýtið þetta varðandi útförina það er birt mynd af kistunum og talað eins og þessir hermenn hafi verið jarðsettir í Fossvogsgarði?  Getur það verið?  Æðsti maður bandaríkjahers er tæplega jarðsettur utan Bandaríkjanna og þaðan af síður einhver meþóistabiskup í garði annars ríkis og annars trúfélags.

Svo er mynd af legstað Andrews með wikipedia greininni. 

Svo er reyndar skrýtið ef vélin brotnaði í spað að líkin skuli hafa verið þannig að hægt hafi verið að bera kennsl á mennina. Reyndar líka ofboðslega furðulegt að einn maður skuli hafa lifað þetta af, það var stélmaðurinn og liðþjálfinn George Eisel. 

En ég hugsa að ef eitthvað er á huldu með þennan atburð þó muni það vera áfram þar sem þetta tengist mikið Bandaríkjaher.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 31.5.2009 kl. 15:45

5 identicon

Sigurður Hrellir. Ekki vera með þessa þvælu. Það er vegslóði alveg að fjallinu sem er vel fær flestum fjórhjóladrifsbílum.

Salvör. Það er ekkert á huldu með þetta slys. Það var þoka og flugvélin tættist ekki í sundur, heldur brann. Það er ekkert skrýtið þótt að stélmaðurinn hafi lifað af, stélið er öruggasti hluti flugvélarinnar, sérstaklega þegar hún klessir á fjall. 

Wikipedia er ekki alveg öruggasta heimildin. Kíktu frekar inn á heimasíðu Andrews Flugherstöðvarinnar, eða á aðrar fræðigreinar um þetta slys.

Kjartan, ég fann GPS punktana ásamt samtíma mynd af flakinu á síðu á vegum bandaríska hersins, en ég týndi  því miður slóðinni og get ekki fyrir mitt litla líf fundið hana aftur :(

Steini (IP-tala skráð) 31.5.2009 kl. 22:50

6 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Steini: Ég fletti upp mogganum 7. maí 1943 og það er mjög einkennilegt hvernig þetta slys varð. Líka einkennilegt að þrisvar sinnum rákust flugvélar á þetta fjall og brunnu.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 1.6.2009 kl. 02:02

7 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Kjartan Pétur: Hér er kort sem sýnir hvað amk tvö af flugvélaflökunum eru http://www.flickr.com/photos/gretarwilliam/1734089987/sizes/o/in/set-72157602676362126/

þetta er partur af myndaséríu frá Grétari sem mér sýnist að hafi verið leiðsögumaður í göngum þarna, sjá myndirnar hans hérna:

http://www.flickr.com/photos/gretarwilliam/sets/72157602676362126/

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 1.6.2009 kl. 02:04

8 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Steini: Ég er með Mac OS X Safari vefskoðara g þar get ég smellt á icon af bók lengst til vinstri. Þar getur þú valið History og þá er hægt að leita af orðum eins og GPS eða eitthvað sem að þú manst eftir að hafa séð á viðkomandi síðu og kemur þá upp listi yfir allt sem þú hefur verið að skoða sem inniheldur GPS. Einnig mætti prófa .org eða .com

Með þessu móti er ég fljótur að finna það sem að ég hef verið að skoða áður.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 1.6.2009 kl. 09:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband